Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.03.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 30.03.1995, Blaðsíða 7
FJ ARÐARPÓSTURINN 7 Könnun á húsnæðisþörf aldraðra Samtök aldraðra hafi frumkvæði að byggingum segja Hafnfirðingar í könnuninni Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu kynntu s.l. mánu- dag niðurstöður úr viðhorfskönn- un íbúa 55 til 74 ára á aðstæðum og óskum um húsnæði þegar kem- ur á efri ár. Könnun þessi hefur staðið yfir í rúmt ár og nær til úr- taks íbúa á höfuðborgarsvæðinu 55 ára og eldri. Hún var tvískipt. I fyrri og viða- meiri hlutanum er gerð almenn við- horfskönnun íbúa 55 til 74 ára á að- stæðum og óskum um húsnæði þegar kemur fram á efri ár, gerð sérhannaðs húsnæðis o.fi. Könnunin var lag- skipt, þ.e. úrtaki og niðurstöðum var skipt milii sveitarfélaga eins og hægt var. Þessi hluti var símakönnun og var úrtakið um 2000 manns eða um 10% af íbúafjölda á þessu aldurs- skeiði. Seinni hluti könnunarinnar var viðtalskönnun við um 40 aðila sem búa í sérstökum félagslegum íbúðum fyrir aldraða. Markmið þessarar könnunar var að afla upplýsinga sem hægt yrði að nota við langtíma stefnumótun við uppbyggingu húsnæðis fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu. Miklar upplýingar og fróðleikur er í könnuninni og liggur nú fyrir vinna sveitarfélaganna að skoða þær óskir og viðhorf sem þar koma fram. Það kom fram í máli Jónasar Egilssonar framkv.stj. SSH að þegar sveitar- stjórnir og starfsmenn þeirra hefðu unnið upp úr niðurstöðum könnunar- innar yrði haldin fundur eða ráð- stefna, þar sem reynt yrði að móta heildarstefnu í húsnæðismálum eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu. Mjög svipaðar skoðanir voru í öll- um sveitarfélögunum og yfirleitt lítill munur á milli kynja. Ef litið er á fyrri hluta könnunar- innar kemur í ljós að það sem fólk taldi mikilvægast þegar það hugsaði til breytinga á húsnæðisaðstæðum vegna aldurs er: 1. Að fá útsýni. 2. Aðgengi að almennings- vögnum. 3. Að búa nálægt grænu svæði. 62% hópsins taldi að það ætti að byggja sérstakar íbúðir fyrir aldraða. Karlar voru því hlynntari en konur og áhugi fer lækkandi með hækkandi aldri. Þegar spurt var um hverjir eigi að hafa frumkvæðið í að byggja fyrir aldraða þá er mjög greinilegt að flest- ir teija að frumkvæðið eigi að liggja hjá sveitarfélögunum. Þama skáru Hafnfirðingar sig nokkuð úr því um 45% þeirra taldi að samtök aldraða ættu að hafa frumkvæðið. Flestir vilja búa í 3ja herbergja íbúðum, þó eru álíka margir 68-74 ára sem vilja búa í 2ja herbergja íbúðum á meðan langflestir 55-59 ára vilja búa í 3ja herbergja. Mjög fáir vilja búa f 4ra herbergja og eins herbergis íbúðum. Yngra fólkið sér efri árin frekar í rað- húsum á meðan þeir eldri vilja búa í fjölbýlishúsum. Hafa skal í huga að yfir 96% búa í eigin húsnæði og rúmur helmingur svarenda segist ætla að búa þar sem hann býr. Einnig ber að hafa í huga að ekkert var spurt um fjármögnun á húsnæði og gæti það skekkt nokkuð svörin ef það hefði verið tekið með. Ef skoðaður er seinni hluti könn- unarinnar þ.e.a.s. könnun á meðal íbúa sem búa í sérstökum íbúðum fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós að algengustu ástæður sem fólk tilgreindi sem ástæðu fyrir flutningi í sérstakt húsnæði fyrir aldr- aða vom. 1. “Undirbúningur undir efri ár” 2. “Húsnæðið orðið of stórt” 3. “Viðhald orðið of erfitt” 4. “Húsnæði óhenntugt” 5. “Húsnæði of dýrt í rekstri” Alls segist 85% hópsins myndi flytja í sérstaka íbúð fyrir aldraða stæði hann í þeim sporum í dag að taka ákvörðun um það. Af svarend- um sem búa í sjálfseignaríbúðum myndu 40% frekar vilja leigja en kaupa slíka íbúð. Stærsti hluti sem tekur afstöðu er fylgjandi því að sveitarfélagið eigi að bera ábyrgð á að byggja íbúðir fyrir aldraða. Marg- ir bentu á mikilvægi þess að vera ekki orðinn of gamall þegar flutt er í