Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Klakans hrímkaldi faðmur hefur sveipað blómfagurt listalíf helköldum hjúp. Frostbítar bölbæna nartað. Ein- staka vonsterkir sprotar verið þó með Iífsmarki. En sólbráðar geislar vorsins sendir til að færa í listina aukið líf. Vor í vændum. Og þá fá fleiri listaverk notið sín en frostrósir lamandi kulda. Menningin ris upp við dogg Sitt hefur sýnst hverjum um hina listríku ímynd sem Hafnar- fjörður hefur fcngið á sig. Mikil umræða hefur spunnist um lista- hátíðir og aðra kostnaðarsama list- viðburði. Spurningar fyrst og fremst unr fjármál. Fæstar um menningu. Sem nú hefur risið upp við dogg. Ef til vill ekki síst fyrir virðingarvert framtak einstak- linga. Agæt dæmi um áræðin framtök einstaklinga á sviði menningar í Hafnarfirði eru Listhús 39 og Lista- skólinn við Hamarinn. í Listhúsi 39, sem er í húsi nr. 39 við Strandgötu, gegnt Hafnarborg, hefur til dæmis verið opnað sýning- arrými. Og betra orð en rými er vandfundið á þessa aðstöðu sem er töfrandi á sinn sérstæða hátt. Lítill „salur" í bakherbergi á palli. Þarna sýnir Sveinn Bjömsson verk sín fram til 13. mars en hann hefur nú, sem kunnugt er, látið af lögreglu- starfinu og hyggst helga sig lisdnni. Sveinn er fyrsti listamaðurinn sem sýnir í „Rýminu”. í Listhúsi 39 er rekin starfsemi í samstarfi fjórtán listamanna. Þar eru verk þeirra til sýnis og sölu alla virka daga frá 10-18, laugardaga 12-18 og sunnudaga 14-18. Þess ber þó að geta að tímasetningar sýninga í Listhús- inu munu taka mið af sýningum í Hafnarborg. Klettfastur framvörður Hafnarborg stendur fyrir sínu sem klettfastur framvörður menningar- starfs í bænunt. Þar stendur nú yfir sýning á nor- rænni höggmyndalist sem nefnist „Frá prímitívisma til póstmódern- isma”. Sýningin er liður í norrænu menningarhátíðinni Sólstöfum sem fer fram í tengslum við þing Norður- landaráðs í Reykjavík. Sýningin, sem er samstarfsverkefni Hafnarborgar og Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, stendur til 20v mars. Sigurjón Ólafsson fæddist 1908 og ólst upp á Eyrarbakka. Hann lauk sveinsprófi í húsamálun en var engu að síður ákveðinn í að verða lista- maður. Með þetta tvennt hélt hann til náms í Kaup- mannahöfn við Konunglega danska listahá- skólann. Með verkum sínum er Sigurjón f u 1 1 t r ú i módernismans í Hafnarborg um þessar mundir. A sýningunni er meðal ann- arra verka Sig- urjóns högg- mynd eftir hann sem aldrei hefur verið sýnd fyrr hér á landi. Hún nefnist „Þrá” og sýnir tvær (líf)verur mótaðar á gifs, festar á plötu. Myndina gerði Sigurjón um 1940 í Danmörku og þar hefur hún verið í einkaeign þar til hún var keypt hingað til lands í fyrra. Sigurjón Ólafsson var einn merk- ustu listamanna sem Island hefur alið en hann lést 1982. A sýningunni eru verk eftir fjóra aðra listamenn; Svíann Bror Hjorth, Finnan Mauno Hartman, Danann Björn Nörgaard og Norðmanninn Gunnar Torvund. Þeir tveir síðast- nefndu eru fulltrúar póstmódernism- ans. Sýnenda þekktastur er án efa sænski myndhöggvarinn og málar- inn Bror Hjorth (1894-1968) en hann kaus að kalla sig prímitívista. Tvö málverka hans eru á sýningunni dýr- ust verka, tryggð fyrir 6 og 10 millj- ónir króna. Hjorth er einn af at- kvæðamestu listamönnum Svíþjóðar á þessari öld en árið 1919 ákvað hann að helga sig listinni og hóf nám í Kaupmannahöfn. Hann langaði til að mála myndir af fyrirsætum en fékk ekki heldur var látinn gera eftir- myndir af gifsafsteypum af fornald- armyndum „sem vakti honum nálega ævilanga andúð á klassískri list’’. Hjorth dvaldi í París frá 1921- 1930 og tók þar út mikinn listrænan þroska. Og hann lýsir uppgötvun sinni á þriðju víddinni þannig að það Pétrún Pétursdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, virð- ir fyrir sér „Þrá” Sigurjóns Ólafssonar á norrænu sýn- ingunni „Frá prímitívisma til póstmódernisma”. Fjölmargt gesta lagði leið sína í Listaskólann, meðal annarra Hólmfríð- ur Finnbogadóttir, Reynir Jóhannsson og Sveinn Björnsson. Þau létu vel af framtakinu