Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Kennarar: Við gefumst ekki upp - það er nú eða aldrei! Róbert á fullu í keppninni. Sigraði í hár tfskukeppni Hópur kennara situr andaktug- ur undir útvarpsviðtali við Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra þegar blaðamann Fjarðarpóstsins ber að garði í bækistöðvum kenn- ara við Lækjargötu. Það ríkir samstaða á fundinum. Samstaða sem kennarar segja að þéttist sífellt meðan á verkfalli þeirra stendur. Og það þrátt fyrir að lítið gerist í samningaviðræðum. „I rauninni eru viðræðurnar á sama stigi núna eins og þær voru þegar verkfallið hófst,” segir Alda Askelsdóttir kennari í Hvaleyrar- skóla og Efemía Gísladóttir, kennari í Setbergsskóla tekur í sama streng. Þær segja engin viðbrögð hafa borist frá ríkinu eftir að samninga- nefnd kennara setti fram hugmyndir um að bæta kjör kennara og gera breytingar á skipulagi skóla í áföng- um. Þannig sé staðan í hnút. „Okkur er boðin meiri vinna fyrir samsvarandi meira kaup,” segja þær og benda réttilega á að slíkt geti varla talist kjarabót. Með 740 milljóna króna tilboði sínu geti ríkið keypt starfsdaga á dagvinnulaunum en ekki leiðrétt kjörin sem sé þó meginkrafa kennara. „Hún fæst ekki rædd,” segja kennaramir en benda á að engu að síður hafi samninganefndin fallist á að kennarar hafi dregist aftur úr sambærilegum stéttum meðal ríkis- starfsmanna miðað við menntun um 15%. Markaðssetning kjara- baráttu Aðspurðar um áróðursstríð og tækni í samningaþófí svara þær því til að vissulega hljómi sterkt að bjóða kennurum 740 milljónir en það sé þó ekki nema hálfur sannleikurinn, eins og hér hefur komið fram. - Þurfa kennarar ekki að markaðs- setja kjarabaráttuna sína? „Það er starfandi kynningamefnd sem við teljum hafa staðið vel fyrir sínu. Hins vegar kostar áróður og auglýsingar verulegar fjárhæðir og stétt sem er í verkfalli getur ekki veitt miklu fjármagni til auglýsingaher- ferða. Við komum sjónarmiðum okk- ar á framfæri gegnum fjölmiðla, t.d. með viðtölum og blaðagreinum. En við höfum einnig orðið vör við að svör kennara séu stytt í fjölmiðlum meðan ríkið virðist hafa greiðari að- gang að þeim,” segir Alda. „Þá verðum við vör við að fólk þekki starf kennarans ekki nógu vel. Við leggjum til dæmis ríkinu til að- stöðu heima hjá okkur, tæki og hús- gögn við vinnu okkar. Það gemm við endurgjaldslaust,” segir Efemía. „Vinnuskylda kennara er 45 vinnustundir á viku og þannig vinn- um við af okkur hluta af sumrinu. Við eigum einnig að nýta tímann til þess að sækja námskeið auk lög- bundins sumarleyfis,” segir Alda. Betra í kjaradómi? Birgir Stefánsson, kennari í Víði- staðaskóla, hefur setið álengdar. Hann kemur inn í þessa umræðu þeg- ar kjaradóm ber á góma. - Telja kennarar að þeir væru bet- ur staddir launalega ef kjaradómur á- kvæði launin þeirra? „Miðað við til dæmis kjör presta og dómara þá værum við tvímæla- laust betur sett undir kjaradómi,” svarar Birgir. „Kennarar telja þó heppilegt að hafa samningsrétt og ég man ekki betur en núverandi dóms- málaráðherra, Þorsteinn Pálsson, hafi í fjármálaráðherratíð sinni stuðlað að því að kennarar fengju verkfallsrétt- inn. Hins vegar er verkfallsréttur kennara með öðrum hætti en tíðkast á almennum vinnumarkaði, ferlið er bæði flóknara og lengra. En umræða um það hvort kennarar eigi að setja stefnuna á að eiga kjör sín undir á- kvörðun kjaradóms er ekki í umræð- unni núna,” sagði Birgir. Þess má geta að þegar alþingis- menn voru að ákvarða launin sín kringum 1970 tóku þeir mið af laun- um menntaskólakennara. Síðan hafa þeir lotið kjaradómi og lauslega áætl- að má gera ráð fyrir að