Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.03.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 30.03.1995, Blaðsíða 1
FRÉTTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 13. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 30. mars Þvottavélar - Þurrkarar Eldavélar - ísskápar RAFMÆTTI Miðbæ - $. 555 2000 Létt og lipur fyrir 40 árum -sjá bls.11 Átak í áskriftar- málum -sjá bls. 9 Húsnæöis- mál aldraða könnuð -sjá bls. 7 Nöfn ferming- arbarna um helgina -sjá bls. 6 Hafnarfjörður valinn „Þrándur í götu númer 2“ Bæjaryfirvöld hljóta Sjálfsbjargarádrepuna Á morgun, föstuduginn 31. mars, fá bæjaryfirvöld í Hafnarfirði af- henta Sjálfsbjargarádrepuna en Sjálfsbjörg hefur valið bæinn Þránd í götu nr. 2. Aðaltilgangurinn með þessari ádrepu er að vekja athygli almennings á aðgengismálum fatl- aðra en í fyrra veitti Sjálfsbjörg Umhverfismálaráðuneytinu þessa ádrepu og varð ráðuneytið þar með Þrándur í götu nr. 1. í frétt frá Sjálfsbjörgu um málið kemur m.a. fram: “Allir vita hvað bærinn er fallegur en færri vita hve margvíslega opinbera starfsemi Hafn- arfjörður hýsir í óaðgengilegu hús- næði tii dæmis bæjarskrifstofur, fé- lagsmiðstöðina Vitann og félagsmála- stofnun svo eitthvað sé nefnt.” Magnús Jón Ámason bæjarstjóri segir að þótt sjáifsagt og eðlilegt sé að vinna að úrbótum á þessum málum sé það erfitt þar sem þær byggingar sem nefndar eru til sögunnar séu byggðar fyrir nokkmm áratugum síðan þegar önnur viðhorf vom uppi til þessara mála. “Ég tel að bæjaryfirvöld hafi sinnt þessum aðgengismálum fatlaðra vel í nýbyggingum sínum og svo verð- ur áfram,” segir Magnús Jón. Fatlaðir munu fjölmenna í Hafnar- fjörð af höfuðborgarsvæðinu og farið verður í mótmælagöngu frá skiptistöð- inni við Fjarðargötu, fyrir framan Miðbæ, kl. 12.00. Gengið verður og rúllað að bæjarskrifstofum að Strand- götu í fylgd með söngvaranum Krist- jáni Kristjánssyni úr KK. Þar munu nokkrir einstaklingar hlekkja sig við útidyrnar svo fólk komist hvorki út eða inn úr húsinu. Einnig mun sterkas- ta kona Islands, Sigrún Hreiðarsdóttir, veita fötluðum aðstoð við að afhenda bæjarstjóra Sjálfsbjargarádrepuna. Að því loknu verður aftur gengið að Miðbæ og forráðamönnum versluanrmiðstöðvarinnar veitt við- urkenning fyrir gott aðgengi. Fjör á bryggjuballi Hið árlega bryggjuball Sjálfstæðisflokksins var haldið Auk þeirra sitja við borðið Birgir Eyjólfsson, Anna í Kænunni um síðustu helgi og þótti heppnast vel. Á Guðnadóttir, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Hjördís Amdal og myndinni má sjá Áma Mathiesen þingmann á tali við Finnbogi F. Amdal. Bergþór Jónsson formann FH. SJÁ NÁNAR Á BLS. 2 Innbrot íbíla halda áfram Ekkert lát er á innbrotum í bfla í Norðurbænum og var til- kynnt um fjögur slík um síð- ustu helgi. Samkvæmt upplýs- ingum frá rannsóknarlögreglu virðist um sömu aðila að ræða í öllum tilvikum en þessi inn- brotafaraldur hófst fyrir tæp- lega tveimur vikum síðan. Miklu af tækjum hefur verið stolið úr bílunum og þar að auki var hjólkoppum stolið af þremur bflum, þar af tveimur Mercedes Benz. Rannsóknarlögreglan biður fólk að hafa vara á sér á þessu svæði og allar upplýsingar eða ábendingar um hverjir séu hér að verki em vel þegnar. HAFNARFIRÐI ATHAFNADAGAR I MIÐBÆ Tískusýning - Barnakór Hafnarfjarðarkirkju Morgunleikfimi með HRESS - Nautakjötskynning frá GOÐA Lalli frá Veiðibúð Lalla sýnir fluguhnýtingar 22 Verslanir - Banki - Veitingahús - Apótek Opið Mán. - Fim. 10:00 - 18fl0 Föstud. 10.-OO -19.-00 Laugard. 10W - 16d)0 Sjá nánar bls. 3 & 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.