Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 8
Heimsendingarþjónusta RAFGEYMASALAN Dalshrauni 1 sími 565 4060 Bifreiöastöö H a f n a r f j a r ö a r sími 5-650-666 TILBOÐSFERÐIR Á LEIFSSTÖD 1-4 kr. 3.500 & 5-8 kr. 4.200 Lækjargötu34e, s. 5650670 Nýr veitingastaóur i Hafnarfirði Skyndimatstaður (5>lse)i lokur hreint sælgæti heilsu - Snati - Italskur Philadelfia - Rifja - Rækju Lamba - Kjúklinga - Grettir sterki Prakkara - Olsen samloka @^611- boraarar ©Isen &Is6n pylsa Opið 11:00 - 23:30 alla dag; VERIÐ VELKOMIN Strandgötu 21, s. 565 5138 Alli sem blllinn þarfnast Bæjarhrauni 6 sími 565 5510 fax 565 5520 Sveinn Björnsson: Skilur við lögregluna og helgar sig listinni Eftir rúmlega fjörutíu ára starf var Sveinn Björnsson, rannsókn- arlögreglumaður, kvaddur við há- tíðlega athöfn síðastliðinn þriðju- dag. Fjölmennt lögreglulið var við at- höfnina, prúðbúið í há- tíðarklæðnaði lögreglu- manna. Þáðu fyrrum samstarfsfélagar Sveins veitingar af þessu tilefni og nokkrir fluttu ræður. Erindin voru mörg hver hnyttin og skemmtileg eins og títt er um slíkar tölur um litrfka menn. Og þannig maður er Sveinn Bjömsson. Listamaður og lögga í einum og sama manninum. Það mátti heyra af ýmsum ræðumannanna að Sveinn haft í starfi ver- ið síður en svo auð- sveipur. Embættismenn í ráðuneyti áttu víst all- nokkrum sinnum í höggi við þennan mann sem rækti starfa sinn af mikilli ástríðu og lét helst ekki segja sér fyrir verkum. Yftrmenn hans í lögreglunni virðast hafa virkjað skaplyndi hans og náð fram mark- miðum löggæslunnar í samráði við hann. Sagðar voru ýmsar sögur af Sveini. Þar á meðal var saga um það að hann haft eitt sinn verið á- samt öðrum lögreglumanni í flugvél yfir Ameríku. Lét vélin ókyrrlega og mun félagi Sveins hafa orðið töluvert áhyggjufullur. Sveinn var hins vegar hinn rólegasti og honum tókst að róa félaga sinn með þessum orðum: Eg er búinn að fara til spákonu og hún sagði að ég verði 95 ára, þannig að ég hef engar áhyggjur! Sagan mun hafa gengið munn- mælum nú um nokkurra ára skeið og fengið í sig hæfilega mikið krydd úr bragðbót- arstauk tímans. En einhvem veginn á þessa lund var sag- an og hún er sögð lýsa Sveini allvel. Sveinn mun nú snúa sér alfarið að listinni og var eng- an bilbug á honum að fínna þótt hann væri nú að skilja við þessa „konu” í lífi sínu; lögregl- una. Og táknrænt merki um það er sýning á verkum hans sem nú stend- ur yfir í Listhúsi 39 af tilefni af sjö- tugsafmæli lista- mannsins. Sýningin er sú fyrsta sem sett er upp í nýjum sýn- ingarsal Listhúss 39 og stendur hún til 13. mars. Sjálfsmynd. Myndina málaði Sveinn Björnsson 1987 og er hún ein þeirra mynda sem sjá má um þessar mundir á sýningu Sveins í Listhúsi 37. Líflegt í Miðbæ um helgina Athafnadagar í Miðbæ A morgun, föstudag og á laug- ardag verða svokallaðir Athafna- dagar í, verslunarmiðstöðinni Miðbæ. A föstudag verða sæl- kerakynningar þar sem Ostahús- ið kynnir sína vinsælu sælkera- osta, Islenskt Franskt cldhús kynnir paté og aðra áhugaverða rétti úr tilraunaeldhúsi sínu og Heilsuhúsiö kynnir vínedik, olíur, ólivur og aðrar spennandi nýung- ar. A laugardag verða Samvinnu- ferðir Landsýn með ferðakynningu og rétt fyrir lokun verslana verður dreginn út óvæntur ferðavinningur. Verslanir í Miðbæ verða með tísku- sýningu og verður áhersla lögð á fermingafatnað og undirbúning fermingarinnar. Þá mun karatedeild Hauka vera með sýningu, bæði með æfingar sem og föst tök. I sól og Þegar kuldinn og nepjan er að hrjá okkur hér á Fróni, þá streyma ferðatilboðin frá ferðaskrifstofun- um og nú nýlega sendu Flugleiðir frá sér bæklinginn “ÚT í HEIM” 95/96. Það er sagt að aldrei