Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Síða 1

Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Síða 1
Heppnir áskrif- endur -sjá bls.3 Áfengis salan á HM -sjá bls. 6 Böðvar bóksali áttræður -Sjá bls. 7 Aðalbjörg styður sig við Jóhann G. Reynisson blaðamann sem skrifað hefur sögu hennar í Vikuna og Fjarð- arpóstinn. Með þeim er Mogens Markússon starfsmaður Fálkans. Myndina tók Hreinn Hreinsson. Aðalbjörg fékk hjól Greinar um Aðalbjörgu Gunn- ardóttur, ellefu ára fatlaða stúlku í Vikunni og Fjarðarpóstinum vöktu mikla athygli. Meðal þeirra sem heilluðust af Aðalbjörgu og lífsgleði hennar þrátt fyrir mikla fötlun voru forráðamenn Fálkans. Brugðu þeir skjótt við eftir að hafa lesið hina athyglisverðu sögu þessarar ungu stúlku og gáfu Að- albjörgu splunkunýtt reiðhjól af gerðinni Wheeler. Kostagrip mik- inn með fána og drykkjarbrúsa og svo mætti áfram telja fylgihluti en auk þess fylgdi skærgul derhúfa. Af Aðalbjörgu er það að frétta að hún hefur nú gengist undir aðgerð á bogna fætinum til þess að rétta úr honum. Aðgerðin tókst mjög vel og vonandi verður lóðið sem var á vin- stri fótstigum eldri hjóla Aðalbjargar óþarft í framtíðinni. Vikan, Fjarðar- pósturinn og Fálkinn óska Aðal- björgu og fjölskyldu hennar alls góðs og velfamaðar í framtíðinni. Stjórn St Jósefsspítala gengur á fund heilbrigðisráðherra Sérgrein lögð niður ef úrbætur fást ekki Stjórn St Jósefsspítala mun ganga á fund heilbrigðisráðherra á mánudaginn til að ræða mjög erf'- iða rekstrarstöðu spítalans. Arni Sverrisson framkvæmdastjóri spítalans segir alveg klárt mál að ef úrbætur fáist ekki þurfí að leggja niður einhverja af sérgreinum spít- lans og draga þannig úr þjónustu hans við bæjarbúa. Hinsvegar hafi ekki verið teknar neinar ákvarð- anir um hvaða sérgrein verði lögð niður. í máli Áma kemur fram að um er að ræða uppsafnaðan rekstrarvanda upp á um 40 milljónir króna á síðustu fjórum árum. Þar að auki þurfi að leiðrétta árlegan rekstrargrundvöll um 10-15 milljónir króna. “Það er of snemmt að tjá sig um til hvaða aðgerða stjómin muni grípa ef lausn frnnst ekki á þessu vandamáli,” segir Ámi. “Við höfum haldið uppi víðtækri þjónustu og fyrir liggur að öllu óbreyttu að við verðum að þrengja þessa þjónustu og skera nið- ur. Það á svo eftir að leggja mat á hvaða sérgrein verður fyrir valinu og hvort við leggjum niður tvær ódýrar sérgreinar en ekki eina dýra. Við munum forgangsraða þáttum í starf- semi okkar miðað við hve mikill fjöldi fólks nýtir sér einstaka þætti og taka ákvarðanir í samræmi við það.” Hluti af stærri vanda Vandi St Jósefsspítala er hluti af rekstrarvanda sjúkrahúsa almennt en hann er talinn á bilinu 6-700 milljón- ir kr. Það er Ijóst að ef St Jósefsspít- ali þarf að skera niður sinn rekstur geta önnur sjúkrahús ekki mætt þeim niðurskurði með því að auka sína þjónustu eins og staðan er í dag. I máli Áma kemur fram hvað niðurskurð á St Jósefsspítala varðar að hann komi ekki til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Fram að þeim tíma verði leitað allra lausna og reynt að koma í veg fyrir að draga þurfi úr þjónustunni. Mikið úrval af hinum vinsælu Itölsku XAMPOX skóm Mikið úrval af fatnaði a s ann a Herramenn I I 'IttttttMíNN Hafnarfjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.