Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 14
2 FJARÐARPÓSTURINN BLAÐAUKI Afmælisár hjá A. Hansen Nú á þcssu ári eða nánar tekið 1. nóvember eru 10 ár frá því Sigurð- ur Óli Sigurðsson opnaði veitinga- húsið A. Hansen. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hér í bænum í heimi veitingahúsa og veitinga- staða síðan og margt brcyst. Veit- ingahúsamenning á Islandi hefur tekið stórt stökk upp á við á þess- um árum og er nú á við það besta í heiminum. Islenskir matreiðslumenn eru orðnir viðurkenndir fyrir góðan mat. Erlendir gestir dásama allt í sam- bandi matreiðsluna nema verðið, það er þó á niðurleið á meðan gæðin eru á uppleið. Hér í HafnarFirði hafa sprottið upp fjölmargir veitingastaðir á þessum 10 árum, en A. Hansen hefur þó haldið sínu og vel það, enda segir Sigurður Óli að samkeppnin sé af hinu góða. Meiri fjölbreytni í veitingastöðum laði aðeins fleiri til að fara út að borða og oftar en áður. Það var ekki upp á marga fiska húsakynnin sem Sigurður tók við, húsið varla meira en fokhellt. Eig- endur luku við húsið að utan, en Sig- urður Óli sá um og kostaði allar inn- réttingar. Þegar allt var svo klappað og klárt stóð á að staðurinn fengi vín- veitingaleyfi og Sigurður Oli fór daglega niður í ráðuneyti, þar sem Jón Helgason var við völd til að reyna að fylgja sínum málum eftir og loks 3 vikum eftir að staðurinn opn- aði fékkst loks leyfi en þá aðeins svo- kallað léttvínsleyfi. Já, gestimir vom mjög hissa á því að staður sem upp- fyllti öll skilyrði til að vera rekinn eins og sambærilegir staðir í Reykja- vík gat aðeins boðið gestum sínum létt vín. Sterk vín urðu að vera falin í t.d. Irish coffee og fólk mátti fá kaffi og coniac eða liquor eftir mat. Það tók oft langan tíma að útskýra fyrir fólki hvers vegna þetta var svona. Svo urðu mannaskipti í bæjarstjóm og áfengisvamamefnd og þá kom leyfið langþráða bara einn daginn í pósti. Þegar Sigurður Óli er spurður um hvers konar viðskipti hann byggði reksturinn aðallega á og hver sé gald- urinn við að halda svona stað gang- andi, þá segir hann, að það sé nú þessi venjulegi rekstur sem best skili sér, góður matur, hlýlegt viðmót og andrúmsloft og svo auðvitað góð þjónusta. í nokkur ár hefur Sigurður boðið upp á, að sækja matargesti sína heim og kostar slíkur pakki aðeins 2.900.- krónur með þríréttuðum málsverð og bílferð fram og til baka. Hefur Sigurður Óli sótt gesti sína um allt stór Reykjavíkursvæðið og notar til þess bæði leigubíla og limousin eðalvagna. Nú á næstunni mun Sig- urður Öli taka í notkun sinn eiginn Lincoln eðalvagn til þessara nota. Við spyrjum Sigurð Óla að lokum hvað verði nú gert til hátíðarbrigða í mat og öðrum uppákomum á afmæl- isárinu og hann segir okkur að í mat muni þeir halda sínu striki og bjóða gestum fjölbreyttan, góðan mat og góða þjónustu en auk þess muni þeir leggja áherslu á sína vinsælu planka- steik, sem þeir hafa boðið gestum upp á í mörg ár og er orðin vel þekkt. I sumar ætla þeir svo að vera með útihátíðir um helgar, hálfsmánaðar- lega, með hljómlistarmönnum og ails konar skemmtikröftum, þetta sé þó allt í mótun ennþá og verður kynnt betur síðar. Ice Cup um páskana: Eitt þúsund og þrjú hund- ruð keppendur Nú um páskana fer frarn stórmótið Ice Cup sem er fjölþjóðlegt hand- knattleiksmót vngri flokka. Þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin hér. Keppt verður í íþróttahúsunum ( Kaplakrika og við Strandgötu. Keppt verður alla daga frá miðvikudegi fram á sunnudag og standa leikir yfir nær stanslaust frá átta á morgnanna til tíu á kvöldin! Hingað koma um það bil eitt þúsund og þrjú hundruð keppendur hvaðanæva að af landinu og að auki koma sjö hóp- ar frá Svíþjóð, Noregi og Grænlandi. Keppt er í fimmta, fjórða, þriðja og öðr- um flokki, bæði karla og kvenna. Þess þarf vart að geta að bæði Haukar og FH eiga lið í öllum flokkum af báðum