Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Side 1

Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Side 1
Lífsgleði! í blaðinu í dag er sögð saga Aðalbjargar Gunnarsdóttur sem er ellefu ára Hafnarfjarðar- mær. Aðalbjörg er mikið futluð en hún lætur það ekki aftra sér frá því að stunda íþróttir með Firði. A inyndinni er Aðalbjörg ásamt bróður sínum, Hiimari Erni. - Sjá bls. 6. Meiri afli í ár en f fyrra 1 janúar og febrúar mánuðum var meiri afla landað hér úr ís- lenskum fiskiskipum en á s.l. ári, eða alls um 4.200 tonnuni á móti 3.120 tonnum á sama tíma í fyrra. l>að voru aðeins smábátarnir sem voru með minni afla en á síðasta ári. Hefur verið þokkaleg umferð um höfnina að undanförnu. Már frá Ólafsvík var að landa um 90 tonnum í gáma í gær, miðvikudag. A mánudag kemur svo grænlenskur rækjutogari. Einn rússneskur togari var að taka hér veiðafæri og annar var hér fyrir nokkrum dögum að taka fiskvinnslutæki sem þeir keyp- tu hér. Virðast íslenskir framleið- endur vera að ná nokkrum árangri í að selja fískvinnslutæki í erlend skip. Greiðslustöðvunin runnin út Dröfn hf sækir um framlengingu Málin skýrast á næstu dögum Að sögn Rúnars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Drafnar, þá rann greiðslustöðvun Skipaþjón- ustunnar út í gær. Sótt var um framhald á greiðslustöðvun og er svar væntanlegt á morgun, fóstu- dag. Aðspurður sagði Rúnar að væntanlega verði lcitað nauða- samninga. Framtíð fyrirtækisins mun að öllum líkindum ráðast í næstu viku en þá munu línur að minnsta kosti taka að skýrast verulega. Eins og kunnugt er af fréttum þá hefur verið unnið hörðum höndum í langan tíma að því að reyna að halda starfsemi slippsins gangandi og er vonandi að framlenging á greiðslustöðvuninni fáist, þannig að hægt verði að nota þann tíma til að ná fram nauðasamningum og endurskipleggja starfsemina frá grunni í framhaldi af því. Næg verkefni Verkefnastaðan er ágæt að sögn Rúnars og nú eru fímm bátar í slipp við Strandgötuna og tveir inni í gamla Bátalónshúsinu. Engin stór verkefni eru framundan enda sagði Rúnar fátt um slíka drætti núorðið. Það var ekki að sjá á dögunum að veðurguðirnir ætluðu að sleppa höndum sínum af slippnum í Hafn- arfirði. Blíðviðri undanfarinna daga hefur sveipað aðstöðu Drafnar gull- inljóma bjartsýni og athafna. Og vissulega yrði mikill missir af slippnum og bátunum sem tróna tignarlegir yfir umferðinni á Strand- götunni. Starfsnienn Drafnar sátu ekki auðum höndum á athafnasvæði fyrirtæk- isins við Strandgötu á dögunum. Fimm skip eru nú í slipp og tróna í tign sinni þarna við flæðarmálið. Að auki eru tvö inni í gamla Bátalónshúsinu. Krísuvíkur- ævintýri - bls. 7 Frambjóð- endur svara - bls. 5 Gamlar myndir úr skólasundi - bls. 11 Kapps- fullir kennarar - bls. 3

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.