Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN CTJÖpmifiPÁ Gildir frá fimmtudegi 11. maí til mið- vikudags 17. maí Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Láttu ekki smá áhyggjur setja þig út af laginu, sjálfstraustið er nú sterkara en það. Viljiröu halda áiiti áhrifamikils hóps fólks, skaltu standa fyrir þínu. Löngun þín til að stjórna og setja reglur er ekki byggð eingöngu á metnaði heldur löng- un þinni til að leggja þitt af mörkum til að betrumbæta þennan heim. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Einhver hugmynd þín fær ekki góðan byr, eins og þetta var frumlegt. Brostu nú samt, annars halda allir að þú sért í fýlu. Þér var í rauninni alveg sama. Til að sigrast á keppinautum þarf ekki ann- að en að hugsa eins og þeir. Hrúturinn (21. mars -19. apr.) Eigirðu viö vandamál aö stríöa, skaltu lesa allt sem þú kemst yfir um málið. Leystu það svo. Þú ert að upplifa nýja tíma, aukinn kraftur færist yfir þig og einn daginn vaknar þú þakklát(ur) fyrir aö hafa haldið þetta út. Nautiö (20. apr. - 20. maí) Hlustir þú á þína innri rödd, gengur allt vel. Ef þú heldur að þú komist framhjá réttvísinni, þá skjátlast þér. Róleg og friðelskandi naut sneiða oft framhjá óþægilegum málum og taka ekki þátt en sum mál leysast bara ekki af sjálfu sér. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Það virðast töluverðar sveiflur í lifi tvl- burans um þessar mundir og margt um að vera. Krafa kemur utanfrá um að hætta þessu rugli, sumir ósparir á ráöin til betra lífs, þakkaðu pent fyrir en láttu það ekki á þig fá. Haltu áfram. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Það er efnishyggjufólk I kringum þig sem hefur litla eða enga trú á Nýju Tíma stefnunni og þar með fordæmir allt ann- að en það sem er grjóthörð áþreyfanleg staðreynd. Hver og einn má hafa sína skoðun. Og þú átt eftir að spyrja sjálfan þig á næstunni, “hví er ég hér?" Ljóniö (23. júlí - 22. ágúst) Þér er virkileg vorkunn þessa daga, því þú ert svo yfir þig ástfangin(n) að þú berð það utaná þér. Hver nennir að ræða alvarleg málefni við fólk sem svíf- ur á Ijósrauðu skýi? Njóttu sem lengst. Er til lækning við ástsýki? Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Umhverfið spilar stóran þátt I lífi þínu þessa daga. Heimsóknir til fjarlægra vina, sambönd við nágranna, jafnvel löngu liðnar minningar frá fjarlægum stöðum, skjóta upp kollinum. Áherslan er á allt annað en það sem fram fer inn- an veggja heimilisins. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Lukkuhjólið er að snúast þína leið en þú þarft að hjálpa til. Þú getur nokkuð stjórnað ferðinni sjálf(ur), þó svo ein- hverjir rísi upp á afturfæturnar og urri, þá er það alltaf aðeins einn sem tekur ákvörðun. Ef þú ert réttlát(ur), og lætur ekki fordóma komast að getur þú ekki annað en unnið sigur. Sporödrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Það getur verið erfitt fyrir vini þína að fylgja þér eftir, því þú ert komin svo langt á undan. Það skilur enginn hvernig þú kemst yfir svo mikið á svo stuttum tíma. Hægðu aöeins á þér og njóttu þess að sumarið er komið og allt líf að vakna. Dagurinn í dag er sá sem skiptir öllu máli. Bogmaöurinn (22. nóv. - 21. des.) Eitthvað úr fortíðinni kallar á uppgjör. Þú ferð létt með það þar sem þú ert á því planinu aö gera gott úr öllu. Ef þú gætir, myndir þú gera þennan heim okkar aö mikiö kærleiksríkari og heilbrigöari heimi. Þú gætir í huganum látið rigna gull flögum yfir hvert land og láð. Steingeitin (22. des. -19. jan.) Nú er góður tími til að hreinsa burt vetr- arslóðann. Hálfkák dugar ekki. Hafðu ekki áhyggjur fyrirfram, sum vandamál leysast af sjálfum sér. Þú gætir þó frestað smá verkefnum sem þér leiðist heil ósköp ef þau þola bið. Bros hefur tilgang Stafa- turninn vígður á 5 ára afmæli Fjöru- kráar- innar Mikið ástarhreið- ur tileinkað Freyju -segir Jóhannes V. Bjarnason veitingamaöur Jóhannes V. Bjarnason veitingamaður en á efri m.vndinni má sjá stafaturninn. Hinn nýji stafaturn á Fjöru- kránni var vígður í gærkvöldi að fornum sið á 5 ára afmæli veitingahússins. Jóhannes V. Bjarnason veitingamaður segir að turninn verði mikið ástar- hreiður í framtíðinni enda var hann tileinkaður Freyju. Pað var Jörmundur Ingi allsherjar- goði ásatrúarmanna sem vígði húsið. Stafaturninn verður hinsvegar ekki tekinn í notkun fyrr en föstudaginn 19. maí n.k. Jóhannes segir að ýmislegt verði að ftnna í tuminum fyrir utan glæsilegan bar fyrir gesti staðarins. Hann nefnir sem dæmi útskurð sem