Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf.Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjórn 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heilsa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Kosningabaráttan að hefjast Ekki hefur farið fram hjá nokkrum manni að kosningar til Alþingis fara í hönd. Prófkjörin búin, þar sem misjafnlega gekk hjá einstaka frambjóðendum. Langflestir unnu sigur, ef til vill ekki fullkominn sigur, en sigur samt. Aðeins örfáir játuðu ósigur, en höfðu þá ávallt á reiðum höndum skýringar, skýringar á því hvemig einhverjir aðilar höfðu unnið á móti þeim. Engum var hafnað af því hann hafði ekki það til brunns að bera sem til þarf til að öðlast tiltrú kjósenda. Eflaust verður það sama uppi á teningnum á kosninganótt. Enginn tapar. Ef ekki vinnst stórsigur, þá í það minnsta vamarsigur. Nú em aðeins rúmar þrjár vikur fram að kjördegi. Ennþá hefur kosningabaráttan farið friðsamlega og kurteislega fram. Engar stórar bombur fallið. Stóru fjölmiðlarnir keppast við að birta kosningaspár og virðist fylgi flokkanna lítið raskast frá degi til dags, í mesta lagi 2-3prósentustig á milli einstaka spádóma. Flokkarnir eru hver af öðrum að birta stefnuskrár sínar. Fæstir eru með einhver ný sannindi. Hins vegar virðast flokkamir geta veitt sér þann munað að vera með yfirboð, setja fram hugmyndir sem eru fal- legar á pappírunum en því miður oft óraunhæfar. Enda vita þessir háu herrar og frúr að litlar sem engar líkur eru á að einhver flokkanna fái hreinan meirihluta og því geta þeir alltaf haft að yfirvarpi, ef þeir fara í ríkisstjóm, að þeir hafi ekki getað náð fram öllum sínum málum við stjórnarmyndun. Fjarðarpósturinn byrjaði í síðasta tölublaði að gefa frambjóðendum flokkanna í Reykjaneskjördæmi kost á að svara einföldum spurningum blaðsins. Frambjóðendur hafa tekið þessu vel og svarað samviskusam- lega. Með þessu teljum við að blaðið þjóni lesendum sínum vel, geri öllum jafnt undir höfði. Við munum halda áfram þessum leik fram að kosningum og vonum við að iesendur og frambjóðendur hafi bæði gagn og gaman af. Fjarðarpósturinn er ópólitískt blað sem tekur á málum eftir málefnum en ekki mönnum eða flokkspólitískum línum. Fjarðarpóstinum dreift frítt í öli hús í dag Þessu tölublaði Fjarðarpóstsins er dreift frítt inn á hvert heimili í Hafnarfirði. Þetta er liður í að kynna blaðið betur fyrir Hafnfirðingum. Við höfum gert þetta nokkrum sinnum áður og í kjölfarið hefur áskrifendum tjölgað verulega. Blaðið kostar aðeins 80 kr til áskrif- enda. Blaðið er ekki selt vegna þess að tekjur af sölunni séu svo mikl- ar að það skipti sköpum, heldur hitt að við vitum að KEYPT BLAÐ ER LESIÐ BLAÐ, það hafa kannanir víða um heim sýnt. Fyrirkomulag útgáfunnar gerir okkur kleift að halda réttu jafnvægi á milli frétta- efnis og auglýsinga. Þannig getum við gefið út ábyrgt alvöru frétta- blað, fréttablað allra Hafnfirðinga. Hafnfirsk fjölmiðlun í nýtt húsnæði Hafnfirsk fjölmiðlun sem verið hefur hér í nábýli við okkur hér að Bæjarhrauni 16, hefur nú flutt starfsemi sína í annað húsnæði. Við hér á Fjarðarpóstinum óskum þeim til hamingju með þennan áfanga. Þeir hafa með dirfsku og dugnaði rekið útvarp hér í Hafnarfirði um árabil og stefna nú að sjónvarpsrekstri. Þá hafa þeir verið í samkeppni við okkur í blaðaútgáfu. Við þökkum fyrrum grönnum okkar góð kynni. Ellefu ára kraftaverk! Tvennt af því sem íþróttaiðkun veitir er sjálfstraust og jákvæð sjálfsmynd. Þannig hefur hún ekki aðeins góð áhrif á líkamlegt ástand hcldur einnig andlegt. Þetta á ekki síst við um fatlaða einstaklinga. Þeir þurfa að kljást við mismikla fötlun sem óhjákvæmilega hefur haft áhrif á skoðanir þeirra um sjálfa