Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Gildir frá fimmtudegi 18. mai til miö- vikudags 24. mai Vatnsberinn (20. jan. -18. feb.) Þú býrö yfir visku og þroska sem kemur sér vel, þegar aðrir leita til þín eftir ráö- leggingum. Vinsældir þinar um þessar mundir má rekja til hversu mikið náttúru- barn þú ert og hve mikið sjálfstæöi þú býrö yfir. Vertu þinn eigin herra. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Upp úr 20 maí koma bestu dagar mán- aöarins. Allt sem þú segir eöa gerir hitt- ir beint í mark og gleymist seint. Segðu svo að lífið sé flókið. Þú vinnur verk þín samviskusamlega og færð mikið hrós fyrir. Allsráðandi litir eru svart og hvítt. Hrúturinn (21. mars -19. apr.) Helgin verður eín sú besta sem þú hef- ur upplifað í langan tíma. Tunglstaöan þín um þessar mundir færir þér að auki, ást og hamingju. Loksins, loksins og njóttu þess af öllu hjarta. Ein lítil ábend- ing, varastu þann sem heimtar, og gefur ekkert.... Nautiö (20. apr. - 20. maí) Nú er rétti tíminn til að taka áhættu varð- andi ástarsamband, nú eða aldrei. Þú færð það á tilfinningunni að þú sért und- ir smásjá, þótt þú gerir einhver mistök, hvað þá? Gott er að geta brosað af eig- in brestum. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Það eru sumir svo harðir á að gera hlut- ina eins og “alltaf" hefur verið gert. Breyttu til ef þig langar og losaðu um höftin. Þeir sem hæst hafa gera minnst. Um aö gera að innbyrða eins og þú get- ur og hefur vald yfir. Þú ert nú einu sinni I skóla lífsjns. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Einhver vill stjórna þínu Iffi en þú ert nú ekki alveg á því. Þú hefur mikla þörf fyr- ir sjálfskoðun, betra líf og þyrstlr í fróð- leik um þennan mikla tilgang. Þú átt þig sjálf(ur), berð ábyrgð á þínum gjörðum og ert aldrei ein(n). Ljóniö (23. júli - 22. ágúst) Þessi amor veira ætlar að “grassera" áfram. En án gríns, hvað er nú yndis- legra en að vera ástfanginn? Væri það ekki bara af hinu góöa ef að svona ástand gæti orðið að faraldri? Einhver í hrútsmerkinu nær þér niður á jörðina. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Þú virðist opin(n) fyrir nýjungum og allt í einu sérð þú óteljandi tækifæri í kringum þig. Það fer óskaplega í taugarnar á þér aö vinna með lötu fólki. Og hikaðu ekki við að fá viðhlítandi svör. Það leynír þig einhver, einhverju. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Það er áberandi í huga þínum núna þær miklu breytingar sem eiga sér staö all- staðar. Eru augu þín að opnast fyrir nýj- um tímum? Margir þér nátengdir, af yngri kynslóðinni, leita ráöa hjá þér. Þeir eldri lofa þig hástöfum fyrir góðar lausn- ir. Sporödrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Þú flýgur framhjá Kfinu á þeim hraöa sem þú ert á. Það sem er farið, kemur aldrei aftur, nema í minningu þinni. Það er sko ekki það sama og að lifa lífinu. Þvílíkur maí morgunnl Og yndisfagur fuglasöngurl Sjáðu, finndu og snertu. Bogmaöurinn (22. nóv. - 21. des.) Þá ertu farin(n) að líta fortlö þfna mildari augum, jafnvel haft hug á þvi aö skrifa minningar þínar, ef ske kynni að einhver gæti lært af þeim. Góö hugmynd! Ferða- lag er í vændum með góöu fólki, endi- lega drífðu þig með, vegna þess að þig langar. Steingeitin (22. des. -19. jan.) Vinna og aftur vinna er það sem er efst á blaði hjá þér. Því afkastameiri sem þú ert, því ánægðari ertu meö sjálfan þig og finnur þennan góðan tilgang. Þú þarft ekki aö leita langt yfir skammt til aö finna það sem þú þráir mest af öllu. Þekking- una! Bros í sól - Bros i hjarta sýningar Menningin blómstrar sem sjaldan áður í Hafnarfirði og nú eru fjórar myndlistar- sýningar í gangi í bænum. Tvær sýninganna eru í Hafnarborg þar sem Kjartan Guðjónsson og Harpa Björns- dóttir sýna, Eva Benjamínsdóttir sýnir í Listhúsi 39 og Jóhann Torfason er með sýningu í Við Hamarinn. Efri myndin er frá opnun sýningar Evu og neðri myndin sýnir hluta af gestum í Hafnarborg. Kjartan Guðjónsson í Hafnarborg Eyðublað sótt í skúffu Kjartan Guðjónsson listmál- ari sýnir nú verk sín í Hafnar- borg og í tilefni sýningarinnar sendi hann Fjarðarpóstinum eftirfarandi pistil: “Upplýsingar listamanna um sjálfan sig eru orðnar svo staðlað fyrirbæri að það er næstum eins og eyðublað sé sótt niður í skúf- fu og fyllt út með nýju nafni og smá útúrdúrum eftir því sem við á: 1. Skólaganga, hef teiknað frá því ég man eftir mér o.sv.fr. 2. Sýningar, hvert einasta pút og plagg tíundað. 