Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.03.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 30.03.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Sigtryggur sýnir Um síðustu helgi opnaði Sig- tryggur Bjarni Baldvinsson mál- verkasýningu í sýningarsalnum “Vtö Hamarinn” að Strandgötu 50. A sýningunni eru olíumálverk frá s.l. þremur árum. Sigtryggur nam við Málaradeild MÍH og Fjöltæknideild “Ecole des Arts Decoratifs” í Strassborg þar sem hann lauk prófi vorið 1994. Sýningin er opin frá kl. 16-20 virka daga en 14-20 um helgar. Síð- asti sýningardagur er 9. apríl. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra, klippir á hluta af 66 ára ein- okun á skoðun ökutækja með því að opna Aðalskoðun hf í janúar s.l. skoðun hf, en Bifreiðaskoðun Islands hf hefur einkaleyfi á mörgum þáttum s.s. númerameðhöndlun, útgáfu skráningaskírteina, eigendaskipta, afskráninga, nýskráninga, sérskoð- ana og breytingaskoðana. Ennþá skortir því nokkuð á að möguleikum samkeppnisaðilum Bif- reiðaskoðunar íslands hf í skoðun bifreiða séu sköpuð þau samkeppnis- skilyrði að fyrirtækin geti keppt við Bifreiðaskoðun á jafnréttisgrund- velli. I stuttu spjalli við Gunnar Svav- arsson, framkv.stj. Aðalskoðunar hf. kemur í ljós að ekki virðist vera á næstu grösum að jafna samkeppnis- stöðu fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Að- alskoðun hf haft sent Samkeppnis- stofnun bréf og afrit af bréfum til dómsmálaráðuneytis, þar sem bent er á þessa ójöfnu stöðu, hefur ekkert gerst nýtt í málinu. Málið er í hönd- um ráðherra, en hann situr að nokkru leiti báðum megin við borðið, þar sem ríkið á 50% í Bifreiðaskoðun ís- lands hf. og því yrði útkoma þess fyr- irtækis væntanlega rýrari ef einokun yrði aflétt að fullu. Ef ríkið ætlar sér að jafna stöðuna þá hlýtur næsta skref stjórnvalda að verða það að ftnna leiðir til lausnar á því að skoðunarstofur og viðskipta- vinir þeirra þurfi ekki að vera háðir samkeppnisaðilanum Bifreiðaskoðun Islands h.f. Við spurðum Gunnar hvernig hon- um litist á að fá nýjan aðila inn á markaðinn, en sagt er að nokkur stór fyrirtæki séu að opna nýja skoðunar- stöð á næstunni? Gunnar sagði að þá yrðu þarna tyeir stórir aðilar, Bif- reiðaskoðun Islands hf. með ríkið á bak við sig og þessi nýja stöð með svokallaðan kolkrabba sem bakhjarl og svo þeir “litlir karlar” í Hafnar- ftrði, sem riðu á vaðið með að rjúfa einokunina. Þetta yrði alltaf spuming um þjónustu “og það er okkar mark- mið að gefa viðskiptavinum okkar góða þjónustu og gott verð. Til þessa hafa áætlanir okkar gengið eftir og við vonum að svo verði áfram,” sagði Gunnar að lokum. Fermingargjöf sem leggur grunn að framtíðinni Pálmi Pór Másson og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdótdr. I Stjörnubók 12 mánaða. I Stjörnubók 30 mánaða. I Verðtrygging og hámarksávöxtun. (Stjörnubók 30 mánaða ber nú 5,15% raunvexti) I Hver innborgun bundin í 12 eða 30 mánuði. Eftir það er hún laus til útborgunar einn mánuð í senn á sex mánaða fresti. Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma. Stjörnubókinni fylgir lántökuréttur til húsnæðiskaupa. Lánsupphæðin erað hámarki' 2,5 milljónir til allt að 10 ára. 0 BÚNAÐARBANKINN Ennþá vantar þó á að samkeppnin sé á jafnréttisgrundvelli Eins og sagt hefur verið frá hér í hlaðinu áður þá hóf Aðalskoðun hf starfsemi sína um miðjan janúar. Við samanburð á almennri skoðun ökutækja á höfuðborgarsvæðinu fyrstu tvo mánuðina sem Aðal- skoðun hf hefur starfað, kemur í Ijós að markaðshlutdeild fyrirtæk- isins er urn 32% á móti 68% hjá Bifreiðaskoðun Islands hf. Aðalskoðun hf hefur allt frá upp- hafi lagt áherslu á lægri verðskrá, stuttan biðtíma og persónulega þjón- ustu og fram til þessa hefur fyrirtæk- ið verið ánægt með þjónustugæði sín. Það hefur helst skyggt á þessar fyrstu starfsvikur er óánægja neyt- enda með að geta ekki fengið alla al- menna þjónustu hvað varðar skoðun og skráningu ökutækja hjá Aðal- Stjörnubókin er einhver vœnlegasta ávöxtunarleiðin í dag og er því tilvalin bœði sem fermingargjöf og fyrir fermingarpeningana. Aðalskoðun fer vel af stað

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.