Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 14. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 6. apríl Verðkr. 100, Þvottavélar - Þurrkarar Eldavélar - ísskápar RAFMÆTTI Miðbæ - s. 555 2000 Veiðileyfa- gjald er til umræðu -sjá bls. 5 Könnun á húsnæðis- málum aldraðra -sjá bls.7 Skátar leita eftir stuðningi -sjá bls.10 Nöfn ferming- arbarna um páskana -sjá bls.6 Bæjaryfirvöld hafna umsókn starfsfólks leikskóla í STH STH stefnir bæjaryfir- völdum fyrir dómstóla Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að hafna umsókn starfsfólks á leik- skólum bæjarins á inngöngu í Starfsmannafélag Hafnarfjarðar (STH). Þetta var samþykkt á síð- asta fundi bæjarráðs. Stjórn STH hefur í framhaldi af þessu ákveðið að stefna bæjaryfirvöldum fyrir dómstóla til að fá úrskurð þeirra í málinu. Arni Guðmundsson for- maður STH segir að málsóknin sé fyrst og fremst byggð á því að fólk eigi að geta valið sjálft hvaða verkalýðsfélagi það vilji tilheyra. Gunnar Rafn Sveinbjörnsson bæj- arritari segir að bæjaryfirvöld hafi ætíð haft þá skoðun að verkalýðs- félögin eigi sjálf að skera úr um í þessu álitamáli þó að þau í sjálfu sér viðurkenni rétt einstaklinga til að velja sér stéttarfélag. Eins og Fjarðarpósturinn hefur áður greint frá er hér um að ræða 81 starfsmann leikskólanna sem nú til- heyra Verkalýðsfélaginu Framtíðin en hafa sótt um inngöngu í STH. Framtíðin hefur verið alfarið á móti þessum fyrirætlunum og segir að fé- lagið eigi samningsbundinn forgang til þessara starfa og að ef starfsfólkið gangi úr Framtíðinni verði störf þeirra auglýst að nýju. Árni Guðmundsson segir að fleiri hópar en starfsfólk leikskólanna hafi sótt um inngöngu í STH og nefnir sem dæmi ræstitækna í skólum bæj- arins. "Það eru nokkur svipuð mál í gangi annarsstaðar á landinu," segir Arni. "Svipað og hér hafa þessi for- gangsákvæði um rétt einstakra verkalýðsfélaga til ákveðinna starfa valdið töluverðri óánægju meðal starfsfólksins." -SJÁ NÁNAR Á BLS. 10 Sú fegursta úr Hafnarfirði Berglind Ólafsdóttir 17 ára stúlka úr Hafnarfirði var kjörin Ungfrú Reykjavík um síðustu helgi. Þetta mun í fyrsta sinn sem hafnfirsk stúlka hlýtur þennan eftirsótta titil. -SJÁ NÁNAR Á BLS. Músíktilraunir Tónabæjar Þær bestu eru úr Hafnarf irði Það er óhætt að segja að ungir hafnfirskir tónlistarmenn hafi komið séð og sigrað á Músíktilraunum Tónabæjar sem lauk um síðustu helgi. Hafnfirskar hljómsveitir náðu bæði fyrsta og öðru sætinu í keppninni en alls tóku 32 hljómsveitir af öllu land- inu þátt. Hljómsveitin Botnleðja varð í fyrsta sæti og Stolía í öðru sæti kepp- ninnar. Þess má til gamans geta að trommuleikararnir í báðum hljómsveitunum eru bræður. Botnleðja sem leikur pönkskotið rokk er skipuð þeim Heiðarí Erni Kristjánssyni á gítar/söngur, Haraldi Frey Gíslasyni á trommur og Ragnari Páli Steinssyni á bassa. Stolía sem leikur melódískt rokk án söngs er skipuð þeim Arnari Þór Gíslasyni á trommur, Jóhanni Gunnarssyni á bassa og Einar Loga Snorrasyni á gítar. Arnar var valinn besti trommuleikari keppninnar og Jóhann besti bassaleikarinn. Heiðar Örn Kristjánsson segir í samtali við Fjarðarpóstinn að þeir ætli að halda sínu striki og næst á dagskrá sé að gefa út geisladisk með frumsömdu efni. Þeir fengu samtals 35 upptökutíma í tveimur hljóðverum og ætla sér að nýta þá í það. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hafnfirðingar sigra í keppninni því hljómsveitin Naflastrengir sigruðu árið 1991. Næsta blað kemur út þann 27. apríl Næsta tölublað Fjarðarpóstsins kemur út þann 27. apríl þar sem tveir næstu fimmtudagar eru skírdagur og sumardagurinn fyrsti. Ritstjórn blaðsins óskar öllum Hafnfirðingum nær og fjær gleðilegra páska. • • Opið MIÐBÆR HAFNARFIRÐI BINGO BJOSSI I MIÐBÆ á milli kl. 14 -16 laugardag 22 Verslanir - Næg bílastæði m*l-**iom.i8*> Banki - Veitingahús - Apótek Föstud Skemmilegar uppákomur - Hlýlegt umhverfi Uugard- Wm - T9.-O0 wm-iem

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.