seljist eins mikið af farmiðum til sólarstranda og þegar kuldinn eða rigningin og rokið ná sér vel á strik hér á landi. Bækling Flugleiða er skipt niður í þrjá mögu- í þeim fyrsta, FLUG OG BORG- IR er sagt frá öllum þeim fjölda af borgum sem Flugleiðir fijúga til, hvað þar er merkilegast að sjá, upp- lýsingar um verð á mat og drykk, dagsferðir út frá borginni, verslanir, skemmtistaði, veðrið, gististaði og margt fleira sem getur komið sér vel fyrir ferðamanninn að vita og getur hjálpað honum að njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. I næsta kafla FLUG OG BÍLL er fólki sem vill ferðast á eigin vegum í bílaleigubíl, bent á fróðlegar, sumaryl skemmtilegar og spennandi ferðir út frá áfangastöðum Flugieiða, bent á fræg söfn, vítt og breytt um það land sem skoða á, sagt frá ýmsum uppá- komum, sem í vændum eru og fleira sem að gagni kemur. I síðasta kafla er það síðan FLUG, SJÓR OG SÆLA. Þar er sagt frá á- fangastöðum Flugleiða á suðrænum sólarslóðum beggja vegna Atlants- hafsins og verður manni funheitt við að skoða myndir og lesa um sólríkar baðstrendur, glæsihótel blasa við og upplýsingar eru um allt það áhuga- verðasta á hverjum stað. Hafnfirðingar geta að sjálfsögðu skoðað og fengið upplýsingar hjá Hafnfirskum ferðaskrifstofum og söluumboðum, sem allar selja ferðir með Flugleiðum. Um leið er hægt að skoða hvað þær hafa upp á að bjóða hver fyrir sig. Rétt er að hafa í huga að “Sveltur sitjandi kráka á meða fljúgandi (með Flugleiðum) fær”. Fundur um feröamál Ferða- þjónusta skapar atvinnu Þriðjudaginn 7. mars kl. 20:15 verður haldinn í veitingastaðn- um Hraunholti almennur borg- arafundur um ferðamál. Fund- urinn er hvatningarfundur til bæjarbúa til að skoða þessi mál út frá víðari sjónarhorni en flest- ir gera í dag. Ferðamál spila mikið víðar inn í bæjarlífið en fólk gerir sér grein fyrir í fljótu bragði, svo sem lijá verslunum, þjónustufyrirtækjum, menningu og listum og handverks- fólki. I bæ eins og Hafnarfirði, get- ur þjónusta við ferðamenn gefið auknar tekjur til þeirra fyrirtækja sem fyrir eru og skapað mörg ný atvinnutækifæri, ef rétt er á málum haldið. Ferðaþjónusta í Hafnarfirði er enn að slíta barnsskónum og því vill ferðamálanefndin opna hug- myndabanka sinn og fá bæjarbúa til að taka höndum saman við nefndina um að marka framtíðar- stefnuna. A fundinum verða stuttir fyrir- lestrar um stöðu og markmið hér, reifaðar hugmyndir sem mætti framkvæma, sérfræðingaerindi um hvert fólk á að snúa sér til að koma hugmynd í framkvæmd, stöðu gistimála og margt fleira. Að lokn- um framsöguerindunum verða al- mennar fyrirspurnir og loks getur fólk sest niður í minni hópa til að ræða frekar um málin. Fólk getur í lok fundarins skráð sig til áfram- haldandi hópvinnu eftir áhugasvið- um. Framsögumenn verða : Asa María Valdimarsdóttir, form. ferðamálanefndar, Jón Erlendsson frá Upplýsingaþjónustu Háskól- ans, Guðrún Hannele Henttinen frá Islensku Handverki, Margrét Jó- hannsdóttir frá ferðaþjónustu bænda, Skúli Böðvarsson frá ferðamálasamtökum HafnarQarðar og Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafulltrúi. Fundarstjóri verður Ingi Þór Þorgrímsson, leið- sögumaður. Ekki er vafi á þvt' að Hafnar- fjörður á sér góða möguleika í þessum framtíðaratvinnuvegi, sem allar þjóðir heims líta hvað mest til er þær eru að byggja upp og skipu- leggja framtíð sína. Vonandi verð- ur vel mætt á fundinn og að þessi fundur verði aðeins byrjunin á þró- un uppbyggingar ferðamála í Hafnarfirði til framtíðar. Ef vel tekst til er hin ötula ferðamála- nefnd ábyggilega tilbúin með næsta ieik.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.