þingmanna- launin séu nú tvöföld kennaralaun. Lítill samningsvilji - Hafa kennarar á tilfmningunni að um það hafi verið tekin ákvörðun af hálfu ríkisins að við þá verði ekki samið fyrir kosningar? „Við teljum að það hljóti að vera slæmt fyrir stjómarflokkana að fara í kosningar með þúsundir kennara í verkfalli og tugi þúsunda skólabama án kennslu,” svarar Alda. „En við verðum vör við ótrúlega lítinn samn- ingsvilja, því verður ekki neitað.” „Og allri ábyrgðinni er varpað yfir á kennara,” segir Efemía, „ríkið virð- ist ekki ætla að axla neina ábyrgð á verkfallinu. Að því leyti virðast þeir ekki ætla sér að semja við okkur fyr- ir kosningar.” - Nýtur samninganefnd kennara almenns trausts meðal kennara? „Já, nefndin hefur tvímælalaust fullt traust og baráttuandinn eflist með hverjum deginum sem líður. Kennarar munu ekki skrifa undir fyrr en gengið verður að kröfum þeirra. Við gefumst ekki upp - það er nú eða aldrei.” Róbert Magnússon, annar eig- andi hársnyrtistofunnar Carter í Miðbæ sigraði í Freestyle keppni í hártísku sem tímaritið Hár og feg- urð hélt á Hótel íslandi sunnudag- inn 5. mars. s.I. Keppni þessi, sem ber nefnið, “Tískan” er árlegur viðburður og er mikið í hana lagt og keppt í ótal greinum. Róbert keppti í flokki meistara og sveina í hárskurði. Hann hefur undanfarin ár verið í þriðja og öðra sæti en nú tók hann af skarið og sigraði. Við spurðum Róbert hvernig svona keppni væri háttað og hvemig hann hefði undirbúið sig undir keppnina. Hann sagði að keppnin gengi út á að menn kæmu með sínar hugmyndir að hártískunni 1995. Hann væri með svona 2-3 model í gangi til að æfa sig á fyrir keppnina og sjá hvernig hártíska hann teldi að yrði árið 1995 og síðan veldi hann eitt model sem hann færi svo með í keppnina. Keppnin stendur í allt að 12 tíma, fyrst er hárið litað, en síðan fer hársnyrtingin fram upp á sviði þar sem mikill fjöldi fólks fylgdist með. Að keppni lokinni er matar- veisla, dans- og tískusýningar og verðlaunaafhending. “Þetta er hörku vinna, en skemmtileg, sérstaklega þegar svona vel gengur,” segir Ró- bert brosandi. Við spurðum hann hvort einhver bylting væri í hártfsk- unni núna. Hann sagði það nú ekki vera. Unga fólkið vildi sterka liti. Það væri kannski helst rauðbrúnt sem væri aðalliturinn í ár. Róbert, sem er gafflari, lærði á Hárgreiðslustofunni á Reykjavíkur- vegi 50 og vann þar að loknu námi, þar til hann opnaði ásamt Kristjáni Þóri Haukssyni hársnyrtistofuna Carter, þegar verslunarmiðstöðin Miðbær opnaði. Hann sagði að þeir væm alveg sáttir við móttökurnar. Þetta eru hressir ungir menn sem vinna ásamt einum nema og hár- greiðsludömu á stofunni. KOSNINGÁ- SKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. Opin aila daga frá kl. 1 Komið og fáið ykkur kaffibolla þjóðmálin og kosningab Siminn er 565 10 0- 19. og spjallið um áráttuna. 55 Lítiö við á skrifstofu Þjóðvakans aö Reykjavikurvegi 62, Hafnarfirði. Opið virka daga frá kl. 16:00 - Laugard. og sunnud. frákl. 14: Alltaf heitt á könnunni 19:00 00 - 18:00 Kosningastjórn Sælkeraostar, Tiramisu-ostakaka, o.fl. fyrir ferminguna. Útbúum Ostabakka og Ostapinna Heimsending Opnunartími: Mánudaga - föstudaga 9-18 laugardaga 10-16 HÚSIÐ Fjaröargötu 11 Sími: 653940 Kosningaskrifstofa Kvennalistans Dalshrauni 1, Hafnarfiröi sími: 565 5747, 565 5748, bréfsími 565 5749 Á skrifstofunni eru ýmis gögn og upplýsingar m.a. stefnuskráin, Konurogkosningaro.fi.... Heitt á könnunni Komið og ræðið málin Það var baráttuhugur í kennurum þar sem þeir funduðu í verk- fallsmiðstöðinni við Lækjargötu. F.v.: Birgir, Efemía og Alda.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.