Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.03.1995, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 23.03.1995, Blaðsíða 8
(UjppSIkamw M IÐBÆR HAFNARFIRÐ GALLERl KLETTUR Fallegar fermittgargjafir Listmunir Glerskraut - Myndir Opið laugard. kl. 10 -17 Aðra daga eftir viðveru eða samkomulagi Helluhrauni 16 (efri hæð Húsasmiðju) sími 565 0785 SKYNDIMATSSTAÐUR <S>ken LOKUR HREINT SÆLGÆTI ©Isen borgari ®ken ®ken pylsa ÓTRÚLEGA GÓÐ Opið 11:00 - 23:00 aila daga til kl. 5 e. miðnætti fös. og lau. Strandgötu 21, s. 565 5138 m mmm mmmm Bifreiðastöð H a f n a r f j a r ð a r sími 5-650-666 TILBOÐSFERDIR Á LEIFSSTÖÐ 1-4 kr. 3.500 & 5-8 kr. 4.200 J.V.J. að byrja af krafti við Höfðabakkabrúna Bæjarhrauni 6 sími 565 5510 fax 565 5520 ”Stórt og spennandi verkefni” segir Bragi V. Jónsson, verkstjóri Það var mikið um að vera á gatnamótum Höfðabakka og Vest- urlandsvcgar, þegar við litum þar við til að kynna okkur hvernig þcim gengi verktökunum sem tóku að sér að byggja yfir þessi gatna- mót, eitt stærsta verk sem boðið hefur verið út um langan tíma. Það eru þrjú fyrirtæki sem tóku að sér verkið sem er upp á 370-380 millj- ónir. Tvö fyrirtækjanna eru úr Hafnarfirði, J.V.J. vcrktakar og Hlaðbær-Colas, en það þriðja, Alftárós, kemur úr Mosfellsbæ. Þegar okkur bar að garði, þá voru þeir að koma sér fyrir, laga vinnu- búðir, þar sem verða vinnuherbergi, matsalir og eldhús, en Café Royale mun sjá um mat fyrir starfsmennina. Þeir hafa að vísu verið þama um nokkurt skeið, eða frá lokum janúar, að vinna undirbúningsvinnu. Þeir verktakar sem tóku að sér að gera bráðabirgðavegi fram hjá gatnamót- unum á meðan verkið stendur yfir eru að skila af sér í þessari viku, “og þá getum við byrjað,” segir Bragi V. Jónsson verkstjóri og það er auðheyrt að hann klægjar í fmgurgómana að fara að byrja að krafti. “Þetta verður stórt og spennandi verkefni. Við hjá J.V.J. vinnum allajarðvinnu, Alftárós sér um byggingarvinnuna og Hlað- bær-Colas sér um malbikunina. Þannig að hvert fyrirtæki sér um sinn þátt,” bætir Bragi við. Það fer ekki á milli mála að þarna mælir maður með reynslu, sem veit hvað hann er að tala um. “Við verðum með 30 manns í vinnu til að byjja með og annað eins verður hjá Alftárósi og síðan kemur hópur frá Hlaðbæ- Colas, þegar líður á sumarið. Við eig- um að skila verkinu 5. september og það er eins gott að það standist, því dagsektir eru háar, en við fáum líka jafnmikla aukagreiðslu fyrir hvem dag sem við verðum á undan áætlun og það væri ekkert verra,” segir Bragi brosandi. Ég hef nú óljósan grun um að Bragi og hans menn hafi hug á að ná í aukaaur fyrir fyrirtækið sem er eitt af eldri og stærri fyrir- tækjum í þessum “bransa”. Það vek- Sólbaðsstofa Opið mán. - fös. 8:00 - 22:00, lau. 10:00 - 19:00 sun. 10:00 - 18:00 Fjarðargötu 11 - sími 565 3005 ur athygli hvað öll tæki J.V.J. líta vel út, bílar allir í sama lit og við höfum orð á þessu við Braga. “Já, við leggj- um áherslu og metnað okkar í að tækin séu í góðu lagi, einn bróðir minn sér um verkstæðið og hann er mjög metnaðarfullur fyrir fyrirtæks- ins hönd og þetta skilar sér í betri umgengni um tækin og góðum af- köstum. Við erum með úrvals mann- skap og ég hef trú á að þetta verk gangi vel ekki síður en þau fjögur verk sem við höfum unnið fyrir Vegagerðina, ýmist einir eða með öðrum." Þegar lokið verður við brábirgða- vegina og þeir hjá J.V.J. geta farið á fulla ferð í jarðvegsvinnunni, þá verður unnið í 10 tíma á dag 6 daga vikunnar til að byrja með, síðan er inni í myndinni að vinna aðra hvora helgi og þá frí hina, en þegar líður á sumarið má búast við að vinna aukist til muna. Á gömlum merg Fyrirtækið J.V.J. var stofnað af Jóni V. Jónssyni fyrir nálægt 40 árum og