Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.03.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 23.03.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 12. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 23. mars Verðkr. 100,- Þvottavélar - Þurrkarar Eldavélar - ísskápar RAFMÆni Miðbæ - s. 555 2000 Mál Hagvirkis Kletts Oskað eftir opinberri rannsokn Jóhann Berþórsson hótar samstarfi viö Krata Enn á ný ætla að gjósa upp deil- ur innan Bæjarstjórnar Hafnar- Fréttatil- kynning Við undirritaðir höfum falið lögfræðingi okkar að óska eftir því við embætti ríkissaksóknara að láta fara fram opinbera rannsókn á því hvort um refsivert athæfi hafi verið að ræða í fjármálalegum við- skiptum Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið Hagvirki-Klett hf á ár- unum 1992-1994. Astæða þessa er sú að 4. janúar 1995 barst okkur úttekt Löggiltra endurskoðenda hf. á umræddum viðskiptum. I þeirri úttekt koma fram alvarlegar ábendingar og lík- um leitt að hugsanlegum lögbrot- um. Sem sveitarstjórnarmenn leit- uðum við til ráðuneytis sveitar- stjórnarmála þann 12. janúar 1995 með vísan í ákvæði sveitarstjórnar- laga og óskuðum eftir úrskurði ráðuneytisins á framkomnum á- sökunum. Ráðuneytið svaraði málaleitan okkarþann 11. mars 1995 og tekur ekki efnislega á málinu en vekur athygli á því að séu ávirðingar þær sem bornar eru fram réttar þá geti þær varðað við refsilög og að rann- sókn slíkra mála séu í höndum lög- reglu. Málið snýst um meðferð opin- bers fjár og þá ábyrgð sem því fylgir. Leikreglur þurfa að vera skýrar og þegnar þessa lands eiga rétt á að vita hvaða heimildir þarf til að útdeila því fé. í þessum mál- um þurfa að vera hreinar línur og þess vegna sjáum við ekki annan kost vænni en að vísa málinu á- fram í þeirri vissu að málið fái efn- islega meðferð. 20. mars 1995 Magnús Gunparsson Magnús Jón Árnason fjarðar vegna málefnis Hagvirkis- Kletts. Mál þetta telur núverandi meirihluti vera hluta af þeim for- tíðarvanda sem hann á við að glíma og vill fá upplýst hvort þarna hafi verið um að ræða óeðli- leg viðskipti á milli þáverandi meirihluta í bæjarstjórn og Hag- virkis-Kletts eins og lesa má út úr skýrslu Löggiltra endurskoðenda hf. Fyrrverandi meirihluti telur að þessi viðskipti hafl öll verið eðlileg og afgreidd á eðlilegan hátt á sín- um tíma. Eftir úrskurð Þorsteins Pálssonar hafa oddvitar meirihlutans ákveðið að óska eftir opinberri rannsókn hjá ríkissaksóknara og hafa sent frá sér yfirlýsingu sem birt er í heild sinni hér til hliðar. Jóhann snýr aftur Jóhann Bergþórsson hefur hins vegar ákveðið að setjast í bæjarstjórn og bæjarráð á ný. Hann hefur því í hendi sér að fella núverandi meiri- hluta ef honum tekst að ná samstarfi við kratana. Má því búast við að næstu vikur fari stór hluti starfstíma bæjarstjórnar í þras um keisarans skegg. Hver er sekur? og hver er ekki sekur? Sáttasemjarar innan Sjálfstæðis- flokksins muni reyna að ná fram sátt- um í þessu máli eins og þeir gerðu þegar þeir fengu Jóhann til að víkja úr bæjarstjórn á meðan beðið var úr- skurðar félagsmálaráðherra. Erfitt reyndist hjá Jóhanni og kröt- um að ná saman þegar þeir reyndu það fyrr í vetur og virtist sem staða bæjarstjóra væri þar stærsti þröskul- durinn. Kratar vildu fá stólinn en Jó- hann var ekki til viðtals um það. Nú verður fróðlegt að vita livað verður uppi á teningnum. Fullvíst er þó að kratar vilja ýmsu fórna til að koma núverandi meirihluta frá en úr þeirra herbúðum heyrist að þeir séu hins vegar hræddir við að Jóhann geti hlaupið út undan sér aftur, ef þeir makka ekki rétt og telja að þá sé verr af stað farið en heima setið. Jóhann virtist í vetur telja að hann ætti meiri stuðning innan raða sjálfstæðis- manna en í ljós kom og virðist nú vera í honum nokkur sáttatónn. Hann telur sig hins vegar verða að ná ýms- um málum fram til að ekki sé um al- gert pólitískt skipsbrot að ræða. Það reynir því á vilja manna til að ná sáttum. Hin hliðin a Félagsmála- stofnun - bls. 2 Stór og spennandi verkefni - bls. 8 Vetur konungur sparibúinn Meðan Garri hélt Norðlendingum í heljargreipum á dögunum blasti þetta við okkur Sunnanmönnum. Sól skein í heiði og Vetur konungur skartaði sínu fegursta pússi. Við gátum meira að segja gefíð Akureyring- um - blíðviðriskonungum svæðisins norðan Alpafjalla - langt nef! Já, vissulega blasti tignarleg sjón við ljósmyndara Fjarðarpóstsins að þessu sinni þegar náttúran í öllu sínu blátæra veldi bauð linsu myndavélarinnar upp í dans. Hér er litið yfir Stór-Hafnarfjarðarsvæðið með Perlu og Hallgrímskirkju í einu „úthverfanna". Heill þér, þú hýri Hafharfjörður á slíkum degi! Frambjóð- endur svara -bls. 3 og 5 Fimleika- meistari - bls. 7 MIÐBÆR HAFNARFIRÐI 22 VERSLANIR #f - istet 6ɧ Verslunarmiðstöðin Hafnarfirði Opið Mán. - Fim. 10:00 -18:00 Föstud. 10:00 - 19:00 Laugard. 10:00 - 16:00

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.