sig. En sem betur fer erum við flest, fötluð sem ófötluð, búin margvíslegum mannkostum á ýmsum sviðum sem við getum gripið til. Ræktun mannlegra eig- inleika er á valdi okkar og þýðing- armikið að við nýtum okkur þá. Eg kynntist nýverið stúlku sem er eitthvert besta dæmi um þetta sem ég hef nokkum tímann séð. Hún heitir Aðalbjörg Gunnarsdóttir, ellefu ára Hafnarfjarðarmær, sem á engann sinn líkan. Eg sá hana fyrst síðastliðið sumar. Hún var á hjólinu sínu niðri í bæ. Steig það með öðrum fæti, hinn beygður og gagnslaus. Lóð á öðru fótstiginu. Hækjur á bögglaberanum. Eg dáðist að því hve hún steig hjólið af undraverðri leikni. Dáðist að henni. Ákvað að kynnast henni og kynna hana síðan fyrir eins mörgum og ég gæti. Má ég kynna: Aðalbjörg Gunnarsdóttir. Læknar reiknuðu með einu ári Aðalbjörg er ellefu ára fjörkálfur. Hún er ellefu sinnum eldri en læknar reiknuðu með að hún yrði. Eftir fæð- ingu hennar var talið að hún yrði varla meira en eins árs. Hún er því gangandi kraftaverk. Fötlun Aðalbjargar liggur meðal annars í því að hryggjar- og hálsliðir eru hálfir og vinstri fóturinn visinn og beygður. Vegna gallanna í hryggnum er brjóstkassi hennar aflagaður og hún þarf að haga sér í samræmi við það að öll líffæri hafa mjög lítið rúm innan hans. Hún sefur til dæmis best í ákveðinni stellingu og getur lítið borðað í hvert mál. Að- albjörg er vissulega smávaxin á lík- ama en hún hefur stóra og góða sál. Þess vegna er gaman að ræða við hana. Hún lítur sjálfa sig raunsæjum augum, sættir sig við það sem hún getur ekki breytt en gefst ekki upp fyrir fötlun sinni á neinn hátt. Hún fer um á öðrum fæti eins og Aðalbjörg í faðmi fjölskyldunnar. raketta og vippar sér léttilega á hækj- unum allra sinna ferða. Hún sér meira að segja ýmsa kosti fólgna í því að vera á hækjum. Til dæmis þegar hún er að leika sér í fjörunni. I fjörunni, já. Aðalbjörg lætur sér fátt fyrir bijósti brenna og hefur gam- an af því að hörfa undan hafinu þeg- ar það fellur að í flæðarmálinu. Þar leikur hún sér oft með öðrum krökk- um og þótt aðrir krakkar vökni stund- um í fætuma kemur það ekki fyrir Aðalbjörgu. Hún getur nefnilega staðið á hækjunum einum saman og með því að lyfta heilbrigða fætinum upp skýtur hún sjónum ref fyrir rass og hann nær ekki til hennar. Æfir boccia og stökk „Eg get gert margt sem aðrir krakkar gera ekki,” segir Aðalbjörg og þessi orð hennar lýsa henni mjög vel. Hún stundar íþróttaæfmgar hjá Firði, leikur þar meðal annars boccia og fer í ýmsar þrautir. Hilmar Öm, sautján ára bróðir hennar, fer alltaf með henni á æfingamar og hefur reynst henni mikil stoð. Hún segist einkum hafa gaman af ýmiskonar stökkum og hlaupum. Hún fer einnig í sund og með pabba sínum í keilu. Og hún á tvo verðlaunapeninga fyrir frammistöðu sína í íþróttum. Aðalbjörg er mikil mamma í sér og gerir sér far um að leiðbeina krökkum sem eru að koma á æfingar hjá Firði í fyrsta skipti. Þangað sækir hún æfingar einu sinni í viku að vetri til en á sumrin getur hún verið mun meira úti en á veturna. Enda eiga svellbunkar og hækjur litla samleið. Móðir Aðalbjargar, Aðalbjörg Sigþórsdóttir, kölluð Bogga, segist stuðla að því að Aðalbjörg fái að reyna það sem hún vilji og telji sig geta. Til dæmis haft hún ekki sett sig upp á móti því að Aðalbjörg færi á skauta með bekkjarfélögum sínum, þótt það hljómi í verulegri mótsögn við það sem áður er sagt um svell. En Aðalbjörg skemmti sér vel og gat töluvert rennt sér á skautanum, eink- um þegar hún hélt að félagar hennar héldu við hana en þá voru þeir búnir að sleppa! Þessi saga Aðalbjargar er fyrir- myndarsaga. Hún er hvatning öllum þeim sem eru á einhvern hátt fatlaðir en langar til að reyna svo margt. Það er