Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN CTJflPMIfiDA Gildir frá fimmtudegi 16. mars til 22. mars Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Einhver þér nákominn leitar ásjár til þín, geröu þaö sem þú getur. Líttu svo í kringum þig og taktu til og geröu við þaö sem hefur bilað. Þaö er af nógu að taka. Ný markmið og hvatning eru á leiðinni. Bíddu bara. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Aukin útgjöld, aukiö álag, aukin ábyrgð, hvaö er aö gerast? En þrátt fyrir erfið- leika og aukna byröi, leysist þetta af sjálfu sér. Heppnin er með þér þessa viku og óþarft að hafa áhyggjur fyrir- fram. Hrúturinn (21. mars -19. apr.) Þú ert laus viö leiðindarverkefni sem legið hefur þungt á samvisku þinni. Helgin verður tileinkuð nýju ástinni og tilfinninganæmnin er ríkjandi. Þú nærð áttum og ferð að skipuleggja þig upp á nýtt. Nautið (20. apr. - 20. maí) Einhver hefur á orði, “ Þú ert eins og ný manneskja.” Þér líður líka þannig. Það er svo margt að ganga upp í lífi þínu og þú horfir björtum augum á framtíðina. Það er kominn tími til að hætta þessu volæði. Þó fyrr hefði verið. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Nýtt tímabil er að hefjast og þú finnur fyrir því. Þú ert frjálsari, óháðari og værukærari. Þú ert líka að gera ýmis- legt fyrir sjálfa(n) þig. Fólk sækir til þín og vill verða þér samferða á þroska- brautinni. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Þér vinnst vel þótt álagið sé mikið. Og það er einkennandi fyrir þig að það sem þú tekur þér fyrir hendur er alltaf, “allt eða ekkert.” Láttu þig ekki dreyma um að bleyta rétt aðeins tærnar. Það tekur því ekki. Hugsaðu stórt og stórt verður það. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Nú er tími til að taka til. Þú þarft að breyta og betrumbæta heimilið. Mark- miðið er að gera notalegt og heimilis- legt í kringum sig. Burt með allan pirr- ing yfir slóðaskap. Afgreiöa málið strax í dag. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Ef þú ert í vafa, þá spurðu og spurðu þar til þú færð fullnægjandi svör. Óviss- an er harður keppinautur. Láttu ekki freistast að ganga út af sporinu. Sum- arið kemur ekkert fyrr þótt þú viljir, svo leyfðu náttúrlögmálinu að hafa sinn gang. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Ef ske kynni að þú efist um tilvist þína, í dag, máttu vera viss um að þú veist hvar þú hefur verið og ættir að gefa gaum af þeim tíma. Kannaðu nýjar leið- ir í fjármögnun og sölu. Einhver öfund- ast út í stöðu þína. Margur heldur mig sig. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Þér finnst sérlega notalegt þegar fólkið í kringum þig tekur virkan þátt í því sem er efst á baugi. Þú verður hrókur alls fagnaðar um helgina en haltu þig frá fólki sem tekur og tekur frá þér og er endalaust með kvartanir. Sumir eru bara alltaf neikvæðir. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Hið óvænta kemur þér ekki úr jafnvægi, eins og svo marga. Þvert á móti fagnar þú ævintýramennsku. Hugmynd sem þú hefur verið að gæla við undanfarið fær á sig aðra mynd og verður ekki að neinu merkilegu. Reyndu aftur. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Hafðu eyru og augu alveg galopin um helgina. Þú fréttir eitthvað merkilegt og láttu það endilega ganga áfram. Það verður mikill hraði á þér, þessa viku og er það bara í góðu lagi, því þér leiðist ekki á meðan. Bros er sæla Öflugt fjölskyldufyrirtæki Bflanaust færir út kvíarnar Teikning af húsi Bílanausts í Bæjarhrauninu Við fengum vitneskju um að Bflanaust hefði keypt bílaverslun- ina Smyril á Bfldshöfða í Reykja- vík, en eins og kunnugt er þá opn- aði Bflanaust útibú hér á Hafnar- firði fyrir rúmu ári. Við höfðum líka hlerað að samkvæmt skoðun- arkönnum Gallup, þá væri vöru- verð almennt lægra hjá þeim en í sambærilegum verslunum í Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Bflanaust er öflugt