Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf.Bæjarhraun 16, 220Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heilsa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Umhverfisspjöll Gífurleg hrauntaka verktaka í Kapelluhrauni hefur verið í fréttum undanfama daga. Ljóst er að þarna er verið að vinna mikil umhverfisspjöll á hrauninu og það vekur furðu að það er Skógrækt ríkisins sem stendur á bak við þessi spjöll með því að hafa selt verktakanum leyfi til hrauntökunnar. Hér er á ferðinni mál sem reyna verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Lagalega mun víst vart hægt að koma í veg fyrir þessa hrauntöku en verið er að búa svo um hnútana hjá bæjaryfirvöldum að ekki sé hægt í framtíðinni að endurtaka leikinn innan lögsögu Hafnarfjarðar. Náttúruverndarráð Islands hefur beitt sér í þessu máli og sent erindi til sýslumannsins í Hafnarfirði um að hrauntakan verði stöðvuð. Byggir Náttúruvemdarráð mál sitt á því að Skógræktin tilkynnti ráðinu ekki um þessar fyrirætlanir sínar þegar samningurinn við verk- takana var gerður fyrir nokkrum árum né var bæjaryfir- völdum í Hafnarfirði tilkynnt um málið. Sýslumaður hefur haldið fundi með deiluaðilum í þessari viku og annarr fundur var boðaður síðdegis í gærdag um málið. Þegar þetta er skrifað er ekki kunnugt um niðurstöðu þessara fundarhalda. I þessu máli vaknar athyglisverð pólitísk spuming því málið heyrir undir tvö ráðuneyti sem eru á hendi sama ráðherrans, Guðmundar Bjamasonar landbúnaðarráð- herra og umhverfisráðherra. Skógrækt ríkisins heyrir undir landbúnaðarráðuneytið en Náttúruverndarráð heyrir undir umhverfisráðuneytið. Guðmundur Bjamason var spurður að því þegar hann tók við embætti hvort það gæti ekki leitt til hagsmunaá- rekstra að sami ráðherrann gengdi þessum tveimur emb- ættum. Hann taldi þvert á móti að það væri til hins betra að svo sé. Nú fær ráðherrann í fyrsta skipti tækifæri til að sýna almenningi fram á hve hagstætt það er að hann sitji báðum meginn við borðið í deilumáli sem snertir ólíka hagsmuni ráðuneyta þeirra sem hann stjórnar. Hér er ekki hægt að kveða upp neina Salomóns-úrskurði, annaðhvort verður hrauntakan stöðvuð eða ekki. Það er ekki til neinn millivegur í þessu máli. Skógrækt ríkisins samdi við verktakann um hrauntök- una 1992 áður en ný lög um umhverfisvernd tóku gildi sem hefðu gert Skógræktinni ókleyft að hagnast á þess- um umhverfisspjöllum. Miðað við fyrir hvaða sjónar- mið Skógræktin stendur er óskiljanlegt að forráðamenn þeirrar stofnunnar skuli hafa samið um hrauntökuna á sínum tíma. Þeim átti að vera ljóst þvílíkt svöðusár slík hrauntaka skilur eftir sig enda um að ræða að hrauni er svipt ofan af svæði á stærð við hundrað meðalstóra fót- boltavelli. Og tekjur Skógræktarinnar nema aðeins tæp- lega 15 milljónum króna. Það er óhætt að taka undir orð Magnúsar Jóns Arnasonar hér í blaðinu um að málið allt er fyrst og fremst sorglegt fyrir Skógræktina. Friðrik Indriðason Hlaupið í flokki 10 ára nemenda fór fyrst af stað. MikiII fjöldi keppenda og áhorfenda \ Vfmuvarnarh Vímuvarnardagur Lions í Hafnarfirði var haldinn hátíðleg- ur á laugardag að viðstöddu fjöl- menni. Grunnskólanemendur kepptu í boðhlaupi en almenning- ur síðan í götuhlaupi og að lokum fengu allir frítt í sundlaugina. Úrslit í boðhlaupi skólanna urðu þau að Lækjarskóu vann í flokki 7 ára nemenaa og 8 ára nemenda. Öldutúnsskóli vann í flokki 9 ára nemenda og Engidalsskóli í flokki 10 ára nemenda." Hlaupið fór fram á Víðistaðatún- inu og lék Lúðrasveit Tónlistarskól- ans fyrir gesti. Skátar settu upp tjöld og boðið var upp á vöfflur og kaffi. Allir sem luku nlaupinu fengu verð- launapening frá Sparisjóði Hafnar- fjarðar og ýmsir aðilar gáfu auka- verðlaun. Skátar settu upp tjaldbúðir á svæðinu. Lúðrasveit Tónlijt; Alþjóðlegt málþing um landslag Saga, gildi og framtfð Laugardaginn 29. apríl var haldið alþjóðlegt málþing í Hafnarborg, menningar og listastofnun Hafnar- fjarðar. A þinginu var fjallað um landslagsmálverk, sögu þeirra, gildi og framtíð. Til að ræða þessi mál var fjórum frummælendum boðið á þing- ið: Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi við Listasafn Islands, Mikael Karls- syni dósent við Háskóla íslands, Fol- ke Edwards listfræðingi og fyrrum forstöðumanni Listasafnsins í Gauta- borg og Öystein Loge listfræðingi. I ávörpum frummælenda kom fram ýmislegt sem varðar bæði sögu lands- íagsmálverka og helstu kenningar sem um þau hafa fjallað. Greinilegt er að í hugum þessara fræðimanna var lands- lagsmálverkið langt frá því dautt, þótt vissulega hafi lítið borið á því í list eft- irstríðsáranna. Hinsvegar töldu allir að meðferð listamanna á landslaginu hafi í raun tekið miklum breytingum. Ymis- legt af því sem þróaðist í iandslagshefð- inni var í raun grunnur að hinu sem á eftir kom, til dæmis afstraktmyndum eftir Nínu Tryggvadóttur sem nú stend- ur í Listasafni Islands. Þótt landslagið í kringum okkur sé nú sjaldan viðfangs- efni í málverkum er engu að síður ansi margt í nútímamálverkum sem á einn eða annan hátt er sprottið af reynslu okkar af landslaginu og tilraunum eldri málara til að festa það á mynd. Sterkt myndform Landslagið er í raun eitt af sterkustu myndformum sem málarar og teiknarar eiga völ á , eins og kom fram í erindi Mikaels Karlssonar. Ein stök lína sem dregin er lárétt yfir blað kveikir strax hugmynd um sjóndeildarhring og ef í henni eru tindar og dældir sjáum við út úr henni fjallalandslag. Að mannlíkam- anum og andlitum undanskildum er lík- Frummælendur ásamt fundarstjóra en og Öysten Loge lega ekkert sem jafn auðveldlega kveik- ir mynd fyrir áhorfandanum. Reynsla okkar af landslaginu var líka gerð að umræðuefni og í því samhengi voru dregnar fram ýmsar kenningar sem hafa verið ofarlega á baugi í slíkum um- fjöllunum síðustu aldir. Islenskt lands- lag var eðlilega efst í hugum allra, ekki

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.