Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 5
Spurningar til frambjóðenda Fjarðarpósturinn byrjaði á því í síðasta tplublaði að gefa frambjoclendum llokkanna sem bjóða fram í Reykjaneskjördæmi kost á að svara einföldum spurningum blaðsins. Undirtektir hafa verið góðar. I þessu blaði höldum við áfram. Alþingi setur mörg lög um hin margvíslegu ntálefni, þar sem sérstakir tekjustofnar eða skattar eru lagðir á til að framfylgja lögunum. Hægt er að telja upp langan lista yfir slík lög sem öll eiga það sammerkt að teKjustofnar þeirra eru innheimtir að fullu, en aðeins hluti þeirra eða ekkert fer til þeirra verkefna sem peim er ætlað. Stór hluti þeirra fer til annara verkefna eða fer í almennan rekstur ríkisins. Hefur svo verið í mörgum tilfellum í áratugi. Spurningar í dag eru því: 1. Er ekki ábyrgðarlaust af Alþingi að setja slík lög og láta þau vera í gildi í áravís, vitandi að þau eru ekki notuð í það afmarkaða verkefni sem þau voru sett til? 2. Eru Alþingismenn ekki að blekkja sjálfa sig og kjósendur með slíkum vinnubrögðum? Kvennalistinn 1. Vegurinn til glötunar er varðað- ur góðum áformum, segir gamalt máltæki, sem á vel við um þetta efni. A bak við lagasetningu af þessu tagi er vitanlega alltaf góður ásetningur, en svo verður tómahljóðið í ríkis- skassanum yfirsterkara. Ríkisstjóm- arflokkar hafa árlega freistast til að höggva í lögbundna tekjustofna til hinna ýmsu verkefna og bera við slæmri stöðu ríkissjóðs. Þetta eru ótæk vinnubrögð, sem verður að bæta. 2. Kvennalistakonur hafa margoft gagnrýnt þetta framferði og einmitt lýst þeirri skoðun, að annað hvort standi Alþingi við lög í þessu efni eða afnemi þau. Þjóðvaki 1. Jú, Alþingismenn vinna oft ómarkvisst að fjármálum ríkisins. Heppilegra er að tekjustofnar séu ekki afmarkaðir til ákveðinna verk- efna nema hugur fylgi máli. Þjóðvaki leggur til að fjárlaga- vinnunni verði gerbreytt, þannig að gerð verði rammafjárlög til fjögurra ára þar sem forgangsröðun verði á- kveðin. Aætlanagerð til eins árs í senn þar sem útgjöld upp á milljarða króna em ákveðin í tímhraki á nætur- fundum rétt fyrir jól eru óverjandi með öllu. 2. Vissulega. Alþingismönnum fmnst oft þægilegt að setja markaða tekjustofna, en síðan bregðast þeir starfsskyldum sínum og trúnaði gagnvart kjósendum með því að fylgja því eftir eins og upprunalega var ákveðið. Þetta er einn af veik- leikum flokkakerfisins. Uppstokkun þess er eitt brýnasta mál samtímans eins og Þjóðvaki leggur áherslu á. Sjálfstæðisflokkur 1. Eg er ósammála fullyrðingunni um að tekjustofnar séu markaðir fyrirfram, vitandi vits um að þeir verði ekki notaðir til verkefnisins. Forgangsröðun verkefna hjá framkvæmdavaldinu breytist og oft er það vegna nýrra ákvaðana löggja- farvaldsins. Ef litið er til þessa kjörtímabils sést, að það hefur beinlí- nis verið forðast að eyrnarmerkja fé og setja Alþingi þannig skorður inn í framtíðina. 2. Eg svara á sama hátt, að blekkingum hefur ekki verið beitt, en vísa til þess að það verður forðast að vísa ábyrgð inn í framtíðina. Ámi R. Árnason, 4. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi. Kristín Halldórsdóttir, skipar 1. sæti lista Kvennalistans í Reykjaneskjör- dæmi Alþýðuflokkur I. Jú, það má til sanns vegar færa, að markaðir tekjustofnar sem síðan á að verja til tiltekinna verkefna, eru mjög oft skertir þannig að hluta þeirra fjármuna er varið til annarra verkefna. Það er vissulega óeðlilegt að til margra ára og áratuga skuli tekjustofnar, sem lögum samkvæmt skulu renna til ákveðinna þátta, nýtt- ir til annarra óskyldra verkefna. Það er þó réttlætanlegt í vissum tilfellum um skamma hríð í senn. Hins vegar er spurningin sú, þegar um er að ræða tekjustofna sem eru settir vegna tiltekinna átaksverkefna s.s. eins og byggingar Þjóðarbók- hlöðu og fleiri verkefna, hversu lengi þeir eiga að standa. Yfirleitt eru þessir sérstöku skattar látnir halda sér, þótt átakinu sé að mestu lokið. Elín Harðardóttir 2. Meginmálið er að, skattar séu sem mest sýnilegir og fólk geri sér glögga grein fyrir hvert þeir fjármun- ir renna. Hvort skynsamlegt er að skattar