Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.03.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 23.03.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Ólafur Torfason vill koma upp æðarvarpi Hefur vilyröi fyrir ungum „Ég, tek ungana í vor,” sagði Ölafur Torfason fuglaá- hugamaður aðspurður um á- form hans um að koma upp æðarvarpi innan bæjar- markanna á þessu ári. Málið var tekið fyrir í bæjarráði á dögunum og var því vísað til umhverfisnefndar en þar á Ólafur einmitt sæti. Kveðst Ólafur hafa vilyrði Daníels Hansens, sem nytjar æðarvarp í landi Bessastaða, fyrir því að fá að taka þaðan unga í vor. En þetta mál hefur farið und- arlega leið gegnum kerfið, að mati Ólafs. „Eg hélt að málið ætti að fara fyrst fyrir dýra- vemdunarráð en ekki bæjarráð Hafnarfjarðar,” sagði hann í samtali við Fjarðarpóstinn og virtist hvumsa. Ólafur er ákveðinn í því að æðarfuglar taki sér bólfestu í hrauninu sunnan við Hvaleyri. Þar gefur golfvöllurinn að mati Ólafs skjól fyrir vargi og hann efast ekki um að þar verði ekk- ert varpinu til fyrirstöðu. Ertu að þessu í gróðaskyni? „Ekki nema þá fyrir andlega gróðann, ánægjuna,” sagði þessi annálaði fuglaáhugamað- ur og bætti við að æðarvarpið gæti verið í góðum höndum hjá unglingavinnunni í sumar. Hjálmar Árnason, skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi vissum aðgerðum. Auka þarf fjár- festingu á því sviði. Við eigum að stórefla sölumál erlendis þannig að sem verðmætust vara verði seld úr Iandi. Þannig stækkum við þjóðar- kökuna. Auðlynd og mannvit tengj- um við saman með því að efla ný- sköpun og frumkvöðla ásamt starfs- mennt. Við viljum stofna Atvinnu- þróunarstofnun í stað Byggðastofn- unar þar sem margir aðilar leggja til áhættufjármagn í atvinnulíf. Þannig virkjum við nýjar hugmyndir. Við viljum bæta almenn skilyrði til fyrir- tækjarekstrar. Kvennalistinn SkÓVERSLlÁ REMVÍO ILAIGAVEGI 8t SI.MI 55 173 45 LAUGAVEGI 87 • SÍMI 551 73 45 FJARÐARGÖTU • SÍMI 565 49 60 Fram- sóknar- flokkur 1. Einstök svið atvinnulífsins hér tengjast fullvinnslu sjávarafla, sbr. tilbúna rétti til útflutnings, flutningi afla af togurum á báta (2 - 3.ooo ný störf strax), framsækinni ferðaþjón- ustu er skapi fljótt hundruð starfa um leið og ferðamannatíminn verði lengdur. Fjölga dæmum eins og í Fjöru- kránni fyrir útlendinga. Frísvæði getur skapað hundruð starfa á flest- um sviðum. Utlendingum má selja aðgang að heilbrigðisþjónustinni. Endurreisa Fiskvinnsluskólann og skoða möguleika á alþjóðlegum sjávarútvegsskóla er geti skapað mörg störf og gjaldeyri. Verkefni skipaiðnaðar styrkt í stað þess að skapa atvinnuleysi og senda verk úr landi. 2. Vinna er velferð. Því verður að endurreisa atvinnulffið með mark- Því er iðulega haldið fram að allt sé dýrt á íslandi og að við sóum miklu. Það er þó í fáu sem felst jafn mikil sóun og atvinnuleysi ásamt buguðu baráttuþreki. Ráherrar í ríkistjóminni, með forsætisráðherra í broddi fylk- ingar Iögðust í það mikla óþurftarverk í upphaft starfstíma síns að telja kjark og framtak úr þjóðinni. Því miður varð árangurinn umtals- verður og verður það tjón seint metið til peninga, en lýsir sér í auknu at- vinnuleysi og glötuðum tekjumögu- leikum. Viðhorf og væntingar fólks skipta miklu máli þegar ákvarðanir eru teknar um atvinnurekstur í fram- tíðinni. Það er aðeins með hæfilega bjartsýnu hugarfari sem hægt er að koma auga á alla þá miklu möguleika sem framtíðin ber í skauti sér fyrir fjölbreyttan atvinnurekstur. Þó þarf að hafa gott jarðsamband og vinna heimavinnuna vel ef árangur á að nást. Kvennalistinn hefur alltaf sagt að það sé ekki hlutverk stjómmálamanna að velja uppáhalds atvinnugrein sem beina eigi öllum í með gylliboðum og fyrirgreiðslu eins og t.d. fiskeldi og loðdýrarækt. Slík stefnumótun er pyttur sem aðrir stjórnmálaflokkar hafa fallið í með ómældum kostnaði fyrir þjóðarbúið. Við sitjum uppi með reikninginn með hærri vöxtum og verri lífskjörum en ella hefði verið. I framhaldi þessara orða hlýtur maður að hika við að nefna einn vaxtar- brodd, enda engin ástæða til því