3. Erlend afrekaskrá (þýðing- armest) 4. Eitthvað gáfulegt um hvað viðkomandi meinar með verkum sínum. Sá kafli er venjulega verstur, stundum beinlínis heimskulegur, og gerir mann oft- ar en ekki _ enn ruglaðri en þeir voru fyrir. Eg nenni ekki að eltast við þetta. Þó hef ég líklega þá sérstöðu meðal íslenskra lista- manna að vera með öllu óþekkt- ur í útlöndum. Nú held ég mína síðustu stór- sýningu 74 ára gamall, reyndar í þriðja sinn. Það er engin tilviljun að ég held hana í Hafnarborg, mér líkar staðurinn. Að öðru leyti álít ég að verk listamanns segi meira um hann en allt það orðagjálfur og tilgerð sem nú veður uppi í listaheimin- um. Eg vildi óska að menn færu aftur að njóta myndlistar þegj- andi. Býð ég svo alla velkomna á þessa sýningu. Það hefur enginn “vit” á myndlist. Æringi - meinlegur og misk- unnarlaus - skrifar án ábyrgðar: Ástarguðinn Jóhannes Æringi tileinkar skrif sín Jóhannesi Við- ari Bjarnasyni að þessu sinni. Astæðan er einfaldlega sú takmarkalausa bjartsýni og tiltrú sem þessi „aðkomumaður” hefur á bæjarfélaginu okkar. Hér endumýjar hann hvem ellihjallinn af öðrum og bætir jafnvel við þá glæsibyggingum í víkingastíl. Þess- ir kofar eru jafnvel svo rosalega glæsilegir að sumir sjá sig neydda til að mótmæla þeim, eins og Hafnfirðingar hafa gert með sóma og sann í hvert sinn sem hér er eitt- hvað reist stærra en fimm manna tjald. Og þá þarf að sækja um leyfi fyrir fortjaldinu! Eitt af því sem er sérlega athyglisvert við Jóhannes Viðar er það hvemig honurn tekst að selja fólki þorramat allan ársins hring. Og víst er Jóhannes umdeildur fyrir uppátæki sín sem enginn hefur spáð að muni vekja athygli (en við héldum nú líka öll að ísland yrði heimsmeistari í hand- bolta...): Jói Bjarna er baldinn sveinn, hans beisk og römm er súrsuð saga. Þorramatinn þreyir einn, þrjúhundruðsextí’ogfimmdaga. Jóhannes Viðar hefur nú reist heilmikið frjósemdarhof niðri við höfn og horfa nú heilmiklir dallar, sem bera goðfræðileg nöfn, úr slippnum á strítuhreiður ástargyðj- unnar Freyju þar sem það rís eins og hvert annað frjósemitákn, bísperrt út í loftið. Og í viðtali við Fjarðarpóstinn sagði Jóhannes einmitt að þessi getnaðartum verði heil- mikið ástarhreiður í framtíðinni. Ja, það skyldi þá aldrei fara svo að furðufuglinn í fjörunni yrði til þess að blása lífi í kulnað- ar ástarglæður Hafnfirðinga?!!!: Harla væri gott ef hann, hrúgað gæti upp fleiru. En ekki veit ég hvort hann kann, að halda lífi í meiru. En að því gefnu að þetta hafi nú allt saman tilætluð áhrif þá má vissulega segja: Fjarðarbúum fjölgar brátt, því Freyja er mætt við slippinn Hætt er við að rísi hátt, Hafnarfjarðartyppin. Rokk af öllu tagi Fullt nafn? Oddfríður Steindórs- dóttir. Fæðingardagur? 28.10. 1951. Fjölskylduhagir? Gift Þórami Jóni Magnússyni og eigum Huldu (21) og Steindór (15). Bifreið? Daihatsu Charade árg. ‘91. Starf? Leikskólakennari. Fyrri störf? Símavarsla. Helsti veikleiki? Gott að sofa á morgnanna. Helsti kostur? Samviskusemi og staðfesta. Eftirlætismatur? Villibráð af öllu tagi. Versti matur? Kæst skata. Eftirlætistónlist? Rokk af öllu tagi. Eftirlætisíþróttamaður? Valdimar Grímsson. A hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Davíð Oddssyni Eftirlætissjónvarpsefni? Fréttaskýringarþættir af öllu tagi. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Amerískir lögregluþættir. Besta bók sem þú hefur lesið? Líkið í rauða bílnum (Olafur Haukur Símonarson). Hvaða bók ertu að lesa núna? í fjötrum (J.P. Sasson). Uppáhaldsleikari? Ingvar Sigurðsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Midnight Express. Hvað gerirðu í frístundum þínum? Er á kafi í félagsstörfum fyrir Félag leikskólakennara og er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í leik- skólanefnd Hafnarfjarðar. Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Botnsdalur í Hvalfirði. Hvað meturðu mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað meturðu síst í fari annar- ra? Oheiðarleika, einkum undirferli. Hvern vildirðu helst hitta? Cliff Richard. Hvað vildirðu helst í afmælis- gjöf? Kauptilboðið í húsið. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happadrætti? Borga skuldir. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Kynna mér starfið rækilega. Ef þú værir ekki manneskja, hvað værirðu þá? Ugla. Uppáhalds Hafnarfjarð- arbrandarinn þinn? Það er sann- að að Adam var Hafnfirðingur. Enginn heilvita maður myndi fara að borða epli með nakinn kvenmann við hliðina á sér!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.