Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 14
14 FJARÐARPÓSTURINN IÞROTTIR OG HEILSA____________________________ Húsasmiðjuhlaupið, eitt fjölmennasta víðavangshlaup í Hafnarfirði í ár A sjöunda hundrað manns voru þátttakendur í hlaupinu Hlaupararnir lögðu leið sína víða um Hafnarfjörð. Á sjöunda hundrað manns hlupu í Húsasmiðjuhlaupinu síð- astliðinn laugardag. Þar af fóru 500 manns 3,5 kílómetra og mátti sjá ýmsar útgáfur af fararfvrir- komulagi, s.s. barnavagna og kerr- ur, og af því getur lesandinn dregið þá hárréttu ályktun að meðal þátt- takenda hafi verið kornabörn. Já, og síðan voru þarna öldungar. Og allt þarna á milli. Hér fara á eftir nöfn þeirra fyrstu í hverjum flokki. Fyrst er talið fyrsta sæti og síðan koll af kolli og á eftir nafninu er fæðingarár hlauparans: Úrslit í 3,5 km: Drengir 14 ára og yngri: Kristbergur Guðjónsson 1982 Sigurjón Arason 1981 Logi Tryggvason 1981 Stefán Ágúst Hafsteinsson 1981 Bjarki Þórarinsson 1983 Karlar 15-39 ára: Ivar Trausti Jósafatsson 1961 Árni Már Jónsson 1979 Bjöm Oddsson 1980 Hörður Jóhann Halldórsson 1974 Sigurður Andrésson 1967 Karlar 40-55 ára: Kristinn Friðrik Jónsson 1944 Guðmundur Ólafsson 1951 GrétarÁmason 1951 Halldór Ingvason 1948 Trausti Sveinbjömsson 1946 Karlar 56 ára og eldri: HöskuldurE. Guðmannsson 1932 Haraldur Sigfús Magnússon 1931 Sigurður Siggeirsson 1918 Stúlkur 14 ára og yngri: Hanna Viðarsdóttir 1981 Sigrún Dögg Þórðardóttir 1982 Heiðrún P. Maack 1982 Halla Viðarsdóttir 1981 Linda Ósk Heimisdóttir 1984 Konur 15-39 ára: Halldóra Inga Ingileifsdóttir 1980 Guðbjörg H. Jónsdóttir 1980 Sigrún M. B. Guðjónsdóttir 1979 Helena Kristjánsdóttir 1963 Berglind Heiða Árnadóttir 1979 Konur 40-55: Ursula Junemann 1950 Ásta Magnúsdóttir 1950 Álfheiður Ámadóttir 1949 Jakobína Hrund Einarsdóttir 1955 Lillý Jónsson 1943 Konur 56 ára og eldri: Svanborg Ólafsdóttir 1932 Fjóla Óskarsdóttir 1917 Guðmunda Loftsdóttir 1930 10 km I 10 km hlaupinu sigraði Jóhann Ingibergsson FH og Guðmann Elís- son ÍR varð annar. Munaði þar aðeins nokkrum sekúndum. I 10 km hlaupi kvenna sigraði Gerður Rún Guð- laugsdóttir og Jórunn Viðar Val- garðsdóttir varð önnur. Sigrún túlkaði fyrir Túnis “Þeir eru óskaplega vinalegir” „Þeir eru ósköp vinalegir,” segir Sigrún Geirsdóttir sem verið hefur túlkur og aðstoðarmaður túniska handknattleikslandsliðsins við þátttöku þess í heimsmcistara- keppninni hér á landi undanfarið. Og Sigrún brosir góðlátlega þegar hún lýsir sérþörfum Túnismanna í mataræði og ýmissi annarri sér- visku. Þó hafa skjólstæðingar hennar meira að segja komist í fréttir íslenskra fjölmiöla fyrir tiktúrur sínar; sumir vilja ekki kjöt, aðrir ekki fisk, fyrir leiki má ekki borða fisk eða saltaðan mat, eftir leiki vilja þeir meira pasta eða hrísgrjón og þeir vilja alltaf eftir- rétt..., og svo framvegis! Og allar þessar sérlundarkröfur þarf Sig- rún að túlka fyrir íslenska mat- reiðslumenn sem geta barasta ekki annað en brosað! Sigrún segir að félagar hennar frá Túnis séu vænstu skinn og ekkert verri en sumir aðrir sem mættu til leiks á HM. Til dæmis hafi Kóreu- menn komið með sérpotta til að sjóða hrísgrjónin sín í og margir þeirra tóku ekki einu sinni með sér íþrótta- skó hingað til lands! (ætli þeim hafi ekki þótt að það væri eins og að fara með kaffi til Brasilíu að fara með handboltaskó til íslands? Þvílíkur orðstír svo lítillar þjóðar!) Túnismenn tala frönsku og er Sig- LwT, Sigrún er hér ásamt foreldrum sínum, Geir Haukssyni og Jórunni .lorundsdóttur fyrir utan heimili þeirra við Sævang. Þangað bauð fjölskyldan landsliði Túnis eftir að liðið hafði tryggt sér rétt til að leika í 16 liða úrslitum. Enda eru þau öllsömul glaðbeitt. rún einmitt að klára B.A. gráðu í frönsku við Háskóla Islands um þess- ar mundir. Hún ætti því að geta kom- ið skilaboðum sinna manna áleiðis. En hvað er í deiglunni? „Eg er búin að sækja um að komast í hag- nýta fjölmiðlun við háskólann en í það komast færri en vilja. Ef það tekst ekki þá tek ég mér frí í eitt ár en fer síðan eitthvað út í heim að læra meirasegir Sigrún. Auðvitað til Túnis þá? spyr ég og Sigrún hlær við. „Nei, ætli England verði ekki fyrir valinu. Þar langar mig að læra fjöl- miðlun á sviði þáttagerðar fyrir sjón- varp og þess háttar,” svarar hún síð- an. Vegna þess að hún er að tala við íslenskan blaðamann þá er tími til þess af skomum skammti. En ef hann væri túniskur handboltamaður eða að taka viðtal við túniskan handbolta- mann væri sagan önnur því þeir hafa túlkinn á sínum snærum frá því eld- snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Klukkan er langt gengin í miðnætti þegar þessu stutta spjalli við Sigrúnu Geirsdóttur lýkur. Hún ætlar að fá sér snarl. Kannski ftsk, kannski pasta... Bon appetit!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.