þeir eru fjölmargir. Samt er rétt að nefna eitrhvað til þess að verða ekki sökuð um útúrsnúning. Ferðaþjónusta á sér mikla möguleika og þar þarf ekki endilega að leggja í mikla uppbygg- ingu eða fjárfestingar af þeim toga til þess að efla aukinn vöxt greinarinnar. Hugmyndarflug varðandi nýja þjón- ustu og dægradvöl fyrir ferðamennina gæti þar skipt mestu máli, áyamt til- heyrandi markaðsvinnu. Islenskir hönnuðir hafa unnið stór- virki varðandi íslenskan húsgagnaiðnað og horfa nú margir til þess að þar sé að vora og nýjar vonir vakna, þar á meðal vonir um land- vinninga erlendis. I hug- búnaðar þróuninni hefur glampað á ýmsa mögu- leika. Þróaður tæknibúnað- ur sem þjónar sjávarútvegi er vaxandi útflutnings- grein. Kristín Sigurðardóttir í 3. sæti á lista Kvennalistans í Reykjanes- kjördæmi matvæla hefur gengið mjög vel und- anfarin ár og eru menn nú að verða tilbúnir fyrir næstu stóru skref. Ýms- ar konur hafa svo verið að undirbúa, á varfærin hátt, stofnun lítilla og ólfkra fyrirtækja. Þar er ekki síst að finna vaxtarbrodd. Hér eru aðeins nefnd örfá dæmi og íjölmörgum sleppt, því að vaxtarbroddamir eru sem betur fer margir og möguleikarnir miklir. Það er einnig spurt hvemig bæri að ná árangri í þessum vaxtarbroddum. Einfaldasta svarið við því er auðvitað með hugkvæmni, vandvirkni og fag- mennsku. Þar sem hvert skref er hugsað og vandlega undirbúið. Hlut- verk stjómmálamanna er hins vegar að sjá til þess að rekstrarumhverfiið sé eðlilegt og ekki séu lagðir steinar í götu framkvæmdafólks. Vinna ber að stöðugleika og stuðla að eðlilegu vaxtastigi með hógværari ásókn ríkis- valdsins á lánsfjármarkaðinum. Rannsóknir af ýmsum toga, ráðgjöf og aðstoð í markaðsmálum getur s vo orð- ið tíl að ráða úrelitum hversu vel tekst til. Undirstaðan sjálf má ekki gleymast, en þróun á framleiðslu fullunninna Alþýðubandalag G - listamir, Alþýðubandalagið og óháðir, hafa ekki trú á töfralausn- um í atvinnumálum. Engin ein at- vinnugrein er lausnin. Við íslending- ar höfum um of einblínt á slíkt, eins og fiskeldi, loðdýrarækt, o.s.frv. Því höfum við í Grænu bókinni lagt fram ýtarlega áætlun um sókn á mörgum sviðum. Við teljum að stjórnkerfið eigi hafa forgöngu um og hvetja til gjaldeyrisskapandi at- vinnustarfsemi, m.a. með skattaí- vilnunum, opinberum framkvæmd- um, o.s.frv. Sá útflutningsmarkaður okkar sem hraðast vex er í Asfu. Út- flutningur til Japan tvöfaldaðist t.d. milli áranna 1993 og 1994. Þessi vegna eigum við að einbeita okkur í þessari sóknaráætlun, útflutnings- leiðinni, að því að sækja á þá mark- aði sem vaxa hraðast, í stað þess að einblína á gömlu Evrópu. Okkur er lífsnauðsyn að auka verðmætasköp- unina, ná auknum hagvexti, til þess að njóta þeirra lífskjara sem við vilj- um hafa. En þó engin ein grein sé lausnin í atvinnumálum, er rétt að hafa í huga að sá geiri atvinnulífsins sem hraðast vex á Vesturlöndum er þekkingargeirinn. Þess vegna er besta fjárfesting sem ein þjóð gerir öflugt mennta- kerfi. Því miður hefur skammsýni einkennt niðurskurð á því sviði á liðnu kjörtímabili. Þess vegna hafa Helgi Hjörvar, skipar 4. sæti á G - lista Alþýðubandalagsins og ó- háðra í Reykjaneskjördæmi G - listarnir lagt áherslu á að menntamál verði sett í öndvegi, svo við séum samkeppnisfær á nýrri öld í þekkingargreinunum. Þannig er öflugt menntakerfi helsti lykillinn að öflugu atvinnulífí á næstu árum. Það sýnir reynsla þeirra þjóða sem náð hafa mestum árangri í efnahagsmálum á síðari Líf og f jör f Miðbæ Það liggur ekki Iognmollan yfir Miðbæ uni helgina en verslanir verða þar almennt opnar til 19:00 á föstudag og milli 10:00 og 16:00 á laugardag. Sundfólk úr SH verður með kökubasar og kyn- ningu á starfsemi sinni. Þá niunu handknattleiksmenn úr öðrum og þriðja flokki Hauka þvo pg bóna bíla í bílakjallaranum. íþróttafólkið er með þessu að safna fé til að komast í keppnisferðir til útlanda. Einnig verða ýmsar mat- væla- og vörukynningar í Miðbæ um helgina og heimalagaði ítalski ísinn er þar, og aðeins þar, til sölu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.