Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.04.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 27.04.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Leikhús á Reykja- víkurvegi? Hafnfirski leikhópurinn Hermóður og Háðvör hefur falast eftir húsnæðinu að Reykjavíkurvegi 45 undir fjölbreytta listastarfsemi sem hópurinn myndi stundu að. Erindi hópsins var kynnt á bæjarráðsfundi nýlega en ráðið telur það allrar athygli vert. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til menningarmála- nefndar, undimefndar bæjarins um kvikmyndasafn og skipu- lagsnefndar. Jafnframt var bæj- arverkfræðing falið að kanna ástand hússins. Ljós- mynda- maraþon Æskulýðs- og tómstunda- ráð Hafnarfjarðar og Filmur og framköllun hafa staðið fvr- ir Ijósmyndamaraþoni í þess- ari viku og má sjá afrakstur þess á sýningu í Miðbæ á morgun föstudag. Maraþonið. sem var opið ungu fólki á öllum aldri, hófst á þriðjudag í Vitanum þegar þátt- takendum var afhent 12 mynda filma og jafnmörg verkefni. Daginn eftir átti að skila filmun- um inn til framköllunnar og í dag fá þátttakendur tnyndirnar afhentar til uppsetningar á sýn- ingunni í Miðbæ. Birgir Snæbjörn við Ham- arinn Nú stendur yfir sýning ú málverkum Birgis Snæbjörns Birgissonar í sýningarsalnum Við Hamarinn að Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Þetta er fimnita einkasýning Birgis en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og er- lendis. Birgir stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri 1985-86, MÍH 1986-89 og nam í Strassbourg í Frakklandi árin 1991-1993. Sýningin stendur til 30. apríl. Slökkviliðsmenn fá löggildingu Húsið var kynnt fyrir væntanlegum kaupendum á sumardaginn fyrsta. Húsið að Sólvangs- vegi 3 afhent í haust Eitt af allra síðustu embættisverk- um Rannveigar Guðmundsdóttur fé- lagsmálaráðherra fyrir kosningamar var að afhenda slökkviliðsmönnum í Hafnarfirði skjöl til staðfestingar á löggildingu starfsheitis þeirra. Fé- lagsmálaráðherra heimsótti slökkvi- liðsstöðina af þessu tilefni og afhenti skjölin við hátíðlega athöfn. Að sögn Helga Ivarssonar slökkviliðsstjóra er það mikið fram- faraspor fyrir slökkviliðsmenn að öðlast þessa löggildingu og eflaust til heilla fyrir þá sem slökkviliðsmenn þjóna. “Það er ánægjulegt að það skuli loks vera orðin staðreynd hér á landi að slökkviliðsmenn hafi öðlast þessi starfsréttindi sem-jafnast á við réttindi kollega þeirra ánnarsstaðar í heiminum,” segir Helgi. Framkvæmdir við nýja húsið að Sólvangsvegi 3 eru nú í fullum gangi og reiknað er með að húsið verði fullbúið í haust og afhent nýjum íbúum. Það eru Öldrunar- samtökin Höfn sem standa að byggingu hússins en í því verða 28 íbúðir sem skiptast að jöfnu í stofuíbúðir og tveggja herbergja íbúðir. Nú eru tvö ár liðin frá því að fyrstu íbúðir fyrir aldraða á Sól- vangssvæðinu voru afhentar. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar framkvæmdastjóra Hafnar hefur reynslan af þeim verið góð það sem af er. íbúar sem flytja inn í Sólvang 3 munu njóta sömu þjónustu og veitt er í Sólvangi 1. Nýja húsið að Sólvangi 3 skiptist í tvær álmur, 3ja og 4ra hæða en þær tengjast með sameiginlegum kjama þar sem m.a. er lyfta og setustofur. Hverri íbúð fylgir um 20 fm rými í sameign. Allar íbúðimar 28 em með svöl- Fjarðarpóstur- inn í Miðbæ Mikill fjöldi kom í bás Fjarðar- póstsins dagana 7. og 8. apríl, en þar vorum við til að kynna blaðið og ræða við Hafnfirðinga um hvað þeim finndist um blaðið. Við þökkum á- nægjuleg og uppörvandi samtöl við fólk og margir nýir áskrifendur bætt- ust í hópinn. Nýju áskrifendumir fá fría kynningaráskrift út maímánuð. Þannl5. maí n.k. verður dregið úr á- skrifendapottinum og fær heppinn, á- skrifandi 25.000.- króna vöruúttekt sem taka skal út í verslun eða þjón- ustufyrirtæki í Hafnarfirði. um, fullkomið brunavamarkerfi er til staðar og öryggiskerfi undir eftirliti allan sólarhringinn. Verð á stofuíbúð, 52,4 fm er að meðaltali 6,4 milljónir kr. og meðal- verð á 2ja herbergja íbúð 61,5 fm er 7,5 milljónir kr. Félagsmálaráðherra afhendir slökkviliðsmönnum skjölin. ÍSLANDSBANKA MR SEM FJÖLDINN SKER SIG UR! ÍSLANDSBANKI HAFNARFIRÐI

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.