Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPOSTURINN 3 FJARÐARPÓSTURINN hefur ákveðið að gefa fólki af framboðslistum flokkanna tækifæri, í þeim blöðum sem koma út fyrir kosningar, til að gera grein fyrir stefnu eða hugmyndum flokksins og/eða þess frambjóðenda sem svarar fyrir hönd flokksins, spurningum um ákveðin málefni. Svara má beint eða með stuttri grein. Mikið hefur verið rætt um listahátíðir og einstaka listviðburði sem settir eru upp í hinum ýmsu sveitarfélögum. Eins er rætt um styrki til listaskóla af ýmsu tagi sem settir eru upp í sveitarfélögum. Nú síðast en ekki síst um söfn, sem sveitarfélög eru að setja upp eða hafa áhuga á að setja upp. Spurningarnar í dag eru því: 1. Á rfkið að styrkja eða að kosta að einhverju leyti listviðburði í einstökum sveitarfélögum? Ef svar er jákvætt þá á hvern hátt og hvað þarf slíkur listviðburður þá að vera stór? Ef svar er neikvætt, af hverju ekki? 2. Á að stefna að einkarekstri að einhverju eða öllu leiti á listahátíðum og öðrum listviðburðum og uppsetningu og rekstri á söfnum? Sjálfstæðisflokkur 1. Já. ég tel rétt að ríkið styðji að einhverju leiti listviðburði í ein- stökum sveitarfélögum. Hvenær og hversu mikið verður að fara eftir eðli og aðstæðum hverju sinni. Það er hinsvegar ljóst að hvorki er hægt né rétt að styrkja aila hluti alstaðar. Stuðningurinn á að vera í formi beinna styrkja annaðhvort af safn- liðum menntamálaráðuneytis eða beinum fjárveitingum á fjárlögum. Ábyrg fjármálastjóm hlýtur hinsveg- ar alltaf að vera algjört skilyrði fyrir stuðningi sem þessum. 2. Já, ég tel að það eigi skilyrðis- laust að nýta hagkvæmni og hugvit einkaframtaksins í þessu sem öðru. Þetta er hinsvegar vandmeðfarið og gerir ekki síður kröfur á viðkomandi stjórnvöld um eftirlit með opinberum fjármunum en áður. Árni M. Matthíesen, skipar annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi Alþýðubandalagið 1. Sjálfsagt er að rfkið hafi sjóði til að úthluta úr til slíkra þátta og ég tel að lýðræðislega kjörin nefnd eigi að úthluta úr þeim og reynt sé að trygg- ja sem unnt er að hver umsókn sé metin sérstaklega og skipting þeirra upphæða sem til skiptanna er sé sem réttlátust. Hversu stór verkefnin eiga að vera skiptir ekki máli svo fremi að þau uppfylli úthlutunarreglur. Með öllum tiltækum ráðum verður að tryggja að einkavinavæðingin ráði ekki ferðinni. 2. Allar stærri listahátíðir eiga áfram að vera í höndum opinbera aðila. Stundum hentar vel að einkaaðilar eða félagasamtök sjái um smærri listviðburði og er ég alveg sátt við það þegar það á við. Sigríður Jóhannesdóttir skipar annað sætið á lista Alþýðubanda- lagsins og óháðra, G - listanum. Kvennalistinn Kvennalistinn hefur frá upphafi haft á stefnuskrá sinni að vinna að vexti menningar og lista í landinu. Skapandi menning er að mati Kvennalistans nauðsynlegt mótvægi við þann andlega doða sem fylgir vaxandi sfbylju og tæknihyggju nú- tímasamfélags. Menning getur ekki blómstrað með valdboði eða miðstýr- ingu miklu fremur þrífst hún með al- mennri þátttöku fólks, einstaklinga og hópa. Menntun og menning eru afar tengd. I skólastefnu Kvennalistans er áhersla á jafnrétti til náms og eflingu alls list- og verknáms. Góð og fjöl- breytt menntun er undirstaða velfam- aðar og ein helsta auðlind famtíðar- innar - fjárfesting til framtíðar. Við teljum því rétt að listaskólar séu styrktir þannig að efnahagur for- eldra ráði ekki úrslitum um hvort böm og unglingar geti stundað þar nám. Styðja ber allt starf á sviði menn- ingar og lista, hvort heldur er hjá á- hugahópum eða starfandi listamönn- um. Ríkið hefur á undanfömum árum stutt við menningarstarfsemi vfða um land en við teljum það íslensku lista- og menningarlífi síður en svo til framdráttar að tilvist þess sé háð mis- Bryndís Guðmundsdóttir, skipar 2.sæti á franiboðslista Kvennalist- ans í Reykjaneskjördæmi. Framsóknarflokkur Þjóðvaki Já, ríkið á að styrkja að einhverju leyti listviðburði með t.d. fjárfram- lögum. Blómlegt menningarlíf og öflug listsköpun eru mikilvægar leið- ir til að örva mannsandann þannig að einstaklingar fái notið sín. Með auknu alþjóðlegu samstarfi er öflugt menningarlíf mikilvægara en áður og ein besta leiðin til að styrkja sjálfsí- mynd þjóðarinnar og áhuga á að búa á íslandi. Við þeirri spurningu hve listviðburður þurfi að vera stór til að njóta styrks er ekki til einhlítt svar. Það er matsatriði í hvert sinn. Fram- sóknarmenn telja rétt að menningar- starf sé undanþegið virðisaukaskatti þar sem þjóðfélagsleg verðmæti öfl- ugs menningarstarfs eru óumdeild og óbeinar tekjur ríkisins af þeim mikl- ar. Einkarekstur á rétt á sér í lista- heiminum, þó