Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 IÞROTTIR OG HEILSA Grúskað í gömlum myndum: Umsjón _______________________Jóhann C. Reynisson Sundmenn safna fyrir æfingaferð I þá gömlu góðu daga... Hið heilsusamlega púkk Það er hugur í sundfólki eins og heyra mátti hjá þeim Guðrúnu, Gulla og Hlín úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Þau sátu á sunnudagsmorgni í Suður- bæjarlaug og seldu krásir til að safna peningum fyrir utaniandsferð. Og þarna verður sundféiagsfólk með kökubasar næstu sunnudaga. Ég læðist oft upp á háaloft til að hnýsast í gömul blöð... segir í góð- kunnu dægurkvæði. En það þarf ekki alltaf háaloftið eða blöðin til að hnýsast dálítið. Þegar ég vafraði inn í Lækjarskóla á dögunum fann ég þar yfirmenn skólans að grúska í gömlurn myndum. Þeir voru að nota tímann í verkfallinu. Þarna var að finna margar skemmtilegar niyndir og ég greip tækifærið og fékk nokkrar lánaðar. Nokkrar eru frá því á árunum 1957 - 1960 en Sundhöllin gaf skól- um bæjarins silfurbikara á 100 ára afmæli skólaíþrótta 1957. Einnig var keppt um Hlífarbikarana sem Grímur Kr. Andrésson gaf Sundhöllinni í til- efni af opnun sundlaugar í Hafnar- ftrði 1943. Eg hef reynt að afla mér traustra upplýsinga um nöfn þeirra sem þekkja má af myndunum og vona að þar sé í öllum tilvikum farið rétt með. Ef eitthvað freistar hugumprúðra sundgarpa þegar þeir koma sælir út úr sturtuklefanum að aflokinni á- nægjulegri sundferð á sunnudags- morgni þá er það hlaðið borð af kræsingum. SGjörvilegir kappar með.undhall- arbikarinn eftir Skólasundmót 1958. Myndina tók Haukur Helgason. Efri röð f.v.: Viðar Sím- onarson, Olafur Olafsson, Allan Magnússon og Sverrir Guðjóns- son. Neðri röð f.v.: Magnús Ólafs- son og Bjarni Sigursteinsson. SH-ingar til Eyja Um helgina fcr fram innanhúss- meistaramót Islands í sundi. Mót- ið er lialdið í Vestmannaeyjum en fjöldi Hafnfirðinga er meðal kepp- enda. Búast má við miklum atgangi í lauginni því mótið er eitt það mikil- vægasta sem íslenskir sundmenn keppa á hér á landi. Bestur árangur í hverri grein veitir rétt til þátttöku á smáþjóðaleikunum og með góðum árangri getur sundfólkið áunnið sér rétt á landsliðssæti og til þátttöku á Evrópumeistaramóti. Þjálfari SH, Klaus-Jurgen Ohk, kveðst búast við góðum árangri hafnfirskra sundmanna á mótinu. Og þetta var raunin síðastliðinn sunnudagsmorgunn þegar umsjónar- maður heilsu- og íþróttasíðna Fjarð- arpóstsins kom fram í anddyri Suður- bæjarlaugar eftir að fjölskyldan hafði brugðið sér í laugina. Þarna sat fræk- ið sundfólk úr Sundfélagi Hafnar- fjarðar og freistaði okkar með allskyns góðgæti. Kanelsnúðar urðu fyrir valinu. Góðir í hófi. En hvaða tiltæki er þetta hjá sundfélagsfólki? Þau Guðrún, Gulli og Hlín urðu fyrir svörum. A daginn kom að þau eru um þess- ar mundir að safna sér fyrir æfinga- ferð tii Frakklands. Ferðin er fyrir- huguð í sumar en eins og svo margt annað þá fer um þessar fyrirætlanir eftir verkfallslokum kennara. Dragist verkfall á langinn getur það sett æf- ingaferð krakkanna í sundfélaginu úr skorðum. En unga fólkið býr yfir bjartsýni æskunnar og hyggst freista sund- ferðalanga næstu sunnudaga með allsnægtaborði sínu í Suðurbæjar- lauginni. Þar verða þau milli 9 og 16 og eru Hafnfirðingar hvattir til að leggja í þetta heilsusamlega púkk. Þessi mynd er tekin 1957 í Sundhöllinni af hópi ungs sundfólks ásamt Yngva Rafni Bald\inssyni sundkennara (l.t.h.). Þarna má þekkja margt góðra Gaflara en við látum lesendum okkar eftir þá skemmtan að raða niður réttum nöfnum. Nokkrar sundprinsessur eftir Skólasundmótið 1960. F.v.: Eygló Einars- dóttir, Ingibjörg Þórhallsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir og Margrét Símonardóttir. Eiríkur Ólafsson tekur við nýjum verðlaunabikar kenndum við Sund- höllina í sundkeppni árið 1957 úr hendi Þorgeirs Ibsen. Alengdar stend- ur Guðjón nuddari og Eygló Þorláksdóttir fylgist með hvað Þorgeir seg- ir við þetta tækifæri. Milli Eyglóar og Eiríks stendur Þórður Sigurðsson. Húsnæðisnefnd Viðtalstími verður á skrifstofu nefndarinnar að Strandgötu 11,3. hæð fimmtudaginn 16. mars frá kl. 17,00 - 19,00 Húsnæðisnefnd Ferðamál eru atvinnumál 1 framhaldi af ve heppnuðum borgarrafundi um ferðamál 7. mars s.l. hefur ferðamálanefnd ákveðið að boða til funda um þrjú afmörkuð málefni í ferðaþjónustunni. Fundirnir verða þriðjudaginn 21. mars og hefjast allir kl. 20:15 Staður A. Hansen (uppi) Boginn Súfístinn Umræðuefni - Afþreying í ferðaþjónustu - Gisting og veitingar - Handverk og þjóðlegaur fróðleikur Allir áhugamenn yum ferðaþjónustu eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar gefur ferðamálafulltrúi í Upplýsingamiðstöð ferðamála, Vesturgötu 8, s. 565 0661 og 565 2915. Ferðamálanefnd Hafnarfjarðar t-JWk INNRÖMMUN .fllMe8^ ' ■ 1 fallegri umgjorð « er góð gjöf Sími: 565 2892 Erum flutt í Miðvang 41 L ^ Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagur 19. mars ItpTR Sunnudagaskóli kl. 11:00. Munið skólabílinn Guðsþjónusta kl. 14:00 “Samtal við Guð”, dagskrá úr leikverkum, bókmenntunum og listdansi. Orgelleikari Helgi Bragason Séra Gunnþór Ingason

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.