sérstakar íbúðir fyrir aldraða og nokkuð margar ábendingar komu um mikilvægi þess að sett væri á laggim- ar upplýsingamiðstöð um húsnæðis- mál aldraðra. Fjarðarpósturinn mun á næstunni gera þessari könnun frekari skil. fá útsýni aögengi aö almenningssamg. búa nálægt grænu svæði búa nálægt bömunum sínum búa miðsvæðis vera nálægt þjón.kj. viðhalds og rekstrarkostnaður losna við tröppur minnka við sig fjárhagslegra aðstæðna flytja í ódýrara húsnæði fá aukin þægindi _______________stækka við sig Hvað er mikil- vægt þegar fólk vill breyta í hús- næðismálum Sjólastöðin kaupir 7.000 tonna eistneskt verksmiðjuskip Fer á úthafs- karfaveiðar á næstunni Sjólastöðin hefur fest kaup á eistneska verksmiðjuskipinu Heinaste og mun það fara á út- hafskarfaveiðar á næstunni. Jón Guðmundsson framkvæmdastjóri Sjólastöðvarinnar segir að kaup- verðið hafi verið undir byggingars- kostnaði skipsins en það mun vera áfram skráð í Tallin í Eistlandi og hefur Sjólastöðin stofnað dóttur- fyrirtæki þar um rekstur þess. Að sögn Jóns var ekki hægt að skrá skipið hérlendis því þá hefði þurft að úrelda á móti skipastól sem nemur sömu tonnatölu. Heinaste er engin smásmíði eða um 7000 tonn að stærð og um 120 metrar á lengd. Þetta er nýlegt skip eða tæpra 5 ára gamalt og í góðu ásigkomulagi. Um borð verður 80 manna áhöfn, að mestu eistlenskir sjómenn en auk þeirra verða nokkrir Islendingar í áhöfn skipsins. Nú er unnið að uppsetningu á nýj- um tækjabúnaði um borð, m.a. nýj- um fiskleitartækjum og flottrolli af Heinaste í Hafnarfjarðarhöfn gerðinni Gloría frá Hampiðjunni. “Þetta er sama troll og við höfum meðal annars verið með um borð í Sjóla og Haraldi Kristjánssyni,” seg- ir Jón. Bæði er hægt að frysta og bræða fisk um borð en skipið er dýrt í rek- stri og sem dæmi má nefna að olíu- notkunin er 24 tonn á sólarhring þeg- ar skipið er á veiðum. Heinaste getur verið lengi að veið- um í einu eða allt að þrjá mánuði án þess að koma til hafnar. Atvinnu- leysi stendur fstað Atvinnulausir í Hafnarfirði eru nú 523 talsins og segir Theresía Viggósdóttir for- stöðumaður Vinnumiðlunar bæjarins að atvinnuleysi hafi staðið í stað undanfarnar vik- ur. Atvinnuleysið náði há- marki í janúar er rúmlega 600 voru á skrá en síðan hefur fiskvinnsla hafist í Sjólastöð- inni og atvinnuleysið minnk- aði sem henni neniur. Samkvæmt upplýsingum frá Theresíu mun atvinnuátak á vegum bæjarins heíjast nú um mánaðarmótin en hún hafði ekki fengið upplýsingar um hve margir gætu takið þátt í því. Nú þegar hafa um 20 manns, flest konur, vinnu í atvinnuátaki tengt verkfalli kennara. Þær vinna í grunnskólum bæjarins og sjá m.a. um gæslu 6-10 ára gamalla barna. Athafna- dagar í Miðbæ Enn og aftur er komið að skemmtilegum athafnadegi í Miðbæ Hafnarfirði. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju gleður okkur með fallegum söng kl. 12.00 á laugardag og kökur verða til sölu í nafni kórsins á fóstudag og laugardag. Við byrjum laugardaginn með léttri morgunleikfimi undir stjórn stelpnanna í Hress og gæðum okkur á nautakjötinu frá Goða á eftir. Þá verður tískusýn- ing Miðbæjar þar sem sýnd verða föt og annar varningur frá verslunum í húsinu. Fyrir þá sem eru að undirbúa veiðisumarið verður Lalli í Veiðibúð Lalla með skemmtileg tilþrif við fluguhnýtingar og sýnir handbrögð og nokkrar hel- stu flugutegundir. (fréttatilkynning) Ljósmynda- sýning í Listhúsi 39 I Listhúsi 39 stendur nú yfir Ijósmyndasýning Frakk- ans Jean-Yves Couragaux en hann hcfur verið búsettur hérlendis undanfarin 15 ár. Myndirnar eru allar úr ferð- um til suðurhluta Alsírs þar sem Jean-Yves ólst upp til 12 ára aldurs. Hefur hann farið þangað sem fararstjóri með hópa ferðamanna mörg undan- farin ár. Sýningin stendur til 17. apríl og er opin virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnu- daga kl. 14-18.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.