Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.04.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 27.04.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN ctjöpmuspA Gildir frá fimmtudegi 27. apríl til miöviku- dags 3. maí Vatnsberinn (20. jan. -18. feb.) Einhver smá misskilningur kemur uppá um helgina og þú ómeövituö(aöur) ert á öndverðum meiði viö einhvern, bara til aö vera andsnúinn. Þetta er óhugsað og vonandi verður þaö fyrirgefiö. Annars byrjar mánuöurinn vel og ástin spilar mikl- ar tilfinningar. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Helgin verður erilsöm og hætt er við kjaftagang. Þú ættir ekki aö vera í erfið- leikum meö aö segja sumum til synd- anna. Þú veist hug þinn og hversu megn- uö orð þín geta verið. Eyddu samt ekki of miklum tíma í tuðið því það er svo margt annað jákvætt sem þú ert að taka þátt í. Hrúturinn (21. mars -19. apr.) Þessir síðustu dagar mánaðarins ein- kennast af skemmtilegum uppákomum. Ánægjulegum mannfagnaöi og geysilega mikið af forvitnilegu fólki. Þú færð óvænt og ákjósanlegt svar við spurningu sem þú hefur beðið um að fá leiðsögn við. Til Hamingju! Þér er óhætt að dansa á rauðu Ijósi og klæðast rauöu. Nautiö (20. apr. - 20. maí) Þú hefur haft óþarfa áhyggjur og getur svo sannarlega létt af þér og byrjað upp á nýtt. Ekki þó gera úlfvalda úr mýflugu eins og þér hættir til að gera. Það sem þú leit- ar að, færðu upp í hendurnar. Það er svo auðvelt. Því nautið er lukkunnar pamfíll. Notaöu orkuna þína. Tviburinn (21. mai - 20. júní) Þögnin er gullsígildi. Alveg sama hvað þig langar að leggja orð í belg, máttu vita að með þögninni nærð þú mikið lengra að sinni. Það sem fram fer á bak við tjöldin er svinarí en skortur er á sönnunum. Réttlætiö sigrar alltaf að lokum og án þinnar aðstoðar. En mikið verður þú fegin(n). Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Þú tekur meiriháttar ákvöröun um helgina sem á eftir að veita þér mikinn léttir og á- nægju heimafyrir. Þú hefur áhrif á aðra svo nýttu þennan hæfileika á jákvæðan máta. Eitthvað sem þú óskaðir þér, kem- ur ekki en í staðinn færð þú eitthvað sem er svo margfalt betra. Ljóniö (23. júlí - 22. ágúst) Ef þú helðir tima aflögu væri æskilegt að fara í smá frí og þá með traustum vini, hrút eða vog. Þú kemur eins og ný mann- eskja til baka. Slepptu öllum breytingum og hræringum að sinni. Njóttu þess að lifa lífinu í dag. Fortíðin plús nútíðin er sam- ansem framtíðin. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Það lagast ekki andrúmsloftið fyrr en eftir helgina og tregðan sem hefur verið fylgi- fiskur, hverfur þar með líka. Framundan er beint flug og frábær tími til að breyta, bæta og hlúa að því hvað sem þarf að- hlynningar við. Sigur þinn er sætur og þú átt hann vel skilið. Vogln (23. sept. - 22. okt.) Einhver í hrútsmerkinu er þrjóskari en nokkurt naut þessa dagana svo þú þarft að taka á þessum stóra. Miklar breyting- ar eru á döfinni og ekki allar sem þú ert sátt(ur) við. Einhver á eftir að sannfæra þig svo um munar. Merkar umræður eru gangi. Þetta er svo augljóst. Sporödrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Það er þreyta og fjárhagsvandi sem þari að vinna úr og best að byrja strax áður en farið er að eyöa af spari forða. Drífa á sig vinnuvettlingana og út í garð. Það er sól og sumar framundan, upplagt að sá i já- kvæðan jarðveg. Ég vil! Éggetl Égskal! Bogmaöurinn (22. nóv. - 21. des.) Þú ert ómótstæðileg(ur) þessa dagana meðal vina þinna, alger drifjööur og töfr- andi persónuleiki. Þig langar lika til aö heyra hrós orð frá vinum svo hér eru þau