Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Vorverkin Verðlauna- garður þarf ekki að vera markmiðið Elfn S. Óladóttir nemi á um- hverfisbraut Garöyrkjuskól- ans skrifar um vorverkin Gleðilegt sumar kæru lesendur. Það er kátína og galsi sem ein- kennir mannlífið þessa dagana enda ekki skrýtið eftir umhleypingasaman og erfiðan vetur. Þar eru þó kannski fáir kátari en garðyrkjuáhugamenn sem flestir hafa beðið komu sumars með eftirvænt- ingu og velta eflaust margir vöngum yfir því hvað sé tímabært að gera í garðinum, hvað sé of snemmt og hvað sé kannski orðið of seint að gera. Eg ætla hér á eftir að minnast á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga við vorverkin í garðinum. Ruslatínsla og trjáklippingar Þegar snjó tekur upp í garðinum kemur margt í Ijós. Það er ekki ein- ungis gróðurinn sem snjórinn hefur hulið heldur kemur í ljós alls kyns rusl. Við hefjumst handa í garðinum með því fjarlægja allan óþrifnað, en vissara er að fara sér hægt við að hreinsa lauf og annað vetrarskjól vegna hættu á næturfrostum og kuldakasti því ekki megum við geyma því að vorhretin á íslandi geta verið býsna ströng og visnuð lauf og jurtaleifar skýla nýgræðingnum með- an hann er viðkvæmastur. Það fara að verða síðustu forvöð að klippa trén í garðinum, og sumar tegundir erum við þegar orðin of sein með t.d. birki, hlyn og rifs, tegundir sem blæðir þegar safaspenna er mik- il skömmu fyrir laufgun. Aðrar teg- undir ætti að vera óhætt að klippa og fyrir gljávíði og rósir er þetta upp- lagður tími. Þegar við klippum þá byrjum við á að fjarlægja alla kalkvisti og dauðar greinar áður en annað er aðhafst. Síð- an greinar sem vaxa inn að miðju, greinar sem nuddast saman, styttum árssprota, tökum stofnlægjur, hærur og rótarskot. Passa verður upp á að að ganga ekki of nærri plöntunum við klippingu og gæta þess að plönt- urnar haldi sínu eðlilega vaxtarlagi. Við klippum barrtré ekki á þennan hátt enda er sjaldan þörf á að klippa þau svo nokkru nemi. Þó þarf stund- um að taka af eða stytta greinar á fyr- irferðamiklum furutrjám og greni. Skemmdar og brotnar greinar tökum við líka sérstaklega er þörf á því eftir snjóþunga vetur. Garðaúrgangur Allan lífrænan garðaúrgang reyn- urn við auðvitað að nýta, henda ekki neinu því úrgangnum getum við breytt í úrvals gróðurmold til notkun- ar í garðinum. Margir halda að safn- haugsgerð sé erfið og tímafrek fram- kvæmd. En það er alls ekki svo, því auðvelt er að koma sér upp safnhaug í garðinum. Það er hægt að gera á ýmsa vegu, t.d. með því að nota safn- kassa sem við getum búið til sjálf eða keypt í byggingavöruverslunum. Eins getum við grafið litlar safn- haugsholur í beð eða gras og látið úr- ganginn rotna þar. í lífrænum úrgangi sem fellur til í garðinum felast verð- mæti sem við ættum endilega að nýta okkur og spara moldar og áburðar- kaup í leiðinni. Fyrir þá sem ekki þekkja til safnhaugsgerðar vil ég benda á að einstök bæjarfélög svo og Sorpa hafa gefið út leiðbeiningar- bæklinga um safnhaugsgerð. Einnig er að finna leiðbeiningar um gerð safnhaugs í ársriti Garðyrkjufélags Islands. Það er okkur öllum í hag að draga úr sorpflaumnum og á fáum sviðum er það jafn auðvelt og í garðinum. Nýtum sorpið í uppbyggingu í stað eyðingar. Grasflötin og umhiröa beða. Á vorin skal kantskera graskanta til að grasflötin líti snyrtilega út. Þar sem grasið nær að vaxa upp með hús- veggjum má búast við að spunamaur geri vart við sig. Hann telur sig vera aufúsugest á heimilum en ekki er víst að allir séu sammála því. Besta ráðið til að losna við þennan hvimleiða gest er að hafa u.