Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Krísuvíkurævintýriö Flýtum rannsóknum í Krýsuvík “Bíðum ekki eftir að er- lend fyrirtæki banki upp á” segir Sigurður T. í bókun Atvinnumálanefndar í fundargerð atvinnumála- nefndar frá 8. febrúar s.l. lagði Sigurður T. Sigurðsson fram bók- un varðandi Krýsuvík. I bókuninni segir m.a. “Það hefur sýnt sig, bæði í framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Nesjavöllum og nýtingu Suðumesjamanna á jarðhita við Svartsengi, að þama er um vem- lega hagsmuni að ræða,” einnig seg- ir, “Erlend fyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að gefa Islandi gaum vegna þeirrar hreinu orku sem hér má fá” og í lok bókunarinnar segir, “Til að við Hafnfirðingar getum keppt við aðra landshluta um þessi atvinnu- tækifæri verðum við að geta boðið það sem fyrirtækin sækjast eftir. Það gerum við best með því að flýta rann- sóknum og undirbúningi til nýtingar háhitasvæðisins í Krýsuvík. Það er ekki nóg að hefja þessa vinnu þegar erlend fyrirtæki banka upp á og vilja sjá hvað við höfum fram að bjóða.” Þessi bókun vakti athygli okkar og við ákváðum að kanna málið nánar. Við ræddum fyrst við Sigurð T. sem lagði fram bókunina. “Við emm á krossgötum, eins og reyndar oft áður, við þurfum að gera það upp við okk- ur hvort við ætlum að vinna að því að fá aukna stóriðju inn í landið og taka þar með við því sem aðrar þjóðir em að reyna að losa sig við, mengað loft og önnur óhreinindi eða hvort við ætlum að vinna að þeirri ímynd sem flestir hafa um ísland að hér sé hreint loft, tært vatn og náttúruvætt land. Við verðum að vita hvert við stefn- um, að aukinni stóriðju eða náttúru- væddu landi með þau tækifæri sem það býður upp á. Við getum ekki fengið hvom tveggja,” segir Sigurð- ur, “Það sem ég vil er að flýtt verði að rannsaka og kortleggja háhita- Sigurður T. Sigurðsson svæðið í Krýsuvík og í framhaldi af því að bora á þeim stöðum sem lík- legastir teljast til árangurs. Þær holur sem boraðar yrðu í framhaldi af þess- um rannsóknum þurfa síðan að blása út í allt að fimm ár til að sjá hvort þær sanni sig. Við verðum að vinna okkar heimavinnu vel til að ná ár- angri. Vel hugsað mál Við verðum að vita hvað við höf- um upp á að bjóða áður en við förum að leita að mörkuðum,” bætir Sigurð- ur við. Það er auðheyrt að Sigurður hefur hugsað þetta vel og honum brennur móðurinn, þegar hann er að ræða þessi mál. Hann bendir á að hægt verði að leggja heitt og kalt vatn til orkugarða sem talað hefur verið um að byggja sunnan við Straumsvík, þar sem t.d. yrði unninn ýmis lífefnaiðnaðun Einnig er möguleiki að selja Alverinu heitt vatn um leið. Hann bendir á náttúru- væna ylrækt, engin eiturefni, mikla möguleika í ferðaþjónustu og fleira og fleira. “Það er eins við séum ekki nægilega áræðin til að fara nema að línunni og skoðum í fjarlægð það sem er hinum megin og þó oldcur lít- ist á það þá þorum við ekki að stíga yfir. En ég geri mér grein fyrir að þetta er stórt verkefni og dýrt, en ein- hvers staðar verður að byrja. Það þarf að finna leiðir til að fjármagna þetta og t.d. gætu Hafnarfjörður og Garða- bær unnið að þessu máli sameigin- lega. Þessi sveitarfélög voru nú eitt sveitarfélag, Garðahreppur til 1908 og ég held að það sé