fyrirtæki, sent samhent fjölskylda á og hefur byggt upp s.l. 33 ár. Við ræddum við Lúðvík Matthías- son, framkv.stj. um fyrirtækið og reksturinn í Hafnarfirði. Hann sagði að með þessum kaupum væru þeir að sinna betur fyrirtækjum í nálægð við Artúnshöfða, líkt og þeir hefðu verið að gera með því að opna útibúið í Hafnarfirði. Auk þess erum við með þessu að auka varahlutaúrvalið til að geta þjónað betur viðskiptavinum okkar. Við erum varahlutaverslun og leggjum höfuðáherslu á varahluti í allar tegundir bifreiða. Fyrirtækið er allt tölvutengt, þannig að með því að fletta upp í tölvunni er hægt að sjá strax hvort sá varahlutur er til sem beðið er um og hvað mikið er í hverju útibúi fyrir sig og það var merkilegt að sjá hversu skipulag er allt frábært hjá þeim, því að á skján- um sést líka í hvaða hluta vara- hlutalagersins hluturinn er og meira að segja í hvaða hillu. Allir staðir í húsinu hafa sín merki og hver hilla er merkt. Um leið og þú flettir upp á- kveðnu vörunúmeri þá kemur, eins og áður er sagt fram, hvort hluturinn er til og hvað mikið magn. Auk þess kemur fram hvaða hluti er hægt að nota í staðinn, ef hann fæst ekki og hvort hann er í pöntun og ef svo er þá hvenær hann kemur. Möguleikar tölvunnar eru notaðir út í æsar. Þegar Lúðvík gengur með mér um lagerinn og verslunina, er auðséð að þeir 60 sem vinna þarna í höfuðstöðvunum í Borgartúni hafa nóg að gera, hvort sem þeir vinna í versluninni, lagern- um, bókhaldinu, símasölu, eða inn- kaupum svo nokkuð sé nefnt. Hluti af versluninni er með sjálfsafgreiðslu og eru þar hinir ýmsu fylgihlutir og verkfæri, en við eitt lengsta af- greiðsluborð landsins (ca. 35m) eru varahlutirnir afgreiddir. Innkaup þeirra hjá Bílanaust eru yfir 95% keypt milliliðalaust frá framleiðendum, en einnig kaupa þeir mikið í svokölluðum “grúbbu” inn- kaupum. þ.e.a.s. fyrirtæki á Norður- löndum kaupa inn sameiginlega varahluti frá fjarlægari löndum og með magn innkaupum ná þeir hag- stæðari verðum og flutningsgjöldum. Sú “grúbba” sem Bílanaust vinnur aðallega með er með markað upp á 8.6 milljónir bíla. Við spyrjum Lúðvík hvenig útibú- ið í Bæjarhrauninu gangi. “Það geng- ur vel og er vaxandi. Það tók dálítinn tíma að fá fólk til að átta sig á því að allt það sama fengist þar eins og hér í aðalstöðvunum. Eg man t.d. eftir manni sem kom hér og bað um vara- hlut og það stóð þannig á að hlutur- inn var ekki til hér en við bentum I Mýrdalshreppi fer fram um- fangsmikið starf á sviði lífrænnar ræktunar og þar hefur Lífrænt samfélag m.a. unnið að því að koma á fót íslensku vottunarkcrfi og stöðlum á þessu sviði. Mýrdals- hreppur hefur nú leitað eftir sam- starfi við Hafnarfjarðarbæ. Hugmyndirnar eru á þá leið að sveitarstjómir Hafnarfjarðar og Mýr- dalshrepps hafi frumkvæði að ný- sköpunarátaki í framleiðslu og þjón- honum á að hann fengist í útibúinu í Bæjarhrauninu og við gætum fengið hann sendan hingað síðar um daginn. Hann hélt nú ekki. Hann var nefni- lega Hafnfirðingur, en athugaði ekki að hann var að fara yfir lækinn til að ná í vatn. Hafnfirðingar eru í dag búnir að átta sig á því að þeir hafa fullkomið útibú sem á flesta hluti og getur útvegað flesta þá hluti sem þeir eru búnir með eða vanhagar um, samdægurs. Einnig versla Suður- nesjamenn mikið hjá okkur í firðin- um”. Það var ánægjulegt að sjá þeg- ar Lúðvík var að fletta upp fyrir mig í tölvunni hinum ýmsu varahlutum að nær undantekningarlaust var úti- búið í Bæjarhrauninu með þá á lager. Þegar við kvöddum Lúðvík var hann að fara að undirbúa ferð á sýningu í Englandi daginn eftir. “Við verðum að fylgjast með og alltaf að vera vak- andi fyrir nýungum,” sagði Lúðvík um leið og við kvöddumst. ustu þar sem umhverfisvemd, hrein- leiki og hollusta verði undirstaða þróunar í atvinnulífi. Að sögn Magnúsar Jóns Arnason- ar bæjarstjóra hefur bærinn tekið vel í þessa málaleitan Mýrdælinga. Sennilega verða hafnfirsk