skrifuð til þin. Þú átt það vel skilið. Steingeitin (22. des. -19. jan.) Ekki vera svona tortryggin(n) það er svo þreytandi. Tjáðu þig samt um skoðanir og grunsemdir þlnar, og þér er óhætt að vera sveiganleg(ur), því betur líöur þér og öll- um í kringum þig. Einhver í vogarmerkinu vill ráöleggja þér, af góðum hug, varðandi ákvörðun. Patrick Huse með sýningu í Hafnarborg íslenskt landslag f stóru hlutverki Norski myndlistarmaðurinn Patrick Husc sýnir nú verk sín í Hafnarborg og ber sýning hans heitið Norrænt landslag. Patrick Huse notar mikið ís- lenskt landslag í myndum sínum en hann kom til Islands samtals fímm sinnum á síðasta ári til að mála og fá hugmyndir. “íslenskt landslag spilar stórt hlutverk í verkum mínum og ég er mjög heillaður af því hve landslagið hér er villt og ómót- að af manninum,” segir Patrick í samtali við Fjarðarpóstinn. Sýning Patricks var opnuð um síðustu helgi og mun standa fram að 8. maí. Sýningin er styrkt af norska menntamálaráðuneytinu og norska menningarmálaráðinu og héðan fer sýningin til Bergen og síðan vestur um haf til Bandaríkjanna. A sýningunni verða olíumyndir, myndir unnar með blandaðri tækni og litaþrykk. Kveikjan að verkunum á sýningunni eru athuganir Patricks á eyðilegu fjailalandslagi í Noregi og á Islandi. Myndirnar birta ögrandi sýn á Iandslagið og í þeim má líka greina gagnrýnar van- gaveltur um samband mannsins og náttúrunnar. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir m.a. í sýningarskrá að myndirnar séu: “kaldhæðnisleg tilbrigði við Landslagið hér villt og ómótað af manninum, segir Patrick kenninguna um “menningarland- slagið”, þá hugmynd að mannesk- jan geti nokkum tímann eignað sér náttúruna hvort sem er með orðum eða gjörðum.” 1 samtali blaðsins við Patrick kemur fram að hann telji land- slagið í Noregi mun sléttara og felldara en hér á íslandi. “Ég tel landslagið hér á landi vera göfugt,” segir hann. Patrick Huse mun dvelja hér- lendis um nokkurt skeið en liann vinnur nú að undirbúningi næstu sýningar sinnar sem hann hyggst byggja á landslaginu á Reykjanesi. Málþing um lands- lagslist Meðan á sýningu Patricks Huse stendur, eða laugardaginn 29. apríl verður haldið málþing í Hafnarborg þar sem land- slagsmálverk verða tekin til umfjöllunnar. Meðal þátttakenda verða Aðalsteinn Ingólfsson, Mikael Karlsson heimspekingur, Öysten Loge listfræðingur, Folke Edwards fyrrverandi safnstjóri og Jón Proppé gagnrýnandi. Málþingið verður öllum opið en það hefst kl. 10.30. Æringi - meinlegur ogmis- kunnarlaus - skrifar án ábyrgöar Sólskvetta Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson orti að því er talið er fyrstu sonnettuna á íslensku. Hann orti þá um það þegar stiðrið sæla andar vindum þýðum. Hann orti um það þegar hlýir vindar leika um kinnunga báta og biður vorboðann ljúfa um að skila kveðju til stúlku á Islandi þegar hann legg- ur leið sína þangað norðureftir. Jónas talaði frá Danmörku. Æringi yrkir nú frá Víðistaðatúni. Og hann á tvennt sameiginlegt með Jónasi heitnum. Annað er að æringi yrkir hér fyrstu sonnettuna sína og í ANNAN STAÐ þá yrkir hann um sumarkomuna og börnin smá. Bömin smá, já. Þau eru reyndar smærri um sig í raun en þau virðast þarna niðri á Víðistaðatúni á sumardaginn fyrsta. Grey- in eru svo kappdúðuð í dúnklæði og ull að þau geta varla hreyft sig, minna einna helst á fuglategund nokkra allstirðbusalega þar sem þau valhoppa innan í öllum þessum fötum eftir túninu í víðavangshlaupi. Því þótt sumarið sé komið þá hefur gleymst að hækka hitastigið. Og sólin bregður svika- ljóma yfir frostbitna gulbrúna jörðina. Svikin