Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN IÞROTTIR OG HEILSA Frá sjósetningu Þernu og Skeglu í Flensborgarhöfn síðastliðinn laugar- dag. Eins og sjá má eru skúturnar glæsileg sjóskip. Um leið og skútan snerti hafflötinn var maður kominn ofan í hana. „Lekur’ún?” var kall- að ofan af kajanum. „Nei!” var svarað. Hýrnaði þá vfir siglingaköppum Þyts sem voru þó glaðbeittir fyrir Þytur sjó- setur tvær eins skútur Siglingaklúbburinn Þytur er nú í fremstu röð siglingaklúbba eftir að sjósettar voru tvær nýjar kapp- siglingaskútur í eigu klúbbsins síð- astliðinn laugardag. Skútunum voru gefin nöfnin Þerna og Skegla en það eru önnur nöfn á sjófuglun- um kríu og ritu. Skúturnar eru ná- kvæmlega eins að allri gerð - upp á skrúfu. Skútumar em 26 feta af gerð- inni Secret 26 sem Sigurbátar hf. Iétu framleiða. Félagar í Þyt hafa undan- farið lagt nótt við dag til að gera bát- ana klára fyrir þau verkefni sem bíða þeirra en oft em mikil átök í segli og reiða þegar vindar blása af krafti. Það mun vera einsdæmi með- al siglingaklúbba hér á landi að klúbbfélagar geti keppt sín í milli á tveimur nákvæmlega eins skútum. Klúbburinn hlýtur því að teljast freistandi kostur fyrir alla siglingaá- hugamenn sem langar til þess að bmna seglum þöndum við beggja skauta byr. Breytingar á lögum um féiagslegar íbúðir Lán einfölduð og heim- ilt að selja á markaði Á lokadögum alþingis í vor var lögum um félagslegar íbúðir breytt töluvert og þau gerð ein- faldari og sveigjanlegri. Meðal þess sem breytingarnar hafa í för með sér er að lán til félagslegra íbúða voru einfölduð og nú er heiinilt að selja félagslegar eignar- íbúðir á almennum markaði ef þær standa auðar og henta ekki sem félagslegar íbúðir. I Fréttabréfi félagsmálaráðuneyt- isins er fjallað um þessar breytingar og þar segir m.a. að breytingamar megi flokka á eftirfarandi hátt: Aukin ábyrgð og aukið sjálfsfor- ræði sveitarfélaga. Valdmörk milli sveitarstjómar og húsnæðisnefndar gerð skýrari. Sveigjanlegra fyrirkomulag en áður. Einföldun á lánakerfmu. Nýjar reglur um fymingu af fé- lagslegum eignaríbúðum. Leið til lausnar ef félagslegar eignaríbúðir standa auðar. Einföldun á lánakerfinu “Einföldun á lánakerfinu verður gerð þannig að í stað tveggja lána til almennra kaupleiguíbúða, 70% og 20% lán, verður veitt eitt 90% lán. Auk einföldunar er hér einnig um kjarabót að ræða þar sem 90% lánið er langtímalán, en 20% lánið var til skemmri tíma. Fyrning veröur 1% Fyming verður 1% fyrir hvert ár af öllum félagslegum eignaríbúðum sem byggðar eru eftir gildistöku laga nr. 50/1980, en í gildi hafa verið margskonar fymingar. Auk einföld- unar felur 1% fyming í sér kjarabót fyrir eigendur félagslegra íbúða. Heimilt að selja Lögfest er sú grundvallarbreyting að heimilt verður að selja félagsleg- ar eignaríbúðir á markaði ef þær standa auðar og henta ekki sem fé- lagslegar íbúðir. Einnig er tekist á við vanda vegna auðra íbúða með því að veita megi sérstök lán til framkvæmdaraðila sem síðan verður greitt upp ef íbúð er síðar seld eða leigð. ums|on Jóhann G. Reynisson Fjörleg Haukaskemmtun - þótt bæjarstjórnin hafi skrópað Pétur Einarsson, byggingaverktaki, ásamt börnum sínum Guðbjörgu Hildi og Einari Pétri sem auðvitað voru í sínu tínasta Haukapússi. Feður kepptu við syni sína og áttu við ramman reip að draga því í síð- ari hluta leiksins voru þrír leikmenn Hauka á móti hverjum einum föð- ur, þ.e. fímmtán á móti fímm! Haukar hafa undanfarin ár haldið reglulega upp á tilveru sína með Haukadeginum. Þetta árið var engin undantekning á því og undu ungir sem eldri félagar í Haukum sér í fjölbreytilegum leikjum og keppni síðastliðinn sunnudag. Þó fór ekki fram kepp- ni milli aðalstjórnar Hauka og bæjarstjórnar því aðeins einn bæjarstjórnarinaður, Tryggvi Harðarson, mætti til leiks. Þótti mörgum Haukamanninum sér lít- il virðing sýnd með skrópi póli- tíkusanna. Meðal þess sem fram fór var keppni í knattspymu milli foreldra og barna. Fjarðarpóstinn bar að garði þegar feður kepptu við dætur sínar í fjórða flokki og mátti vart á milli sjá hvort liðið væri sterkara. Blaðamanni er ekki grunlaust um að stelpumar hafi hreinlega sigrað í leiknum. Enda vom feðumir „fitjað- ir”, þ.e.a.s. mörgum þeirra var fjötur búinn um fót með kafarablöðicum, appelsínulitum. Höfðu áhorfendur Birgir Finnbogason í kröppum dansi í keppni dætra og feðra. af þessu mikla kátínu og bmtust út mikil fagnaðarlæti þegar mörk voru skomð á báða bóga. Það sama gilti þegar feður kepptu við syni sína í sjötta og sjöunda flokki. Áttu feður enn undir högg að sækja gegn eldspræku ungviðinu. Eg held að enn haft feður borið lægri hlut. Einnig var þama haldin hluta- velta. Ljósmyndari Fjarðarpóstsins rakst einmitt á systkinin Guðbjörgu Hildi og Einar Pétur Pétursböm en Guðbjörg Hildur hafði þá unnið for- kunnarfagran blómvönd í hlutavelt- unni. Maraþon- sund á vegum SH Sundfélag Hafnarfjarðar efndi til maraþonsunds um síðustu helgi. Var sundið til fjáröflunar fyrir æfinga- og keppnisferð til Frakk- lands dagana 31. maí til 12. júní. Sundið hófst á hádegi á laugardag og stóð í sólarhring. Alls tóku 29 félagar í SH þátt í sundinu og syntu samtals 126,5 km á þessu tímabili. Aldur þátttakenda var á bilinu 10- 29 ára og að meðaltali synti hver þeirra 4,4 km. Stuðningsmönnum félagsins var síðan boðið að skrifa sig fyrir ákveðnu gjaldi fyrir hvem syntan kílómeter. Kristján Guðnason var einn þeirra sem þátt tóku í sundinu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.