og listvakningunni allri í Hafnarflrði um þessarmundir. kerta og GJAFAGAIXERÍ FERMINGIN - Falleg kerti SVISSNESKIR SÆLKERADAGAR Svissneskt lostæti og eðaldrykkir sem Svissneskur meistarakokkur töfrar fram, gælir við bragðlaukana. Svissneskur söngur og hljóðfærasláttur gleður eyrað. Veisla fyrir sælkera Fjörukráin Strandgötu 55 Fj aran- Fj örugarðurinn sími 5651213 & 5651890 - Hdrskraut - Hanskar - Vasaklútar - Sérvéttur í tírvali - Aprentun MIÐBÆ - sími 565 0675 hafi verið eins og að koma úr myrkri í birtu. Verk hans urðu í kjölfarið efn- ismeiri og þyngri. Þessari athyglisverðu norrænu sýningu er ætlað að varpa ljósi á skyldleika og persónuleg sérkenni listamannanna og veita „sýningar- gestum aðgang að töfraheimi þeim sem aðeins þrívíð verk, höggmyndir í hefðbundnum skilningi, megna að skapa” eins og segir í veglegri sýn- ingarskrá. Listaskólinn við Hamarinn Listaskólinn við Hamarinn tók til starfa rétt eftir síðastliðin áramót. Stofnað var sameignarfélag um reksturinn, Listvör sf„ sem er í eigu Birgis Snæbjarnar Birgissonar, Sig- ríðar Ólafsdóttur, Jeans Posoccos og Ingimars Ólafssonar Waage en hann er jafnframt skólastjóri. Ingimar hef ur iokið prófi frá málaradeild MHI og þriggja ára framhaldsnámi frá Ecole Nationale des Beaus-Arts í Frakklandi. Þótt nafnið Listaskólinn við Ham- arinn hafí orðið fyrir valinu þá gekk nafngiftin ekki þrautarlaust fyrir sig, að sögn Ingimars. Upphaflega var ráðgert að nota nafnið Myndlistar- skóli Hafnarfjarðar. „Þá hringdi í mig Sverrir Ólafs- son, sem rak Myndlistarskólann í Hafnarfirði áður en við hófum rekst- urinn, og hótaði lögbanni. Við töld- um okkur ekki hafa efni á neinum málaferlum og breyttum nafninu. En orð Sverris um lögbann komu flatt upp á mig,” segir Ingimar. Nám við Listaskólann við Hamar- inn er margþætt. Þar er þrískipt bamadeild; 6-9 ára, 10-12 og 13-15 deild, sem er fyrir 16 ára og eldri, eru meðal annars námskeið sem metin eru til eininga bæði í Flensborgar- skóla og Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Þetta eru teikning 102 og 202, málun 112 og 212 og vatnslita- málun 122. Þá eru í boði námskeið í mynda- sögugerð og grafík og ráðgert er að haldið verði námskeið fyrir böm og foreldra sem þau sæki í sameiningu. Þar verða foreldrum m.a. kynntar að- ferðir sem nýtast þeim heima fyrir við tilsögn barna sinna og auðga hug- myndaflugið. Hátt í 50 nemendur stunda nú nám við skólann og hafa fjölmargir fram- haldsskólanemendur nýtt sér áfanga hans en þeir fá 20% afslátt af skóla- gjöldum. Síðastliðinn lau^ardag var opnað- ur sýningarsalur Listaskólans og kom þar fjölmargt gesta. Af þessu til- efni stendur yfir sýning nokkurra iistamanna sem nú eru að koma heim úr námi. Ingimar segist ánægður með sýninguna, hann líti hana gagnrýnum augum, ekki síst vegna þess að hann eigi þar verk sjálfur. Auk hans eiga verk á sýningunni þau Birgir Snæ- björn Birgisson, Pétur Örn Friðriks- son, Freydís Kristjánsdóttir, Erna og Eva Sigurðardætur, Þorri Hringsson, Halldór Baldursson, Sigríður Ölafs- dóttir, Sigtryggur Baldvinsson og Karl Jóhann Jónsson. „A sýningunni sjáum við það sem kallað hefur verið „nýja frásagnar- málverkið” en í því felst að inntakið verður forminu yfirsterkara. Og í verkunum er gjarnan einhver húmor- ískur undirtónn og írónía. Við fáuin einnig að kynnast fagurfræði vélar- Kristján Bersi Ólafsson og Ingimar Ólafsson Waage við opnun listsýning- arinnar í Listaskólanum við Hamarinn. ára. Einnig hafa verið haldin stutt innar sem að mínu mati fellur oftar málunamámskeið fyrir böm og brátt en ekki í skuggann af notagildinu,” munu verða haldin stutt námskeið sagði Ingimar Ölafsson Waage. fyrir þau í grafík og leir. I framhalds- Full búð af nýjum vörum fyrir hátíðarnar fyrir 10 • 12 ára LQPimrA FÖT FYRIR STELPUR OG STRÁKA MIÐBÆ - sími 565 5608 Sólbaðsstofa Tilboð 10 tíma múnaðarkort kr. 3,000 Opið mán. - fös. 8:00 - 22:00, lau. 10:00 - 19:00 Sun. 10:00 - 18:00 Fjarðargötu 11 - sími 565 3005

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.