séu strax við innheimtu eym- armerktir til ákveðinna verkefna s.s. eins og bygginga til aldraðra og fatl- aðra og fjölmargra annarra hluta sem teknir em stundum með sköttum en í öðmm tilfellum með þjónustugjöld- um, eða hvort skattlagning eigi að vera almenns eðlis og tekjunum ráð- stafað að fullu gjaldamegin í fjárlög- um óbundið. Er það t.d. skynsamlegt að taka upp á nýjan leik almanna- tryggingargjöld sem renni til heil- brygðisþjónustunnar, en að lækka að sama skapi tekjuskatt. Meginatriði skattamálanna er hins vegar, að skattbyrðin sé réttlát og þeir borgi sem borgað geta og borga eiga. I því sambandi leggur Alþýðu- flokkurinn áherslu á að tekinn verði upp fjármagnstekjuskattur, stór- eignaskattur, raunverulegur hátekju- skattur. Með þessum sköttum og stórhertu eftirliti og átaki gegn skattsvikum gefst m.a. kostur á því að hækka skattleysismörkin og lækka þannig skattbyrði á hendur þeim sem lægst hafa launin . Framsóknarflokkur 1. Jú, alveg tvímælalaust. Það er allt of algengt að slík vinnubrögð séu stunduð og ég tel að það verði að taka á þessu og það ekki seinna en strax. Sérstaða Framsóknarmanna á Reykjanesi er sú að stór hluti fram- bjóðenda er ungur að árum og hefur horft upp á þetta ár eftir ár og hefur það vakið mikla gremju hjá okkur. Við teljum að það geti ekki verið réttlátt að leggja skatta t.d. á almenn- ing f landinu sem ætlað er að veita til ákveðinna verkefna, en síðan þegar innheimtan er byrjuð, eru þeir notað- ir eftir duttlungum stjómvalda hverju sinni og jafnvel í alls óskyld verk- efni. Fram til þessa höfum við Fram- sóknarmenn á Reykjanesi ekki haft tækifæri til þess að hafa áhrif á laga- setningum í slíkum tilvikum og því síður að við höfum getað tryggt að það fjármagn sem eymamerkt er á einum stað sé notað nákvæmlega þar. Þessu viljum við breyta og við mun- um leggja áherslu á það, þegar við stýrum þjóðarskútunni að nýju eftir kosningar. Lög og reglur í landinu eru til þess að fara eftir þeim. Ef við viljum nýta peningana í annað en þeim er ætlað þá eigum við hreinlega að breyta lagasetningunum og inn- heimta skattana á réttum stöðum. 2. Jú. Þetta er einn blekkingarvef- ur. Stjómmálamenn hafa reynt að sannfæra kjósendur um að það sé eðlilegt að nýta sameiginlega sjóði okkar allra í eitthvað annað en á- kveðið hefur verið. I mínum huga gengur þetta ekki upp. Hið opinbera Siv Friðleifsdóttir, Franisóknar- frömuður á Reykjanesi leggur t.d. í dag mikla áherslu á að borgaramir stundi áætlanagerð og skipuleggi fjármál sín. Ef við sjálf myndum beyta sömu vinnubrögðum og blekkingu hjá sjálfum okkur myndi ekki vel fara. Við væmm að blekkja sjálf okkur og það er það sama og Alþingismenn em að gera með slíkum vinnubrögðum, blekkja sjálfan sig og það sem verra er alla íslendinga. Alþýöu- banda- lagið Alþingi íslendinga er æðsta lög- gjafavald þjóðarinnar. Lög frá Al- þingi er ætlað að vera undirstaða þjóðaröryggis íslendinga. Því er það ótrúlegt að skuli vera til lög, sett af Alþingi sem brotin hafa verið í fjölda ára, án þess að Alþingi telji á- stæðu til að breyta þeim. Enn á- byrgðarlausara er það gagnvart um- bjóðendum að hafna endurskoðun slíkra laga hafi einhver einstakur þingmaður lagt fram breytingatillög- ur vegna slíkra lagabrota. Kristín Á. Guðmundsdóttir sem skipar 3. sæti á G - lista Alþýðu- bandalagsins og óháðra í Reykjanes- kjördæmi Ódýrara í áskrift Þetta eintak Fjarðarpóstsins er ókeypis. Fjarðarpósturinn er að öllu jöfnu scldur á aðeins 100 krónur en við vekjum athygli þína á því að hann er ódýrari í áskrift. Blaðið, sem er 8-16 síður, lit- prentað og fullt af efni um Hafnarfjörð og hafnfirsk málefni, kostar aðeins 80 kr. í áskrift. Blaðið er sent með pósti og berst því áskifendum á öruggan liátt. Heppinn áskrifandi fær vöruúttekt að eigin vali fyrir 25.000.kr. Taka skal úttektina út í fyrirtæki í Hafnarfirði. Næst verður dregið úr pottinum 12. apríl. Verður nafn þitt, lesandi góður í pottinum? Áskriftarsíminn er 5651945 og 5651745. Hringdu núna, pantaðu áskrift og fáðu Fjarðarpóstinn í hverri viku.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.