Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 1
Tæknivinna vegna flotkvíar kynnt í hafnarstjórn Kostnaður talinn vera um hálfur milljarður kr. Bergmálsmælingar í höfninni og Staumsvík ákveðnar Kom alla leið frá Ástralíu -sjá bls. 5 Hafnaryfirvöld hafa látið reikna út kostnaðinn sem yrði samfara uppsetningu á flotkví í höfninni. Kostnaðurinn er talinn nema um 475 milljónum króna en nokkrir óvissuþættir eru inn í þeirri upp- hæð sem gæti lækkað hana. Helsta óvissan er botninn fyrir utan Suð- urgarð þar sem áformað er að staðsetja flotkvínna. Af þeim sök- um hefur verið ákveðið að fram- Heiðmörk Tvær aspir sagaðar niður Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af ökumanni sem sagaði niður tvær aspir í Heiðmörk um helgina. Mað- urinn ók bíl sínum utan vega í Heiðmörk og lenti með bílinn í sjálfheldu. Hann greip því til þess ráðs að ná í sög og saga niður aspirnar en samt sem áður sat bíllinn fastur. Að sögn lögreglu fannst bíll- inn í Heiðmörk á laugardags- morgunn. Aspirnar sem maður- inn sagði niður voru báðar um 7 metra háar þannig að ljóst er að um töluverð spjöll er að ræða. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur er atvik þetta átti sér stað. kvæma bergmálsmælingar á þess- um stað sem og í höfninni í Straumsvík. Valgerður Sigurðardóttir formaður hafnarstjórnar segir að ákveðið hafi verið að fá verkfræðistofu Kjartans Thors til að annast bergmálsmæling- arnar. "Við ákváðum að láta stofuna bergmálsmæla einnig botninn í Straumsvík því slíkt er hagstæðara fyrir okkur þar sem líkur eru á að flotkvíin yrði staðsett þar í framtíð- inni," segir Valgerður. "Við vitum ekki hvernig botninn er á þessum stöðum en það liggur fyrir að 13 metra dýpi þarf fyrir flotkvínna. Ef botninn er sandur eða leðja mun kostnaður okkar lækka mikið heldur en ef um fast berg er að ræða sem sprengja þarf í burtu." Valgerður segir einnig að það sé möguleiki á að koma flotkvínni fyrir í Straumsvík fari svo að sjávarbotn- inn fyrir utan Suðurgarð sé illviðráð- anlegur. "Það var Stuðull sem vann fyrir okkur kostnaðarútreikninga og tæknivinnu. I þeim kemur fram að helsta óvissan er botninn og hve mik- ið verk það verður að ná nauðsynlegu 13 metra dýpi." Málið kom til um- ræðu á bæjarstjórnarfundi á þriðju- dag þar sem Valgerður ræddi framan- greinda stöðu þess. Skóg- ræktin svarar -sjá bls. 6 Víkingar vekja athygli ytra Víkingahátíðin sem fyrirhugað er að halda í Hafn- arfirði í sumar hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum erlendis. I Fjarðarpóstinum í dag er fjallað um heimsókn hollenskra blaðamanna. Víkingatíminn var settur á svið fyrir þá á við Kaldársel. -SJÁ NÁNAR Á MIÐOPNU Meistari í skylm- ingum MiMð úrval af Mnwm wimmln ítðlskm XAMPOX skótm —------¦------------- Mikið Wlú'obæ - s. 565 4960 MeYTamenn Miöbæ - S. 565 4960 V

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.