kominn tími til að skoða hvort þau eiga ekki að sam- einast á ný. Hvaða rök eru á móti því? Þau eiga margt sameiginlegt og eru í samkeppni við Reykjavík á mörgum sviðum og sameinuð yrðu þau sterkari.” Já, það er ekki komið að tómum kofanum hjá honum Sig- urði T. og margt fleira bar á góma í þessu spjalli okkar sem verður að bíða betri tíma. En lokaorð Sigurðar voru þessi. “Það lendir flugvél full af farþegum á Keflavíkurflugvelli, farþegum sem eru að koma til að heimsækja land sem því hefur verið sagt að sé með tært vatn og hreint loft. Ef við förum út í aukna stóriðju þá má búast við að þessir farþegar sjái aðeins álver og stálver á báðar hendur á leið sinni til Reykjavíkur. Er það þetta sem við viljum, eða viljum við að þetta fólk upplifi landið sem náttúrvænt fallegt land með náttúruvænar vörur?, okkar er valið.” Svissnesk veisla, jóðl og stemming í Fjörukránni Það var ekkert lofað upp í erm- ina á sér þegar Jóhannes í Fjöru- kránni sagði okkur frá Svissnesk- uni dögum fyrir nokkru. Yfirmat- reiðslumeistarinn og hóteleigand- inn Carli, sem kominn er frá Sviss nteð tlokk manna, til að gera okk- ur hér í Hafnarfirði dagamun stendur alveg fyrir sínu. Fallega fram borinn, ljúffengur svissneskur matur smakkast frábær- lega, enda er Sviss talið eitt besta matargerðarland sem völ er á. Þaðan hafa komið margir af fremmstu mat- reiðslumönnum heims. Með matnum er boðið upp á svissnesk vín og á meðan setið er undir borðum leika og syngja svissneskir hljóðfæraleikarar ljúfa tóna, auk þess sem þeir spila á bjöllur og fleira sem ekki er notað dagalega í músikheiminum. Og ekki Þau halda uppi stemmingunni á Fjörukránni má gleyma hvernig þeir ná upp og jóðli. Svissneskir dagar standa Alpastemmingu með fjallasöngvum yfir til 31. mars. “Sennilega mestu mistök f fslenskri ferða- þjónustu” segir Kjartan Lárusson, forstjóri Fyrir rúmlega 20 árum kostuðu Sameinuðu Þjóðirnar úttekt vegna hugsanlegrar uppbyggingar ferða- þjónustu á Islandi og var fengið til þess virt ráðgjafafyrirtæki, Checchi & Co, sem með hóp sér- fræðinga vann mikið starf og var ekkert til sparað. Kjartan Lárus- son, forstjóri Ferðaskrifstofu Is- lands var starfsmaður vinnuhóps- ins hér á landi og tengiliður við ís- lensk stjórnvöld. Ráðgjafafyrirtækið skilaði inn stórri og merkilegri skýrslu að vinnu lokinni og hefur hún almennt gengið undir nafninu Checchiskýrslan. Skýrslan var aldrei birt opinber- lega, var stungið ofaní skúffu í sam- gönguráðuneytinu af þáverandi sam- gönguráðherra, Halldóri E. Sigurðs- syni og hefur verið þar síðan. Aðeins einstaka menn fengu skýrsluna í hendur og nokkrir fengu úrdrátt úr skýrslunni. Fjarðarpósturinn hefur undir höndum eintak af úrdrættinum og munum við ef til vill fylgja þessu máli betur eftir síðar í blaðinu. “Það er á hreinu að það eru lang stærstu mistök sem við höfum gert í íslenskri ferðaþjónustu að fara ekki eftir þeim tillögum sem þarna voru settar fram,” segir Kjartan Lárusson, þegar við ræddum við hann um þessi mál nú í vikunni. “Allt sem þarna var sett fram hefur ræst. Þessir menn höfðu aðgang að upplýsingum sem við áttum enga möguleika að komist í. Upplýsingum um þróun í ferða- málum og heilbrigðismálum. Þeirra spá var að þróunin yrði sú að fóik myndi í æ ríkari mæli dýrka mannslíkamann, þ.e.a.s. að auk þess að lækna sjúka myndu heilbrigðir leggja áherslu á að bæta sjálfa sig með líkamsrækt og heilbrigðu lífi. Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur til að sjá öll þessi í- þróttahús og íþróttamiðstöðvar, lík- amsræktarstöðvar og hvað þetta nú heitir allt saman sem hafa risið um allt land til að sjá þessa þróun sem þessir menn spáðu fyrir rúmlega 20 árum,” bætir Kjartan við og hann heldur áfram að segja okkur frá þessu ævintýri sem hefði getað orðið að veruleika ef ekki hefði komið til, “fullkomleiki hinna pólitísku mis- taka,” eins og Kjartan vill kalla þessi dýru mistök. Fjögur megin atriði “Þeir lögðu áherslu á fjögur meg- in atriði, eða þróunarsvið, sem þeir reyndu svo að sameina á einn stað, Krýsuvík. Þessi atriði voru: * Veiði í ám, vötnum og sjó. * Vetrarferðamennska, skíða- og gönguferðir (minnst var á snjósleðaferðir). * Ráðstefnu- og fundaraðstaða. * Jarðhitanýting til heilsuræktar. Þeir vildu nýta þá tækni sem not- uð var við Olympíuleikana í Munchen og byggja þak úr trefjagleri yfir svæðið, þannig að hægt væri að hafa sumarhita undir þessum himni á meðan vetrarveður geysaði úti. Þeir vildu nýta vötnin í kring til veiða, Bláfjöllin fyrir skíðaiðkun, þó þeir væru hræddir við að byggja þar stóra þjónustumiðstöð vegna ótta við að það myndi skemma vatnsból Reyk- víkinga. Hótelið, sem þarna átti að byggja, átti að vera sá turn sem héldi þakinu uppi í miðju og jarðhitann ætluðu þeir að nýta bæði til að fram- leiða þá orku sem þyrfti og til heilsu- ræktar. M.a. ætluðu þeir að gera skautasvell sem nýtti orku frá jarð- hitanum,” segir Kjartan. Við spyrjum Kjartan um kostnaðinn, við höfðum heyrt að vegna kostnaðarins hefði skýrslan verið lokuð niður í skúffu? “Jú, auðvitað var kostnaðurinn mik- ill. Þeir vildu reisa þarna nokkurs konar "vörumerki” fyrir ísland, svip- að og Eiffelturninn fyrir París og Op- eruhúsið í Sydney fyrir Ástralíu. Stað sem myndi vekja heimsathygli vegna frumleika síns og þess sem hann hefði upp á að bjóða og myndi draga að sér bæði innlenda sem er- lenda ferðamenn. En það sorglega við þetta mál allt saman er að Al- þjóðabankinn og Rockefeller sjóður- inn voru tilbúin til að leggja fram 70% af stofnkostnaði, óafturkræft. Þeir voru að leita að verkefni til að sýna fram á að hægt væri að nota aðra orku en olíu, orku sem væri náttúruvæn, eins og sagt er í dag. Menn kölluðu þetta Krýsuvíkur- ævintýrið í niðrandi merkingu, fáir fengu að sjá skýrsluna sjálfa, nokkrir aðeins úrdrátt og þegar árin liðu viidu menn breiða yfir og fela þessi pólitísku mistök. Eg er sannfærður um að þessi neikvæða umræða og af- staða hefur skemmt fyrir öllu sem síðan hefur átt að gera í Krýsuvík,” segir Kjartan að lokum. Hér talar maður sem þekkir ís- lensk ferðamál og þetta mál betur en flestir íslendingar. Ef hugsað verður til rannsókna á möguleikum Krýsu- víkur er öruggt að það myndi stytta leið að settu marki ef skýrslan góða og fróðleikur Kjartans um rnálið yrðu nýtt. Er ef til vill ennþá möguleiki á að byggja framtíðar heilsuræktar- og ráðstefnuaðstöðu í Krýsuvík? “Vörumerki” fyrir ísland sem land með hreint loft og tært vatn. Náttúruvænt land?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.