Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Hljóðbækur eru fyrir alla Blindrafélagið hefur um árabil gcfið út svokallaðar hljóðbækur fyrir ahnennan markað, má þar nefna íslend- ingasögur, barnabækur, spennubækur og bækur al- menns efnis. Nú hefur blindrafélagið stofnað sérstakan Hljóðbóka- klúbb, sem mun gefa út 6-8 bækur á ári. Þeir sem gerast fé- lagar í klúbbnum er þó ekki skylt að kaupa allar bækumar, þær má afþakka með fyrirvara eða panta aðrar í staðinn. Þá sendir Hljóðbókaklúbburinn frá sér fréttasnældu til félaga sinna með kynningu á hverri útgáfu- bók og upplýsingum um aðra starfsemi klúbbsins. Fyrsta bók klúbbsins er fyrra bindi af hinni kunnu skáldsögu Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hazek í þýðingu Karls Isfelds. Það er hinn góðkunni leikari Gísli Halldórsson sem les, en hann las einmitt þessa sögu í út- varpið fyrir nokkrum árum við frábærar undirtektir. Seinna bindið kemur síðan út síðar á ár- inu. Þeir sem gerast stofnfélagar I klúbbnum fá valið efni af upp- lestri Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi úr eigin verkum. Hljóðbækur eru ekki eitthvert sérfyrirbæri sem eingöngu er ætlað blindum eða sjónskertum. Hljóðbækur henta vel fyrir alla. Þeir sem hafa komist í kynni við hljóðbækur eru yfirleitt sam- mála um að þær geri þeim kleyft að njóta góðra bóka í auknum mæli og við ýmsar þær aðstæður sem lestur er erfiður eða óframkvæmanlegur. Bækur Hljóðbókaklúbbsins og aðrar útgáfubækur Blindra- félagsins eru hljóðritaðar við fullkomnar aðstæður og snæld- unum er haganlega fyrirkomið í þar til gerðum pakkningum, sem eru á ytra borði áþekkar prentuðum bókum og fara vel í bókahillum. Þeir sem hafa áhuga á að ger- ast félagar í Hljóðbókaklúbbn- um geta gert það í síma 568 7333. Ovenjuleg Guðsþjónusta Sunnudaginn 19. mars verður í Hafnarfjarðarkirkju kl. 14:00 sýnt leikverkið „Samtal við Guð”. Verkið mun korna í stað venjulegrar Guðsþjónustu, þ.e. ritningar- lestrar og predikunar. Fram koma Jón Hjartarson, Edda Heiðrún Backmann. Mar- ía Sigurðardóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Guðbjörg Arnardóttir. Þá syngur Barna- kórinn undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur ÍTíítifcluþjómríi PWtrkt uppa SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.