uppgötvast ekki fyrr en allir hafa látið glepjast eftir útumgluggagláp og drif- ið sig út. Þá er eins gott að stafla sig fötum. Þá verða til svona sólskvettur undir sonn- ettuhætti, ef sonnettu skyldi kalla því ekki er hún fullkomin, blessunin. Jónas & Co. eru beðnir velvirðingar: Heiður lýgur bláhiminn, kalin er hún Blíða, blasir við oss Göflurum gluggaveður þýtt. Tíðum hafa veðurguðir vom kyni strítt, er „vingjarnlegir” úti við, kuldabolar bíða. limra Verslunin Sumarhús Ekki gefur til góðra sátta er flutt í Hafnarfjörð í faðmi hrauns sem hulduheimar prýða, hamast böm í alltof mörgum fötum. Undan allaböllum, sjöllum, krötum, æðrast, hleypur, hrýtur æskan fríða. og gæðingamir stöðugt þrátta en Magnús Jón í mögnuðum tón ávítaði Ama einn og átta Sofus Verslunin Sumarhús hf. sem verið hefur að Háteigsvegi 20 í Reykjavík s.l. 15 ár er flutt að Hjallahrauni 8 í Hafnarfirði. Sumarhús hf. selur ýmsar vörur fyrir sumarhúsið, sólstofu- na og heimilið, til dæmis reyrhúsgögn, furuhúsgögn og antikmáluð furuhúsgögn. Auk þess léttar og meðfærilegar kamínur, neistahlífar fyrir ama ásamt ýmsum arinvörum. Verslunin er einnig með ýmsa smávöru svo sem diskarekka, skrauthillur, bamahlið og fleira úr furu, lamir kistulæsingar, höl- dur og fleira úr smíðajámi, útskomar gestabækur og skilti. Verslunin er opin alla virka dagafrákl. 10-18. Á Víðistaðatúni vetur fiúðuð, vænglaus minntuð oss á fugla stirða, sýndist ykkur erfitt skanka’ að hrista. Æska, blómi - mjög svo bömin dúðuð, bæling, drómi - klæðin limi spyrða, sern mörgæsir (í maraþon) á sumardag- inn fyrsta! Fullt nafn? Haraldur Klingeberg Olafsson. Fæðingardagur? 31.12.1975. Fjölskylduhagir? Unnusta mín er Nanna Kristín Jóhannsdóttir. Bifreið? Engin eins og er. Starf? Nemi og pizzasendill á Hróa hetti. Fyrri störf? Hef unnið á golfvelli og i fiski. Helsti veikleiki? Skapstór og frek- ur. Helsti kostur? Skapstór og frekur. Eftirlætismatur? Taco. Versti matur? Hakk - þurrt að hætti pabba. Eftirlætistónlist? Cat Stevens og Bob Marley. Eftirlætisíþróttamaður? Mara- dona. Eftirlætisstjórnmálamaður? Dav- íð Oddsson. Eftirlætissjónvarpsefni? Auk íþrótta: Hvíta tjaldið. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Sápuóperur. Besta bók sem þú hefur lesið? Andvökur (Stephan G. Stephans- son). Hvaða bók ertu að lesa núna? Dómarinn og böðull hans (F. Dur- renmatt). Eftirlætisleikari? Morgan Freem- an. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Apocalypse now. Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Geri kvikmyndir. Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Moseldalurinn. Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað meturðu síst í fari annarra? Óheiðarleika, einkum það þegar fólk stendur ekki við orð sín. Hvern vildirðu helst hitta? Freder- ico Fellini heitinn. Hvað vildirðu helst í afmælisgjöf? Nýjan bfl. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 milljónir í happdrætti? Fara til út- landa. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Endurvekja Bæjarbíó sem kvikmyndahús á sumrin. Ef þú værir ekki maður, hvað værirðu þá? Haföm. Hver er besti Hafnarfjarðar- brandari sem þú hefur heyrt? Mér er sagt að gömlum manni hafi skrik- að fótur og hann dottið fyrir utan gamla Kaupfélagið nú fyrir kosning- amar. Áma Mathiesen mun hafa borið þar að og hann hjálpað mann- inum á fætur. Sá þakkaði Áma með virktum og þeir kvöddumst með þessum orðum: Ámi: Þú manst bara eftir mér í kosn- ingunum. Gamall maður: Nei, heyrðu nú mig, ég datt á rassinn, ekki höfuðið!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.