ekki þannig að einka- aðilar hafi lítt takmarkaðan aðgang að opinberu fé. Á þeim listsviðum sem einkarekstur sinnir ekki á ríkið að aðstoða að einhverju leyti. Tryggja þarf fjölbreytt menningarlíf sem almenningur hefur efni á að sækja. Framsóknarmenn vilja koma á stofn menningarráði sem yrði sam- starfsvettvangi þeirra sem starfa í lista- og menningarmálum annars- vegar og stjómmálamanna og opin- Siv Friðleifsdóttir sem skipar 1. sæti á lista Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi. berra aðila hinsvegar. Hlutverk ráðs- ins yrði að móta heildarstefnu í menningarmálum m.a. með gerð langtímaáætlana. Alþýðuf lokkur Það er sjálfsagt að ríkið styrki á- kveðna listviðburði sem sveitafélög standa fyrir. Það verður hins vegar að vera alveg skýrt að sveitarfélögum sé ekki mismunað í þeim efnum. Það gengur til að mynda ekki að á sama tíma og ríkisvaldið veitir tugum milljóna til styrktar listahátíðum í Reykjavík skuli varla fást króna til sambærilegra hátíða í Hafnarfirði. Það er misjafnt hversu mikinn metnað einstök sveitarfélög leggja í hvers konar menningar -og listastar- semi. Það mætti vel hugsa sér að þegar sveitarfélög standa fyrir meiri- háttar listviðburðum komi ríkið með framlag í ákveðnu hlutfalli á móti viðkomandi sveitarfélagi. Alþýðuflokkurinn er ekki miðstýr- ingarflokkur heldur vill hann dreifa valdi sem víðast. Okkur er ekkert um það gefið að listir lúti pólitískri stýr- ingu. Það á því að gefa listamönnum sjálfum og áhugafólki um listir og menningu möguleika til að nýta frumkvæði sitt og áhuga til að standa fyrir listviðburðum. Hins vegar er í flestum tilvikum nauðsynlegt að styrkja slíka starfsemi og geta þá jafnt ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök verið fjárhagslegir bakhjarlar. Hafnarfjörður hefur t.d. á umliðn- Guðmundur Árni Stefánsson, skipar 2. sæti á lista Alþýðutlokks- ins í Reykjaneskjördæmi. um árum stutt mjög dyggilega við listir og menningu í Hafnarfirði. Hafnarfjörður hefur skipað á skömmum tíma sér sess meðal helstu menningarbæja landsins og þótt víð- ar væri leitað. Haldnar hafa verið mjög metnaðarfullar alþjóðlegar listahátíðir sem hafa vakið athygli víða um heim. Slíkt kostar að sjálf- sögðu peninga en þeir skila sér að stórum hluta aftur til baka, hvort heldur er í veraldlegum gæðum eða 1. Já, rfkið ætti að styrkja listviðburði í samvinnu við einstaka sveitastjórnir. T.d. þannig að styrkur til einstakra listviðburða skiftist jafnt á milli rfkis og sveitarfélaga. Rétt er að sveitarfélög hefðu forgöngu um slíka styrkveitingu, enda þekkja þau betur til aðstæðna á hverjum stað. Allir listviðburðir eiga að koma til greina við slíka úthlutun. 2. Það er eðlilegt að listviðburðir og listahátíðir séu samstarfsverkefni, sveitarfélaga ríkis og einkaaðila, þ.e.a.s. listamanna og samtaka þeirra. Eðlilegt er að uppsetning og rekstur safna sé í opinberri umsjón, enda eitt af hlutverkum opinberra aðila, sveitarfélaga og ríkis, að standa vel að verki safna. Slík stefna er ítrekuð í stefnuskrá Þjóðvaka. Lilja Á Guðmundsdóttir skipar annað sæti á lista Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi andlegum auði. Það er því mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga að við höld- um stöðu okkar í fararbroddi lista og menningar. Uppbygging og kraftur á menn- ingarsviðinu fer t.a.m. mjög vel sam- an við eflingu ferðaþjónustu. Það er í því sambandi eftirtektarvert að á þeim tíma sem Hafnarfjörður fór í fararbroddi varðandi menningarmál- in, þá spruttu hér upp veitingastaðir og ný sýn í ferðamálunum. I þessu sem öðru þarf hins vegar kraft og á- ræði. Því miður virðist hvorugt til staðar hjá núverandi valdhöfum í Hafnarfirði og því hætta á því að stór ávinningur síðustu ára glutrist niður á skömmum tíma, ef ekki verður vel að gáð. jafnlega velviljuðu fjárveitingar- valdi. Kvennalistinn telur koma til greina að árlega renni tiltekið hlutfall tekna ríkisins til lista og menningar- mála og mjög brýnt að mótuð verði um það ákveðin og skýr stefna í sam- ráði við samtök listamanna og menn- ingarstofnanir hvemig þeim fjármun- um verði ráðstafað. Kosningabarátta í Fjarðarpóstinum Fjarðarpósturinn mun spyrja frambjóðendur flokkana um ýmis mál ffram að kosningum og munu svör þeirra koma í næstu blöðum. Reynt er að spyr- ja um um þau mál sem varða allan almenning, en koma yfirleitt ekki fram í almennum kappræðum flokkana. Fjarðarpósturinn þakkar frambjóðen- dum skjót svör og vonast eftir áframhaldandi samstarfi við þá. Til að gæta hlutleysis er dregið um röðun svarana hér á síðunni og mun svo verða áfram.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.