Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf.Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heilsa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Vaxtahækkun Vextir hækkuðu nú í upphafi mánaðarins þvert á yfir- lýsta stefnu hinnar nýju ríkisstjómar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Hvað sem lýður yfirlýsingum stjórnmálamanna er auðvelt að sjá afhverju vextir hækka nú. Aðstæður á fjármagnsmarkaðinum ráða vaxtastiginu hverju sinni eftir að sá markaður var gefinn frjáls og yfirlýsingar einstakra ráðherra um málið hafa nákvæmlega ekkert að segja til eða frá. Þetta er eitt af því sem hinn nýji viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, virðist alls ekki átta sig á. Það er því ekki að undra að Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans hafi kallað viðkomandi ráðherra flón í síðustu viku. Höfuðástæðan fyrir því að vextir eru háir hér á landi er nær óseðjandi hungur ríkissjóðs í lán á innlendum markaði. Gífurlegur halli á fjárlögum er ástæða þessa og ef ríkisstjómin ætlar sér að lækka vaxtastigið á hún ein- faldlega að draga úr ríkisútgjöldum og þar með minnka þörf sína á lánum á fjármagnsmarkaðinum. Miðað við hvemig ríkisstjómin er samsett og stefnumarkmið henn- ar liggur við að hægt sé að segja að fyrr botnfrjósi í hel- víti en að þessi markmið náist. Það hefur engin ríkisstjórn og síðustu tveimur áratug- um eða svo haft til þess kjark og dug að draga úr ríkis- útgjöldum eða minnka fjárlagahallann að neinu ráði. Það er ekki að sjá að þessi ríkisstjóm sem nú situr verði undantekning frá þeirri reglu. A meðan munu vextir verða áfram háir og vaxtabyrði heimilanna óbreytt frá því sem nú er. Vaxtamálin voru nokkuð til umræðu á 1. maí hátíða- höldunum og ræddu verkalýðsforingjar víða um þau. I 1. maí ávarpi verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði segir Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar m.a.: “Stjóm- völd hafa ekki séð ástæðu til að berjast gegn þeim háu vöxtum sem viðgengist hafa hér á landi áratugum sam- an heldur talið eðlilegt að bankar og lánastofnanir jafn- vel í samráði hver við annan, ákveði sjálfir og einir vaxtakjör sem eru í engu samræmi við verðbólguna í landinu. Á sama tíma og þetta er látið viðgangast ákveð- ur ríkisstjómin að skerða stórlega vaxtabætur sem greiddar eru til almennings vegna mikillar greiðslubyrði húsnæðislána... Ohagstæð húsnæðislán með alltof háum vöxtum hafa leitt til þess að um þriðjungur lána hjá Húsnæðisstofnun ríkisins eru í vanskilum, hundruðir manna hafa misst heimili sín og þúsundir manna munu missa aleigu sína nema gripið verði strax til ráðstafana gegn því.” Friðrik Indriðason Það var Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar sem flutti 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna í Hafnar- firði. Avarpið er svohljóðandi: “Undanfarin ár hefur setið að völd- um hér á landi ríkisstjóm sem öðrum fremur hefur sótt að hagsmunum al- menns launafólks, sjúklinga, öryrkja, ellilífeyrisþega, skólafólks og jafnvel bama. Ríkisstjóm sem ekki virðist sjá neina aðra leið í efnahagsmálum þjóð- arinnar en að ráðast á þá sem minnst mega sín fjárhagslega í þjóðfélaginu. Þannig hafa stjómvöld fundið upp alls- konar skatta og álögur á fyrrgreinda hópa og launakjörum þeirra reyna þau að halda við hungurmörk. Þetta er gert þrátt fyrir háværar yfirlýsingar um engar skattahækkanir áður en þeir komust til valda fyrir fjórum árum síð- an. Við gerð heildarkjarasamninga síð- ast liðinn