bjartsýni, kjarkur, jákvætt og heil- brigt hugarfar og lífsgleði sem hefur fleytt Aðalbjörgu þangað sem hún er nú komin. Hún hefur beitt fyrir sig eiginleikum sem svo mörgum eru gefnir en ekki allir nýta sér. Fyrir öll- um þeim fer Aðalbjörg Gunnarsdótt- ir með góðu fordæmi. Hér er ekki rúm fyrir fleiri orð að sinni en ítarlegt viðtal við þær mæðg- ur birtist í næsta tölublaði Vikunnar. Rignir úti? Tuðari hefur orðið: Það fer oft í taugarnar á mér hvernig fólk spyr mig um hluti sem ættu að vera augljósir. “Rignir úti?” spurði konan mig um daginn þegar ég kom holdvotur inn úr dyrunum. Eg veit ekki hvort hún hefur haldið að ég hafi farið í sturtu í öllum fötum á leiðinni heim eða kannske farið í sund. “Ertu farinn?” spurði hún mig svo daginn eftir þegar ég stóð enn í forstofunni. Hún hefur kannske hald- ið að ég væri kominn aftur, en hún á líka til að segja “Ertu kominn” þegar ég er kominn heim, búinn að klæða mig úr skóm og frakka og ætla að fara að líta í blaðið. Ekki bætti það úr skák í morgun þegar ég kom í vinn- una, kaldur og snjóugur, enda bæði snjókoma og kuldi úti. Hvað haldið þið að símadaman hafi spurt “Snjóar úti?” og ekki bætti úr skák þegar ég var nú búinn að bursta af mér snjóinn og fara úr úlpunni og var að reyna að koma lífi í hendurnar (ég hafði gleymt hönskunum einhver staðar) með því að hlýja mér á ofninum, þá kom einn vinnufélaginn og spurði “Er þér kalt?” Hann hefur eflaust haldið að ég væri að fá aðsvif og væri að reyna að halda mér í ofninn. En nóg um veðrið í bili. Um daginn sprakk á bílnum og þar sem ég var að opna skottið til að leita að tjakkinum, þá kom þar að maður leit á sprungna dekkið og spurði "Er sprungið?” Hann hefur eflaust haldið að ég væri bara að æfa mig og hefði hleypt úr dekkinu. Þegar bðlinn drap á sér á meðan ég var að bíða eftir grænu ljósi og ég startaði og startaði og ekki fór hann í gang, kom lög- reglumaður sem var þarna í nágrenn- inu, bankaði á rúðuna hjá mér og spurði “Fer hann ekki í gang?” Það lá við að ég svaraði "Jú, Jú, ég er bara að stríða þessum sem ég held fyrir aftan mig að komast ekki í vinnu.” Nú, ég fór út og var hjálpað að ýta bílnum til hliðar svo umferðin kæm- ist fram hjá og þegar ég opnaði “húddið” til að gá hvort ég sæi eitt- hvað athugavert komu tveir og spurðu “Er hann bilaður?” Þeim hef- ur eflaust fundist líklegt að mig vant- aði athygli vegfarenda og því hefði ég notað þessi fjölfömu gatnamót til að skoða vélina. Mér var boðið í matarveislu eitt kvöldið og var setið yið stórt og mik- ið borðstofuborð. Ég sat við mitt borðið, öðrumegin, og þar sem ég var að fá mér úr saladskálinni, sagði frú- in á heimilinu, “Viltu gjöra svo vel og láta saladskálina ganga” Ja, nú duttu af mér allar dauðar lýs. Ég vissi að húsbóndinn á heimilinu var mikið fyrir nýjustu tækni, en að hann væri búinn að finna upp eða uppgötva skál sem gæti gengið, það hafði mér aldrei að óreyndu látið mér detta í hug. Nú ég setti skálina á gólfið, en hún gekk ekki. Einu sinni skar ég mig á glerbroti og það blæddi talsvert. Konan spurði “Meiddirðu þig?” Og dóttirin sagði, “Pabbi, það blæðir úr þér.” Ég veit ekki hvað margir spurðu mig á leið- inni upp á slysavarðstofu sömu spurninga. Það var þó huggun harmi gegn að enginn spurði mig hvort ég hefði ætlað að fremja sjálfsmorð. “Ég rak augun í svo yndislega fal- legan skáp í húsgagnaversluninni,” sagði konan alveg himinlifandi einn daginn. Ég skyldi nú ekki hvernig hún hafði farið að þvf, án þess að meiða sig, því hvorki sá á gleraugun- um hennar né augum. Hún getur ekki hafað rekið augun fast í skápinn. Ég er nú kannski bara að tuða um þetta því ég skil fólk stundum ekki.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.