Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 17. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 11. maí Verðkr. 100, Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær og Bessastaðahreppur Hugmyndir um sam- eiginlega vatnsveitu Árni I kjörinn ¦ formaður -sjá bls. 7 Bæjarfélögin Hafnarfjörður, Kópavogur Garðabær og Bessa- staðahreppur hafa hug á að því að koma sér upp sameiginlegri vatns- veitu. Málið er á frumstigi en bæj- arráð Kópavogs hefur samþykkt fyrir sitt leyti að fenginn verði hlutlaus ráðgjafi til að skoða nánar hagkvæmni þessa. Málið hefur einnig verið kynnt í bæjarráði Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Magnús Jón Árnason bæjarstjóri segir að þetta sé hugmynd sem er Heinaste kominn með 500 tonn Verksmiðjutogarinn Heinaste er kominn með um 500 tonna afla á úthafskarfa- miðunum suður á Reykjanes- hrygg. Jón Guðmundsson for- stjóri Sjólaskipa sem gerir út togarann segir að Heinaste hafíverið mánuð á miðunum nú. í upphafi hafl veiðin verið treg en á síðustu dögum hafa aflabrögðin skánað. Ekki er von á Heinaste til heimahafnar í bráð enda getur togarinn verið úti í þrjá mánuði í einu án þess að koma til hafn- ar. Um borð er hægt að taka allt að 1500 tonna afla í einum túr. Annar togari Sjólaskipa, Har- aldur Kristjánsson landaði full- fermi af úthafskarfa í síðustu viku, alls 320 tonnum. Hann er farinn aftur á miðin. vel þess virði að skoðuð sé nánar. Þórarinn Hjaltason framkvæmda- stjóri framkvæmda- og tæknisviðs Kópavogsbæjar segir að lausleg at- hugun bendi til að þessi sameiginlega vatnsveita sé hagkvæm enda hefði ekki verið farið af stað nema svo væri. "Það er lítið annað hægt að segja um málið á þessu stigi," segir Þórarinn. Aðspurður um hvort neytendur myndu finna fyrir hagkvæmni í formi lægra vatnsverð segir Þórarinn að svo ætti að vera til lengri tíma litið. Hinsvegar sé um kostnaðarsama framkvæmd að ræða ef farið verður út í verkið. Ef af þessum hugmyndum verður mun hin nýja vatnsveita fá vatn úr Kaldárbotnum í Hafnarfirði. Björn Árnason bæjarverkfræðingur í Hafn- arfirði segir að þar sé nægilegt vatn að finna til að þjóna þessu svæði og gott betur. "Kaldá er yfirfall úr þess- ari lind og ef út í það er farið er vatnsmagnið þarna hið sama og Reykvíkingar hafa úr að spila,' Björn. segir í máli bæjarverkfræðingsins kem- ur fram að það séu einkum tveir þætt- ir sem kanna þurfi í þessum hug- myndum um sameignlega vatnsveitu. Annarsvegar sé um öryggisþáttin að ræða en Almannavarnarnefnd geri þá kröfu að vatnsveitan yrði tengd við Reykjavík og hinsvegar vatnsöflunin en ljóst sé að vatnsmagnið er örugg- lega viðunandi. Vímu- varnar- hlaupið -sjá bls. 6 A karla- ráðstefnu í Svíþjóð r-j V Sköverslun Hafnarfjarðar Hafnarfirði sími 565 4960

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.