var það fyrst rekið sem sameign- arfélag en 1981 gengu börn Jóns inn i fyrirtækið og var þá stofnað hlutafé- lag um reksturinn. A þessum langa tíma hefur fyrirtækið unnið að alls konar verkum. Þó að ekki beri mikið á fyrirtækinu í fjölmiðlum þá hafa umsvif þess aukist smátt og smátt og er það nú talið með traustari fyrir- tækjum í hvers kyns jarðvegsvinnu og gatnagerð. Þetta fjölskyldufyrir- tæki er með litla sem enga yfirbygg- ingu heldur er unnið eftir ákveðinni verkaskiptingu. Auðséð er að vel er hugsað fyrir öllu. Önnur verkefni Þó að Höfðabakkabrúin sé stórt verkefni, þá er það ekki eina verkefn- ið sem þeir eru með, því að á Álfta- nesi eru þeir að ljúka við annan á- fanga að verki fyrir Álftaneshrepp. Þar er um að ræða undirbúning að nýju hverfi og sjá þeir um allt frá A- Ó í því sambandi. Þá er J.V.J. með viðhaldsverkefni í Straumsvík og hefur fyrirtækið verið með sér við- haldsdeild þar í áraraðir. Fyrir Kópavogskaupstað hefur verið unnið um margra ára skeið og eru þeir með verkefni þar núna. Þeir hafa þó lokið við flest stærstu verk- efnin þar í bili að minnsta kosti. Þá reka þeir malamámu og hellusteypu. Þetta yfirlætislausa fyrirtæki verður með um 100 manns í vinnu í sumar. Þjófur á ferð Undanfarið hefur verið brotist inn í marga bíla við Miðvang og stolið úr þeim, einkum hljómtækj- um. Svo virðist sem þar fari í öll- um tilvikum sami þjófur því verksummerki eru þau sömu. Hlið- arrúða er brotin og þannig hafa all- ir bílamir verið opnaðir. Þjófurinn virðist ekki vera að sækjast eftir neinum sérstökum tækjurn og virð- ist tilviljun ráða því inn í hvaða bíla hann brýst. íbúar í Noiðurbæ ættu því að hafa varann á sér og láta sig ólög- mæta iðju sem þessa varða ef þeir verða einhvers varir sem gæti ver- ið þjófur á ferð. Bryggjuball sjálfstæðisfélaganna Hið árlega Bryggjuball sjálf- stæðisfélaganna í Hafnarfirði verð- ur haldið í veitingahúsinu Kæn- unni nk. laugardagskvöld 25. mars. Hljómsveitin Jón Forseti leikur fyrir dansi og aðgangur er ó- keypis. Bryggjuballið í fyrra er enn í minnum haft fyrir fjölmenni og góða stemmningu og í ár er ætlun- in að gera enn betur. Frambjóðend- ur Sjálfstæðisflokksins til alþingis og bæjarfulltrúar mæta og skemm- ta sér með öðm sjálfstæðisfólki. Húsið opnar kl. 21. Allir stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins eru velkomnir. Hlakunni búinn farvegur Snemma í vikunni hélt Jóhann Jóhannesson verkstjóri hjá bæn- unt með flokk sinn á vit svell- bunkanna. Spáð var asahláku en niðurföll að holræsum bæjarins voru flestöll undir klaka og snjó. Jóhannes, sem var búinn málmlcit- artæki, fann ristarnar yfír niður- föllunum og menn hans sáu um að höggva klakann ofan af þeim og grafa vatninu farveg að ræsunum. Jóhann sagðist vera farinn að þekkja helstu staði þar sem vatn safn- ast fyrir við „leysingarnar”. Gott væri því að geta búið gatnakerfið undir hlákuna eins og kostur er. Hann sagði ennfremur að starfsmenn á- haldahússins nytu oft lítils tillits öku- manna þegar vatnselgurinn þæki göt- urnar. Margir ækju greitt og ysu vatni yfir bæjarstarfsmenn sem þó væru vissulega að greiða götu ökumann- anna í bókstaflegri merkingu. Hér er því ástæða til þess að hvetja öku- menn til þess að sýna þessum góð- gjörðarmönnum sínum fyllstu tillits- semi hvar sem þeir eru að rækja starfa sinn. Einnig eru húseigendur hvattir til að gæta að niðurföllum við hús sín og á svölum og hreinsa úr þeim snjó og klaka ef ástæða er til. Samkvæmt veðurspám er gert ráð fyrir að hlákunni linni eitthvað að sinni í vikulokin. Þá frysti á ný. Fjarðarpósturinn minnir þess vegna á mannbroddana og varar við óhóflegri bjartsýni á sviði fótabúnaðar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.