Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 12
Bjórsala á Nemendur í 8. bekk mótmæla atvinnuleysi í sumar Tykrn Jafnaldrar okkar annars- bæjarstjórn staðar fá vinnu en við ekki Bjórsala á HM í Kaplakrika var samþykkt af bæjarstjórn á fundi á þriðju- dag. Alís greiddu sjö bæjar- fulltrúar málinu atkvæði, þrír voru á móti og einn sat hjá. Þeir sem greiddu atkvæði á móti voru Ellert Borgar Þor- valdsson, Órnar Smári Ar- mannsson og Tryggvi Harðar- son en Lúðvík Geirsson sat hjá. Aðeins Ellert Borgar og Ómar Smári ræddu um málið á fundinum og kom fram í máli beggja að þeir væru andvígir bjórsölunni þar sem íþróttir og áfengi gætu aldrei farið saman. Þar að auki væri erfitt að koma í veg fyrir að unglingar undir lögaldri fengju bjór á staðnum. Nemendur í 8. bekk grunnskóla í bænum gengu á fund bæjarritara í vikunni og afhentu honum undir- skriftalista með mótmælum gegn því að þeir munu ekki fá vinnu í unglingavinnunni í sumar. „Jafn- aldrar okkar í nærliggjandi byggð- arlögum fá vinnu en við ekki. Það er óréttlátt,” sögðu þær Lilja Ýr Halldórsdóttir, Harpa B. Óskars- dóttir, Margrét Hildur Guðmunds- dóttir og Edda Mackenzic eftir að þær höfðu afhent undirskriftir milli 60 og 70 nemenda. „Þetta er unglingavinna,” bættu þær við, „og við erum í unglingadeild. Það verður að vera samræmi í þessu!” Stúlkumar sögðust hafa farið af stað með söfnun undirskrifta þegar í ljós kom að yngsti árgangur Vinnu- skólans yrði felldur niður. Erfitt sé fyrir unglinga að fá vinnu og það sé STAFATURNINN Fjorukráin Fjoruoarðurinn Yerið velkomin Opið í hádeginu fimmtud., föstud. og laugard. Opið öll kvöld um helgar tilkl. 03:00 Víkingabandið spilar Strandgötu 55 s. 565 1213 - 565 1890 Fjórar stúlkur úr áttunda bekk Öldutúnsskóla afhentu Gunnari Rafni Sigurbjörnssyni bæjarritara undir- skriftir 60-70 nemenda sem mótmæltu niðurskurði í Vinnuskólanum. F.v.: Lilja Ýr Halldórsdóttir, Harpa B. Óskarsdóttir, Margrét Hildur Guðmundsdóttir og Edda MacKenzie Júlíusdóttir. slæmt, hvort tveggja vilji unglingam- ir hafa eitthvað fyrir stafni í sumar og þá sé ekki verra að fá aur í vasann. Þær sögðu ennfremur að undirskrift- arlistar gengju nú milli nemenda í fleiri skólum. Tvær stúlknanna eru í fimleikafélaginu Björk og hugðust sækja um að fá að vera leiðbeinend- ur á sumarnámskeiðum féiagsins. „En Bjarkimar mega bara ráða okkur ef við erum í unglingavinnunni þann- ig að við missum af þessu,” sögðu þær. Gunnar Rafn Sigurbjömsson bæj- arritari segir að málið verði lagt fyrir bæjarráð í dag, fimmtudag, en það hafi legið fyrir við gerð fjárhagsáætl- unar í janúar s.l. að þama yrði skorið niður sem liður í almennum spamaði af hálfu bæjaryfirvalda. Til að mæta atvinnuleysi þessara nemenda mun Æskulýðs- og tóm- stundaráð vera með öflugt tóm- stundastarf í sumar fyrir þennan ald- urshóp. Stendur starfið frá júníbyrjun og fram til loka júlí. í boði verður m.a. námskeið í samvinnu við Iðn- skólann, íþróttastarf, námskeið í samvinnu við Listaskólann við Ham- arinn og útivist og útivera. SANDTAK Hjólbarðaviðgerðir - Sandblástur Opnunartilboð 20 % afsláttur á dekkjum + felgum 10 % stgr. afsl. af öðru Dalshrauni 1 s: 565 5636 - 565 -----------

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.