leikskóla- börn fyrst Hafnfirðinga vör við átak- ið því fyrstu hugmyndir gera ráð fyr- ir að borin verði lífrænt ræktuð mat- væli á borð fyrir böm á leikskólum í bænum. Lífrænt fyrir leikskólabörnin Æringi - meinlegur og miskunnarlaus - skrifar án ábyrgðar: Budda og gámanemendurnir Kennarar hafa nú verið mánuð í verkfalli. Töluverður skaði er skeð- ur, bæði fyrir þá sjálfa og skjól- stæðinga þeirra, nemendur. Það er einkenni á baráttugleðinni fyrst um sinn að leiðrétting í launa- kerfinu verði bitbein í samningum. Engar leiðréttingar = engin kennsla = ekkert nám = allt í veseni. Nema í ríkissjóði sem ávaxtar pundið sitt meðan engin þarf að greiða kenn- aralaunin. Næstum því stoltir af lágu laun- unum sínum reyna kennarar að halda á lofti mikilvægi sfnu, þessi hugsjónastétt fyrir bömin. En nú er nóg komið, segja þeir, við eigum peninga í verkfallssjóði og ætlum að vera í verkfalli þar til allt um þrýtur. „Þar til allt um þrýtur” er hér lykilsetning. Það lærðu ráðamenn þjóðarinnar. eflaust af KENNUR- UNUM SÍNUM, fyrir mörgum ámm að væri aðeins spurning um tíma. Slíkum hagnýtisfróðleik gleyma hinir vellaunuðu gjaldkerar ríkissjóðs ekki. Besta vinkona þeirra er hún Budda. sá meðlimur í vísitölufjölskyldunni sem er ekki talinn með. Þegar sjómenn fóru síðast í verk- fall sagði sjávarútvegsráðherrann að hann gæti hreint ekki horft upp á flotann bundinn við bryggju þegar öll þessi verðmæti svömluðu óá- reitt í sjónum. Sem sagt: Kennaraflotinn liggur allur í höfn og ftskurinn, spriklandi þyrsklingar á þumt landi, er undir- máls og þess vegna lítils virði. Við getum ekki selt manngildis æsku þessa lands ísaða, saltaða, frysta eða fullunna í gámum úr landi. Það er vandamálið. Það veit „sjávarút- vegsráðherra" menntamála. Það er líka vandamálið: Kennarafjöld í klakaböndum, kúldrast heima í volæðisraupi. Dreymir um hálaun í heitum löndum, hijóumdi’í verkfalli’ á engu kaupi. Stjómar rikis samningamenn, söngva milljóna kyija t\'o. Kennarar hrista höfuð sín enn, hungmð er Budda en alls ekki svo. Aldeilis uppi á þeim typpið. við upphaf og baráttan glymur. En biútt kemst hún Budda á nippið. og bognar þá kjarkvisinn limur. OAFLARI VllUNNAR 08 9 "a Fæðingardagur? 17. maí, 1966. Fjölskylduhagir? I sambúð með Sigrúnu Jónsdóttur og hún á Ingu Huld (13). Bifreið? Golf, öruggur á alla vegu. Starf? Hönnuður og ráðgjafi í aug- lýsinga- og markaðsmálum. Fyrri störf? Tækniteiknari, út- litsteiknari, auglýsingateiknari. Helsti veikleiki? Erfið vöknun. Helsti kostur? Stend við það sem ég segi. Eftirlætismatur? Piparsteik með sósunni hennar Sigrúnar. Versti niatur? Soðin ýsa... Eftirlætistónlist? Elvis Presley. Eftirlætisíþróttamaður? Sigrún Huld Hrafnsdóttir. A hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Ópólitískur með öllu. Eftirlætissjónvarpsefni? Quantum- Leap. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Bingó-Lottó. Besta bók seni þú hefur lesið? Out on a Limb (Shirley MacLaine). Hvaða bók ertu að lesa núna? Að elska er að lifa (Gunnar Dal). Uppáhaldsleikari? Harrison Ford. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Aliens. Hvað gerirðu í frístundum þínum? Lifi lífinu lifandi. Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Israel. Hvað meturðu mest í fari annarra? Traust. Hvað meturðu síst í fari annarra? Slappt handtak. Hvern vildirðu helst liitta? Steven Spielberg. Hvað vildirðu helst í afmæl- isgjöf? Koss og rós frá kon- unni. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 ntillj. í happa- drætti? Ferðast um S-Amer- íku. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Afnema fasteignagjöld- in. Uppáhalds Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Skynsam- ur maður lagar sig eftir um- hverfinu. Hafnfirðingurinn streitist við að laga umhverfið eftir sér. Þess vegna eru allar framfarir Hafnfirðingum að þakka!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.