vetur neitaaði t.d. þáverandi ríkisstjóm að leggja fram svokallaðann ríkisstjómarpakka til lausnar kjaradeil- unni nema verkalýðsfélögin gengju að tilboði atvinnurekenda um 3.700 króna hækkun lægstu launa. Fjómm vikum síðar semur ríkið við kennara um margfalt meiri kauphækkun. Þarna beitti ríkið sér fyrir launamisrétti sem við hljótum að krefjast leiðréttingar á. I kjarasamningum síðast liðinn vetur sýndu samtök atvinnurekenda svo ekki verður um villst að þau vilja í engu meta þá hógværu kjarakröfur sem verkalýðsfélögin lögðu fram þar sem megin áherslap var lögð á hækkun lægstu iauna. I stað þess að ganga að þeim sanngjömu kröfum og bæta með því hag hinna lægstlaunuðu knúðu at- vinnurekendur og ríkisstjórn fram samninga sem skiluðu þeim hærra launuðu meiri hækkun. Þannig var einu sinni enn aukið það iaunamisrétti sem ríkir í landinu. Verkalýðshreyfingin verður að læra af því sem gerðist í vetur. Það má ekki gerast aftur að þeir sem lægst hafa launin fái minnstu bætumar. Tími Þjóðarsáttar er liðinn. Fyrir- tækin hafa hagrætt hjá sér. Flest þeirra sýna verulegan hagnað. Hinn almenni launamaður á að fá sinn skerf í þeim hagnaði. Við hljótum að miða okkar af- komu við launakjör á hinum Norður- löndunum og í V-Evrópu en þar eru laun verkafólks tvöfalt til þrefalt hærri en hér. Það er kominn tími til að ís- lenskt verkafólk fái sína hlutdeild í þeirri miklu hagræðingu sem átt hefur sér stað hérlendis undanfarin ár. Ennþá er ósamið við sjómenn þó að samningar þeirrg hafi verið lausir mán- uðum saman. Utgerðarmenn og aðrir atvinnurekendur ættu að gera sér grein fyrir því að meðan svo er verður ekki friður á vinnumarkaðinum. Verkalýðs- hreyfmgin í Hafnarfirði lýsir yfir fylls- ta stuðningi sínum við kjarabaráttu sjó- STOfNAÐ 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna í Hafnar Tími þjóðarsá manna og krefst þess að við þá verði samið hið fyrsta. Háir vextir Stjómvöld hafa ekki séð ástæðu til að berjast gegn þeim háu vöxtum sem viðgengist hafa hér á landi áratugum saman, heldur talið eðlilegt að bankar og lánastofnanir jafnvel í samráði hver við annan, ákveði sjálfir og einir vaxta- kjör sem eru í engu samræmi við verð- bólguna í landinu. Á sama tíma og þetta er látið viðgangast ákveður ríkis- stjómin að skerða stórlega vaxtabætur sem greiddar em til almennings vegna mikillar greiðslubyrði húsnæðislána. Þama er um að ræða allt upp í 10 þús- und krónur á mánuði eða þrefalt hærri upphæð en launahækkunin sem verka- fólk fékk út úr síðustu kjarasamning- um, Óhagstæð húsnæðislán með ailtof háum vöxtum hafa leitt til þess að um þriðjungur lána hjá Húsnæðisstofnun ríkisins eru í vanskilum, hundruðir manna hafa misst heimili sín og þús- undir manna til viðbótar munu missa aleigu sína nema gripið verði strax til ráðstafana gegn því. Hér í Hafnarfirði hefur um langan tíma ríkt mikið ófremdarástand í hús- næðismálum og ekkert bendir til ann- ars en svo verði áfram að óbreyttri stefnu stjómvalda. Hér bíða yfir þrjú hundruð fjölskyldur eftir félagslegu húsnæði. I atvinnumálum hefur lítið sem ekk- ert verið gert til bóta en margt hinsveg- ar farið á verri veg. Má þar nefna aukna sjófrystingu sjávarafla og fjölg- un frystitogara. I stað þess að auka full- vinnslu sjávarafurða hér heima og skapa með því meiri verðmæti er með þessu stuðlað að minni arði og auknu atvinnuleysi. Á höfuðborgarsvæðinu hefur atvinnuleysi sjaldan verið meira. Þetta er í sjálfu sér ekkert skrítið þegar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.