kynj- um. Hafnftrðingar eru hvattir til þess að leggja leið sína í annað hvort íþróttahús- anna um páskana. Það verður enginn svikinn af þeirri skemmtun sem gáska- fullur handknattleikur ungs fólks veitir, hún er ekki síðri eða kappsminni en sami leikur fullorðinna. Kjörfundur f Hafnarfirði Kjörfundur í Hafnarfirði vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 8. aprfl 1995 hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 22:00. Kosið verður í Lækjarskóla, Víðistaðaskóla og Setbergsskóla. Kjör- stöðuni er skipt þannig að íbúar við Reykjavíkurveg og vestan hans kjósa í Víðistaðaskóla, íbúar austan við Reykjavíkurveg að Reykjanesbraut kjósa í Lækjarskóla og íbúar austan Reykjanesbrautar kjósa í Setbergsskóla. Þá verða kjördcildir fyrir vistfólk að Hrafnistu og á Sólvangi. Skiptinjj í kjördeildir Hverfisgata Sunnuvegur Miðvangur 1-119 Bæjarhraun er þannig: Hörðuvellir Svalbarð Dofraberg Hörgsholt Svöluhraun 8. Kjördeild Einiberg Lækjarskóli: Jófríðarstaðavegur Tjamarbraut Miðvangur 121-167 Engjahlíð Kaldakinn Trönuhraun Norðurbraut Fagraberg 1. kjördeild: Kelduhvammur Túnhvammur Norðurvangur Fagrahlíð Hafnfirðingar búsettir erlendis Klapparholt Urðarstígur Nönnustígur Fjóluhlíð Óstaðsettir í hús Klausturhvammur Vallarbarð Reykjavíkurvegur Furuberg Alfaskeið Klettahraun Vesturholt Skerseyrarvegur Fumhlíð Álfholt Krókahraun Víðihvammur Sólvangur Glitberg Arnarhraun Kvíholt Vitastígur Skúlaskeið Greniberg Lindarhvammur Þrastahraun Smiðjustígur Háaberg 2. kjördcild Lyngbarð Þúfubarð Suðurvangur Hnotuberg Ásbúðartröð Lynghvammur Öldugata Sævangur Hólsberg Austurgata Linnetstígur Öiduslóð Tunguvegur Hvassaberg Birkihvammur Lækjargata Öldutún Unnarstígur Kaplahraun Brattakinn Óstaðsett hús Vesturbraut Kjarrberg Brattholt 4. Kjördeild (Brandsbær Vesturgata Kléberg Brekkugata Lækjarhvammur Hraungarður Vesturvangur Klettaberg Brekkuhvammur Lækjarkinn Jófríðarstaðir Víðivangur Klukkuberg Bæjarholt Mánastígur Krýsuvík) Vörðustígur Kvistaberg Dalshraun Dvergholt Mávahraun Melabraut Víðistaðaskóli Þrúðvangur Óstaðsett hús Lindarberg Lyngberg Eyrarholt Melholt 6. Kjördeild (Brúsastaðir I og II Ljósaberg Erluhraun Miðholt Blómvangur Eyrarhraun Lækjarberg Fagrakinn Mýrargata Breiðvangur Fagrihvammur Móberg Fagrihvammur Mjósund Bmnnstígur Ljósaklif Reyniberg Fjóluhvammur Móabarð Drangagata Sæból Skálaberg Flatahraun Mosabarð Flókagata Tjöm) Skógarhiíð Garðstígur Næfurholt Garðavegur Sólberg Grænakinn Reynihvammur Glitvangur Hrafnista-DAS Staðarberg Gunnarssund Selvogsgata Heiðvangur Steinahlíð Háabarð Skóiabraut Hellisgata Stuðlaberg Háakinn Sléttahraun Herjólfsgata 9. Kjördeild Traðarberg Háholt Smárabarð Hjallabraut 1-25 Vistfólk á Hrafnistu Úthlíð Háihvammur Smárahvammur Sólvangur Víðiberg Hamarsbraut Smyrlahraun 7. Kjördeild Þórsberg Hellubraut Sólvangsvegur Hjallabraut 33-96 10. Kjördeild Óstaðsett hús Hjallahraun Staðarhvammur Hraunbrún Vistfólk á Sólvangi (Berg Hlíðarbraut Stekkjarhvammur Hraunhvammur Haukaberg Stekkjarkinn Hraunkambur Setbergsskóli Hraunberg 3. Kjördeild Hrauntunga Lindarberg Hólabraut 5. Kjördeild Kirkjuvegur 11. Kjördeild Lyngberg Holtsgata Strandgata Klettagata Álfaberg Reykholt Hraunstígur Suðurbraut Krosseyrarvegur Birkiberg Setberg Hringbraut Suðurgata Langeyrarvegur Birkihlíð Skálaberg Hvaleyrarbraut Suðurholt Laufvangur Brekkuhlíð Stóraberg) Hvammabraut Suðurhvammur Merkurgata Burknaberg Vakin er á því sérstök athygli, að kjósanda ber að hafa meðferðis persónuskilríki og framvísa þeim við kjörstjóm, ef krafist verður. Kjósandi getur ella átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstjóm mun á kjördegi hafa aðsetur í Lækjarskóla. Undirkjörstjómir mæti á kjördegi í Lækjarskóla kl. 08:00. Hafnarfirði, 31. mars 1995. Kjörstjórn Hafnarfjarðar Ingimundur Einarsson Jon Auðunn Jonsson, Gisli Jonsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.