Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.03.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 23.03.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf.Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heilsa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Félagsleg þjónusta I blaðinu í dag er rætt við Mörtu Bergman, félagsmálstjóra Hafnarfjarðarbæjar um störf félagsmálstofnunar. Þar kemur fram hve mikið starf er unnið hér í Hafnarfirði á félagslegum grundvelli. Nú hin síðari ár hefur ríkið verið að koma fleiri og fleiri verkefnum yfir á sveitarfélögin. Þetta virðist vera rétt stefna því hver er sjálfum sér næstur og það hlýtur að vera létt- ara fyrir fólk í heimabyggð að sjá hvar skórinn kreppir að en einhverjar stofnanir í Reykjavík. Ríkið verður þó að sjá til þess að þetta verði ekki ofviða sveitarfélögunum. Hætt er við að litlu sveitarfélögin eigi erfitt með að veita sömu þjónustu og þau stærri og ætti það því að vera hvatning til að flýta sameiningu sveitarfélaga í stærri einingar. Það virðist þó vera viðkæmt víða og gamli hreppa- og sveitarígurinn ríður oft við einteyming í þessum málum. Sum litlu sveitarfélögin vilja halda í sjálfstæði sitt, þó að það sé staðreynd að búið sé að eyrnarmerkja hverja krónu sem þau hafa til ráðstöfunar, ýmist vegna ákvörðunar rík- isvaldsins eða vegna sameiginlegra ákvarðana í samtökum sveitarfélaga. Hjá mörgum er eina sjálfstæðið sem þau hafa í raun, fjallskilin. Hér fyrr á árum þurftu sveitarfélögin að sjá sjálf um sína og var ráðstöfun á svokölluðum sveitaómögum yfirleitt eina fé- lagslega þjónustan sem veitt var, ef það á að kalla það þjónustu að koma þessu ólánsama fólki fyrir. Það var ekkert sældarbrauð að vera á hreppnum. Lengi var það því, hjá því fólki sem mundi eftir þessum tímum, mikil smán að leita til sveitarfélagsins um hjálp. Fólk gekk frekar í lörfum og var matarlaust eða matarlít- ið frekar en leita sér ásjár hjá yfirvöldum. Vonandi á enginn Islendingur eftir að lifa slíka tíma aftur, en þó verður að gæta sín í þessum efnum eins og fleirum. Ríkið má ekki setja með lagasetningum slíkar kröfur á sveitarfélögin að þau geti ekki staðið undir þeim. Það verður að skapa þeim tekjustofna til að þau geti veitt þessa sjálfsögðu þjónustu. Þegar skoðuð eru lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og það kemur fram í viðtalinu við félagsmálastjóra, þá er félagslegi þátturinn í aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur miklu meiri en margan grunar. I nútíma þjóðfélagi þar sem báðir foreldrar vinna utan heimilis og ömmur og afar eru ekki lengur til staðar inn á heimilum reynir æ meira á ýmsis konar þjónustu sveitar- félagsins og börnin verða oft meira að bjarga sér, oft án eftirlits, en áður. Lífsgæðakapphlaupið og samanburður við nágrannann gerir það oft að verkum að minni tími er í samverustundir fjölskyld- unnar og svo einn daginn er ýmislegt farið úrskeiðis og fjöl- skyldan stendur uppi ráðalaus og veit ekki hvernig hún á að taka á málum. Fjölskyldur sem hafa reyst sér burðarás um öxl, fjár- hagslega er leiðbeint og hjálpað að vinna sig út úr vandanum. Það er gott til þess að vita að fólk getur leitað sér hjálpar hjá ráðgjöfum sem vinna við það alla daga að fara í gegnum erfið mál og hjálpa fólki eða fjölskyldum að leysa málin á farsælan hátt. Það er þennan þátt í félagslegri aðstoð sem bærinn þarf að efla. Með slíkri hjálp er fólki hjálpað til sjálfstæðis og betra lífs. Það er stundum sagt að það sé eins að byggja hús og að ala upp börn. Þegar búið er að byggja húsið eða ala upp börnin, þá fyrst sér maður hvað maður hefði viljað gera á annan og betri hátt. Óli Jón Ólason Umferöarskipulag: Ymsar hugmyndir engir peningar Frá umræðuni Fjarðarpóstsins og starfsmanna bæjarverkfræðings um umferðarmálefni í Hafnarílrði. F.v. Erna Hreinsdóttir, Kristinn R. Magn- ússon og Jóhannes S. Kjarval. I samtali við þau kom meðal annars fram að margt fer öðruvísi en ætlað er. Engra úrbóta er að vænta á um- ferðarskipulagi Hjallabrautar í sumar samkvæmt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 1995. Og það þrátt fyrir háværar kröfur fbúa í Norðurbæ á síðastliðnu ári um franikvæmdir sem dragi úr hraðakstri á Hjallabraut. Engu að síður liggja fyrir tillögur að breyttu skipulagi „breiðgötunnar” og það sama má segja um aðra „breiðgötu”, Flatahraun. Blaðamaður Fjarðarpóstsins ræddi við Kristinn 0. Magnússon forstöðu- mann hönnunardeildar embættis bæj- arverkfræðings, Ernu Hreinsdóttur tæknifræðing hjá embættinu og Jó- hannes S. Kjarval skipulagsstjóra um núverandi umferðarskipulag og úr- bætur á því. Tillögurnar eru á þá leið að á Hjallabraut verði ein akrein í hvora átt en vel búið að