Erlendur Magnússon hefur m.a. annast ásamt erlendum handverksmönnum, átta metra langan refil þar sem Haukur Hall- dórsson tröllateiknari hefur fært Hrymskviðu í myndrænt form og fleira tengt ásatrú. Ibúar í einu húsi í nágrenni Fjörukráarinnar mótmæltu bygg- ingu tumsins og komu þeim mót- mælum á framfæri við bæjaryftr- völd. I bæjarráði var hinsvegar samþykkt að afturkalla ekki bygg- ingarleyfið og byggingarfulltrúa falið að sjá til þess að samþykkt- um teikningum yrði framfylgt. Jóhannes segir að mótmæiin hafi komið sér á óvart og hann sé hissa á þeim. “Með þessari bygg- ingu er miðbærinn í Hafnarfirði orðinn einn sá fegursti á landinu og það er óhætt að fullyrða að tuminn á eftir að vekja athygli er- lendra sem innlendra ferðamanna í Hafnarfirði,” segir Jóhannes. Æringi meinlegur og miskunn- arlaus - skrifar án ábyrgðar: Gleymt en ekki... Heldur voru heimtumar rýrar af fjöllum verkaiýðsins þegar aðalsmalinn fór í eftir- leitir um bæinn með lúðrasveit á hælununt. Hann hefði kannski átt að halda áfram eft- ir eftir Hverfisgötu, upp Öldugötu, yfir Reykjanesbraut og þar uppeftir tii að sjá hvort þar reyndust ekki einhverjar eftir- legukindur?! Að minnsta kosti er að sjá af fjöldanum í kröfugöngunni að Sigurður T. og félagar þurfi að leita alllangt at'tur í tím- ann tii þess að finna réttu stemmninguna. Nú, og svo var auðvitað skítakuldi...: Einbeittur með aldinn fána, arkar Siggi í æskuleit. Á hælum lians, af kulda blánar, æðrast frosin lúðrasveit. Heldur fáir gengu garpar, ei grín er Siggans áfall. Hirðar gætu gengið snaipar, en gleymdist að smala Asfjall...? Héldu ræður, hljómaði krafa, en harla voru eyrun fá. Það er alltof fátt að hafa, aðeins tvö hverjum kolli á. Það vantar hins vegar ekki eldmóðinn í verkalýðinn milli fyrstumaíanna sem koma eðlilega með reglulegu millibili. En þegar að því kemur að dubba sig upp í kröfu- göngukuldagallann brestur oss minni ótrú- lega skjótt: Góð eru ráðin, grefilli dýr. Fögur er dáðin, en drátturinn rýr. Vælum og skælutn, en skundum ei. Sleppum stælum, suss og þey! Viljunt þó hærra, helvítis kaup. Stærra og stærra, styrkist raup. í kröfugöngu, kúldrumst ei leið. Gleymt fyrir löngu, grátur og neyð. Fuílt nafn? Símon Jón Jóhannsson. Fæðingardagur? 19. mars, 1957. Fjölskylduhagir? Kvæntur Hall- fríði Helgadóttur, á einn son, Ágúst Bjarma (16) og tvær fósturdætur, Katrínu (11) og Huldu (8). Bifreið? Toyota Corolla árg. ‘95. Starf? Islenskukennari við Flens- borgarskóla en fæst einnig við rit- stöif. Fyrri störf? Margvísleg störf með skóla og kennslu, t.d. við Ríkisút- varpið. Heisti veikleiki? Á það til að vera frekur og eigingjam en svo er ég veikur fyrir góðum mat og öðrum lífsnautnum. Helsti kostur? Það er nú augljóst...! Versti matur? Allt með sveppum og ógeðslegir framandi sjávarréttir. Eftirlætistónlist? Jazz, blús og melódísk, rómó tónlist og svo er ég svolítið veikur fyrir Megasi og fleiri trúbadúrum. Eftirlætisíþróttamaður? Enginn. Eftirlætissjónvarpsefni? Breskir sakamálaþættir, góðar kvikmyndir, fréttir og fræðsluþættir. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Sáp- ur og aðrir ófyndnir „skemmtiþættir”. Besta bók sem þú hefur lesið? Heimsljós (Halldór Laxness). Hvaða bók ertu að lesa núna? Þjóðsagnasafn Sigfúsar Sigfússonar, Heimskra manna ráð (Einar Kára- son) og Ævisögu Jörundar hunda- dagakonungs (Rhys Davies). Eftirlætisleikari? Anthony Hopkins. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Paradísarbíóið, Skuggalendur o.fl. Hvað gerirðu í frístundum? Fer í bíó, les, bind inn bækur, geri upp húsið og ferðast. Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Akureyri og Prag. Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Heilindi og lífsgleði. Hvað meturðu síst í fari annarra? Óheilindi, hroka og mannfyrirlitn- ingu. Hvað vildirðu helst í afmælisgjöf? Einhverja fágæta útgáfu af góðri ljóðabók. Hvern vildirðu helst hitta? Davíð heitinn Stefánsson. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 milljónir í happdrætti? Borga nið- ur skuldir um milljón og bjóða svo fjölskyldunni til Kína fyrir hina. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Stjóma bænum áfram í anda Magnúsar Jóns. Ef þú værir ekki maður, hvað værirðu þá? Fluga á vegg. Hver er besti Hafnarfjarðar- brandari sem þú hefur heyrt? Þegar Hafnfirðingar fengu nýjan brunabíl var slökkviiiðsstjórinn spurður hvað þeir ætluðu að gera við gamla brunabílinn. „Við notum hann í göbbin,” svaraði hann!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.