Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN CTJftDMUBBA Gildir frá fimmtudegi 9. mars til 15. mars Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Afskiptasemi annarra, í þinn garö, fer óskaplega í taugarnar á þér. Öll sagan hefur þó ekki öll verið sögö. Leggðu spilin á borðið og reyndu að koma því í verð sem nýtist þér ekki lengur. Góð bók er góð afþreying á meðan á þes- sum biðtíma stendur. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Svörin sem þú hefur beðið eftir, koma núna fyrirvaralaust. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Sú átaksbreyting sem fyrirhuguð er, þarfnast mikla skipu- lagningu. Ef hún er sættanleg þarft þú hvorki að hika né óttast. Allt mun ganga að óskum. Hrúturinn (21. mars -19. apr.) Þetta er svona”líttu í eigin barm’Vika. “Læknir læknaðu sjálfan þig”, og sv.fr. Tjáðu tilfinningar þínar, enginn veit hvað þú hugsar. Mánudagurinn verður einstakur að því leiti að þú upplifir eitth- vað alveg sérstakt. Ég, um mig, frá mér, til þín. Nautið (20. apr. - 20. maí) Það er fullt af frekjum og tillitslausu fólki þarna úti, og þú verður að læra að seig- ja, “NEI”. Tíminn þinn er dýrmætur, og það sem þú átt, þarft þú ekki að gefa. Hingað og ekki lengra! Þú verður aldrei eigingjarn þótt þú elskir sjálfan þig. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Þetta verður, án efa, sérkennelg vika og óvæntar uppákomur. Það er líka eit- thvað óvenjulegt að gerast hjá þér sjál- fum . Nýir straumar, ný viðhorf. Er fólk- ið eitthvað öðruvísi í kringum þig líka? Eða er þetta breytt hugarfar? Er þig að dreyma? Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Þú munt uppgötva leyndarmál frá vis- sum aðila, hann verður bæði feginn og leiður yfir því að málið sé orðið opin- bert. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Vertu þú sjálf(ur) hvað sem á dynur. Þú býrð yfir miklum kærleik, ert hrífandi persónuleiki og fólk ber virðingu fyrir þér. Vertu meðvituð(aður) á þessa eiginleika þína og þér mun líða mikið betur. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Nú kemur að því að þú látir Ijós þitt skína út á við. Þessi vika er “opin” í báða enda. Leggðu þig fram við að láta alla vita hversu megnug(ur) þú ert, allir vegir eru þér færir. Þú átt að geta valið úr bunka af tækifærum. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Betri tímar eru framundan í fjármálum. Svo góðir að þú getur farið að huga að sumarfríi. Vandaðu verk þín því þú þarft að leggja þau fram til samþykkis. Vertu meðvituð(aður) um hvað sé rétt að segja og hvað sé betur látið ósagt. Þú hafðir á réttu að standa, um daginn. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Haltu fast um budduna og ef þú þarft á fjárhagsaðstoð að halda út á við, veldu vel þá þann aðila, það gæti skipt sköpum. Vinnan tekur mikið af bæði andlega og verklega tíma þínum þessa viku. Þú ert líka á ferð og flugi í huganum. Hvert ertu að fara? Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Helgin gefur enn meir af sér ef þú viðurkennir, fyrir þér, rétt þeirra sem vilja annað. Allt sem þarf er samstarf og tillitsemi. Svo koma tímar þar sem best er að segja sem allra minnst. Vertu viðbúin því, að loforð sem þér var heitið verður ekki eflt. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Maki eða ástvinur er í þungum hugleiðingum, um helgina, taktu þessu með rósemi. Allir þurfa tíma fyrir sig. Það eru samt stórir fílar á sveimi sem eiga erfitt með að fyrirgefa og afgreiða gömul sár. Stundum þarf að klippa á lausa enda. Munið að brosa Líf og fjör í Miðbæ Eins og greint var frá í síðasta blaði þá voru svokallaðir Athafna- dagar í Miðbæ um síðustu helgi. Við litum inn á laugardag og smelltum af nokkrum myndum af tískusýningunni og mannlífinu sem þar var. Þessi tilraun til að glæða Miðbæinn meira lífí tókst nokkuð vel að sögn þeirra kaup- manna scm Fjarðarpósturinn ræddi við. Margir smökkuðu osta á ostakynningu Verslað í helgarmatinn Tískufatnaður unga fólksins Gott er að geta farið í hraðbankann þegar skot- silfur skortir Æringi • meinlegur og miskunnarlaus - skrifar án ábyrgðar: Safnasafnarasöfn Mikil safnagleði ríkir um þessar mundir í Hafnarfirði. Við höfum hér komið okkur upp sjóminja- og byggðasafni og nú höfum við iagt snörur okkar fyrir tæknisafn og kvikmyndasafn. Þessi skyndilega safnaárátta er athyglisverð, ekki síst fyrir þær sakir að henni má jafna við annars konar æðisgengnar tilraunir okkar íslendinga til að slá flugur. Við Hafnftrðingar létum þó fiskeldið að mestu liggja milli hluta og refir urðu ekki sérstakir vinir okkar. I þessum efnum, sem og mörg- um öðrum, róum við á önnur mið. Nú erunt við að safna söfnum eftir að hafa safnað skuldum og listahá- tíðum. Safnaárátta okkar het'ur vak- ið athygli víða um land, við erum til dæmis að safna fiskútflutnings- fyrirtækjum núna, og keppum þar við fleiri sveitarfélög, auk framan- greindra safna og hver veit nema okkar takist að byrja álverasöfnun innan skamms. Svo má ekki gleyma útvarpasafninu hans Þórs og nælusafninu hans Benna, öllum frímerkjasöfnunum og síðast en ekki síst Sædýrasafninu okkar sál- uga. Hver veit nema það vakni nú upp við þennan góða draum. En við eigum ekkert almennilegt listasafn og hvurslags kæruleysi er það nú í þessum líka listvæna bæ! Og að því leyti duga engir aftur- kreistingar og eftirbátar Reykvík- inga á þessu sviði megum við aldrei verða. Æringi leggur til að sendinefnd, skipuð öllum helstu Magnúsum bæjarins, verði send til Bandaríkj- anna, nánar tiltekið Njúv Jork, að kikka þar á hvað í boði er: Hættum ekki hér en bætum við, Hafnartjarðar glæsisafnaskart. Krunkum saman krónum, safna lið! Og kaupum Mjúseúm off Módem Art! Þá byggða- og sjó- og tækni-söfn við ættum, safna ómar Fjarðarsónatan. Og ekki væri síðra ef við bættum, við okkur jafnvel Metrópólítan! GAFLARI VIKUNNAR -glaðlyndi og heiðarleiki Fullt nafn? Kristín Rós Björns- dóttir. Fæðingardagur? 12. júnf, 1971. Fjölskylduhagir? Gift Andrési Hreinssyni, bamlaus. Bifreið? Daihatsu Charade Sedan. Starf? Ritari. Fyrri störf? Nemi. Helsti veikleiki? Stutt í stóra skapið. Helsti kostur? Finnst gaman að lifa. Eftirlætismatur? Piparsteik, krydd- uð að hætti Andrésar. Versti matur? Flestur þorramatur. Eftirlætistónlist? Er alæta á tónlist. Eftirlætisíþróttamaður? Alberto Tomba. A hvaða stjórnmálamanni hefur þú mcstar mætur? Óla „grís”. Eftirlætissjónvarpsefni? Breskir sjónvarpsþættir. Lciðinlcgasta sjónvarpsefni? Tyrk- neskar bíómyndir. Besta bók sem þú hefur lesið? Villtir svanir. Hvaða bók ertu að lesa núna? Andlit í speglinum. Uppáhaldsleikari? McManus (Taggart). Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Piano. Hvað geriðu í frístundum þínum? Nýt lífsins með mismunandi hætti, eftir því hvort Andrés er í landi... Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Þórsmörk og Asbyrgi. Hvað metur þú mest í fari annarra? Glað- lyndi og heiðarleika. Hvað metur þú síst í fari annarra? Yfir- gang. Hvern vildirðu helst hitta? Jung Chang. Hvað vildirðu helst í afmælisgjöf? Lottó- vinning. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happadrætti? Ferðast til fjarlægra landa. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjar- stjóri í einn dag? Segja af mér. Uppáhalds Hafnarfjarð- arbrandarinn þinn? Hvað er nú það...?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.