afreinum að vinstri- beygjum. Einnig mun gangandi veg- farendum gert hærra undir höfði með fleiri og betri gangstéttum, s.s. frá Miðvangi að Breiðvangi þar sem nú ríkir ófremdarástand. Um Hjallabraut frá Skjólvangi að Flókagötu eru einnig uppi hugmynd- ir um að ein akrein verði til hvorrar áttar. Til þess verði notuð vestari nú- verandi akbraut. Sú eystri yrði meðal annars notuð sem bílastæði fyrir Víðistaðasvæðið. Ein „breiðgatnanna”, sem gamlar ofáætlanir um umferðarþunga gerðu ráð fyrir, er Flatahraun. Flatahrauni var ætlað að bera umferð af Reykja- nesbraut inn í bæinn. Þau áform urðu að engu og því er afkastageta götunn- ar margfalt meiri en nauðsyn krefur. Það sama má segja um Hjallabraut sem ætlað var mun veigameira hlut- verk en hún gegnir í dag þegar gatan var hönnuð á sjöunda áratugnum. Til að mæta kröfum nútímans um öryggi - þar sem fólk er sett framar bílum - er ráðgert að fækka akreinum og þrengja akbrautir, m.a. með „eyjum”. Samkvæmt hugmyndum starfs- manna embættis bæjarverkfræðings er stefnt að því að þrengja Flatahraun með slíkum hætti, einungis er beðið eftir peningum. (Því þótt fólk sé komið upp fyrir bílana í goggunar- röðinni tróna peningamir pikkfastir sem fyrr á efsta prikinu - innsk. blm.) Ýmsar hugmyndir uppi Þær hugmyndir, sem einkum eru til þess að styðja fyrirætianir um eina rein akbrauta, beinast að því að koma í veg fyrir framúrakstur og að gera gangandi vegfarendum auðveldara með að komast yfir götumar á gang- brautum. Og meðal nýjunga í hönnun umferðarmannvirkja má geta kenn- inga sem mæla gegn því að málaðar séu breiðar rendur á tveggja akreina götur til að merkja gangbrautir. Þær em af ýmsum taldar geta skapað veg- farendum falskt öryggi, þar sem kyrrstæð bifreið á annarri akreininni getur sett gangandi vegfaranda í hvarf fyrir ökumanni aðvífandi bif- reiðar á hinni reininni. En sitt sýnist hverjum um þessar kenningar. Ólafur Guðmundsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn er einn þeirra sem er þeim ekki hlynntur. Og Ölafur er einnig á þeirri skoðun að biðskyldumerkjum hafi fjölgað fram úr hóft. Þau séu orðin svo algeng að ökumenn gleymi einni af meginreglum umferðarlaga, regl- unni um varúð til hægri. Dæmi séu til um harða árekstra sem rekja megi beint til þess að ökumenn telji sig í rétti því ekkert biðskyldumerki hafi verið til staðar þar sem þeir áttu leið um. Einn hafi til dæmis lent í svo hörðum árekstri í Kinnunum ekki alls fyrir löngu að bifreið hans valt inn í húsagarð. Þá hefur í umferðamefnd átt sér stað umræða um myndavélar sem skrá upplýsingar um umferðarlaga- brot. Þær eru tvenns konar. Annars vegar myndavélar sem skrá upplýs- ingar um hraðakstur og hins vegar akstur gegn rauðu ljósi. Ekki hafa ennþá verið teknar ákvarðanir um fjárfestingar af þessu tagi en slíkt kerfi mun verða tekið upp í Reykja- vík innan skamms. Umferðaryfirvöld hér í Hafnarfirði munu bíða þeirrar reynslu og taka ákvarðanir meðal annars í ljósi hennar. Ábyrgð ökumanna Hér hafa verið ræddar ýmsar hug- myndir, m.a. þær sem em á teikni- borðum starfsmanna bæjarverkfræð- ings. Sumt af þeim hefur ekki komist í framkvæmd þar sem pólitískar á- kvarðanir skortir og íjármagn þ.a.l. af skornum skammti, annað vegna þess að það tilheyrir framtíðinni. Þar má til dæmis nefna það að ein aðal- umferðaræðin inn í Hafnarfjörð mun væntanlega liggja gegnum Garðabæ um Garðaveg sunnan Hrafnistu og síðan eftir Herjólfsgötu þegar komið er í Hafnarfjörð. Nokkuð er í að þær hugmyndir verði að veruleika. En þótt viðfangsefni þessarar greinar sé að meginstofni til umræða um umferðarmannvirki þá er ljóst að þau sem slík valda sjaldan slysunum. Það eru ökumennirnir sjálfir sem eru við stjórnvölinn. Þeir eru ábyrgir. Þeirra er valdið. Umferðarskipulagi er síðan ætlað að auðvelda þeim að komast leiðar sinnar en ekki að koma í staðinn fyrir þekkingu og heilbrigða skynsemi. Það er samspil þessara þátta auk góðra ökutækja sem er lyk- illinn að heilbrigðri umferðarmenn- ingu í Hafnarfirði. Brúarsmíð í Setbergshverfi Nú er unnið að smíði brúar yfir Set- bergslæk. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarverkfræðingi er brúarsnn'ðin at- hyglisvert dæmi um framkvæmd sem kemur vel út fjárhagslega en alls mun mannvirkið kosta um 10 milljónir. Gert er ráð fyrir göngustígum undir brúna meðfram læknum og að sú leið teng- ist öðrum gönguleiðum á þessu svæði sem í framtíðinni er ætlað til útivistar. Stundum hefur lækjum eins og þessum verið veitt undir götur gegnum ræsi en í þessu tilviki hefur verið fundin önnur og mun skemmtilegri lausn þar sem brúin er. Að öllum líkindum verður brúarsmíð- inni lokið í byrjun komandi sumars.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.