þ.b. 15-20 cm breiða rönd sem fyllt er upp með möl eða skeljasandi meðfram húsinu. Með þessu móti er nokkurn vegin hægt að tryggja sig fyrir heimsóknum hans. Stinga þarf upp og snyrta öll beð á vorin. Verkfæri sem gott er að nota í þau verk eru: hrífa, gaffall, stungu- skófla og arfaskafa. Ef á að planta nýjum plöntum verður að gæta þess að rótarkerfið fái nægilegt rými í hol- unni og það sé þjappað vel að plönt- unni eftir gróðursetningu. Gott er að setja búfjáráburð þegar plantað er. En gæta verður þess að blanda honum saman við moldina því annars er hætta á að rætumar brenni undan honum. Enn er ekki tímabært að planta sumarblómum því hætta á næturfrostum er enn fyrir hendi og varla öruggt að planta þeim út fyrr en í byrjun júní Matjurtagaröurinn. Að rækta sitt eigið grænmeti þykir ómissandi á mörgum heimilum, enda fátt hollara en nýupptekið grænmeti. Best er að staðsetja matjurtagarðinn á skjólsælum en björtum stað til að jurtimar fái sem mesta hlýju og birtu og dafni sem best. Nauðsynlegt er að undirbúa jarð- veginn áður en plantað er út með því að blanda áburði eða skít og kalki í moldina. Skiptirækt er góð til að fyr- irbyggja að jarðvegsþreyta og sjúk- dómar geri vart við sig. Að lokum. Eg hef hér stiklað á stóm í sam- bandi við vorverkin í garðinum. Garðyrkjuáhugamenn segja að vinnu í garði sé seint lokið sífellt megi finna til ný og spennandi verkefni. Það er með “grænu puttanna” eins og svo margar aðrar náðargjafir að þeim er er misskipt á milli okkar mannanna. Verðlaunagarður þarf ekki endilega að vera markmiðið þegar við hefjumst handa við að snyrta og laga til í garðinum þó slík- ir garðar séu sannkallað augnayndi. Það mikilvægasta er að við gemm okkur vinnuna sem ánægjulegasta og við njótum stundanna sem við eyðum í fegmn og snyrtingu garðsins okkar. Loka- dagur skipta á sorp- ílátum Bæjarverkfræðingur og sorpheimtuverktaki bæjarins, Gámaþjónustan hf, óska þess hér með að eftirfarandi verði komið á framfæri í fjölmiðl- um bæjarins: Árið 1994 var ákveðið af bæjaryfirvöldum að skipta end- anlega um sorpílát í bænum. Keypt voru stöðluð plastílát á hjólum sem em til sölu á kr. 4.000 í áhaldahúsinu. Jafnframt var ákveðið að lokadagur þess- ara ílátaskipta yrði 31. maí 1995. Nú er þessi dagur að renna upp og em þeir bæjarbúar sem enn em með gömlu stáltunnum- ar hvattir til að vina bráðan bug að skiptunum. Áhaldahúsið er opið kl. 7.30 til 17.00 alla virka daga auk þess sem pantanir eru teknar niður í síma 652244 á opnunar- tíma. Þeir sem vilja fá ílátin send og þau gömlu fjarlægð án aukakostnaðar. Þess ber að geta að þrjár aðal- ástæður eru fyrir því að ákveðið var að skipta um flátin: 1. Þrifnaður og þægindi fyrir notendur. 2. Betri vinnubrögð og aukið öryggi tækjabúnaðar verktaka. 3. Sérstök ábending Vinnu- eftirlitsins vegna slysa á starfs- mönnum sorphreinsunar hér og annarstaðar. Það er einlæg von okkar að bæjarbúar sýni samstöðu um að láta lokahnykk þessarar breyt- ingar ganga fljótt og liðlega fyr- ir sig. Inntökupróf hjá Kvenna- kór Reykja- víkur Inntökupróf verða hjá Kvennakór Reykjavíkur í dag, fímmtudag frá kl. 17 - 22 og á morgun föstudag frá kl. 16 -19. Raddprófað verður inn í kórinn og hina ýmsu hópa sem Kvennakórinn starfrækir. Skráning og upp- lýsingar eru í símum 5626460, 5688404 og 5515263. Landsmót kvennakóra verður haldið í Reykjavík dagana 23 - 25. júní n.k. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að stað- festa skráningu fyrir 31. maí. Kóramótið er öllum opið og því lýkur með tónleikum í Borgar- leikhúsinu sunnudaginn 25. júní. (fréttatilkynning)

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.