Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPOSTURINN 5 Þær Þuríður Erla Halldórsdóttir Stúdfó hár flutt f nýtt Hárgreiðslu- og snyrtistofan Stúdíó húð og hár hefur opnað í nvju húsnæði að Fjarðargötu 17, við hlið Miðbæjar í Hafnarfirði, en stofan var áður starfrækt að Reykjavíkurvegi 16. Hárgreiðslu- meistarar eru Þuríður Erla Hall- og Guðrún Karla Sigurðardóttir. og húð húsnæði dórsdóttir og Guðrún Karla Sig- urðardóttir en auk þeirra mun snyrtifræðingur starfa á stofunni. Alhliða hár- og snyrtiþjónusta fyr- ir dömur og herra er boðin á stofunni og sérstök áhersla er lögð á hárlitun og brúðargreiðslur. Stofan er opin Gunnlaugur St. Gíslason í nýju búðinni Mikið um gælu- dýr í Hafnarfirði Fyrir rúmlega ári síðan opnuðu þau hjónin Gunnlaugur Sl. Gísla- son og Áslaug Ásmundsdóttir verslun með gæludýr og vörur tengdar þeim í Strandgötu 28. I apríl s.l. fluttu þau sig um set og fóru í nýtt skemmtilegt húsnæði í nýja húsinu að Fjarðargötu 17. I Gæludýrabúðinni bjóða þau upp á auk gæludýra, fóður fyrir flestar tegundir gæludýra. Þá hafa þau ein- nig búr og flutningakassa fyrir flest smærri gæludýr. Við hittum Gunnlaug í búðinni fyrir nokkru og sagði hann að mikið væri af alls konar gæludýrum í Hafn- arfirði og því hefðu þau ákveðið að að setja upp verslun með fóður og Sumarblóma- salan flutt Sumarblómasalan sem verið hefur í Hellisgerði mun flytja í ár og verða staðsett efst í Óldugötu við skólagarðana. Sumarblómasalan hefur verið árlegur viðburður í bænum undan- farin 25 ár. Salan nú hófst á miðvikudaginn 24. maí en opið er frá kl. 10 að morgni til kl. 22 að kvöldi. 25 ára gagn- fræðingar Flensborgar- skóla hittust á skemmtun Ein kom alla leið frá Ástralíu Á myndinni að ofan er skemmtinefndin eins og hún lítur út í dag og að neðan eins og hún leit út þá. Efst til vinstri eru Ingi Tómasson, Þórður Guðlaugsson, Bjarni Snæbjörnsson, Páll Pálsson og Guðni Tómasson. En neðst til vinstri eru Daníel Pétursson, Ingibjörg Kristinsdóttir og Þórður Magnússon. Þær Matthilde Hansen, Ragnheiður Sigurðardóttir og Svava Friðþjófsdóttir. annað það sem nauðsynlegt er að eiga í sambandi við gæludýr. Hann sagði að þau hefðu fengið góðar við- tökur með verslun sína og litu björt- um augum á framtíðina í hinu nýja húsnæði. Fólk sem útskrifaðist sem gagn- fræðingar frá Flensborgarskóla fyrir 25 árum síðan kom saman um síðustu helgi og rifjaði upp gömlu góðu kynnin. Fólkið kom víða að og ein úr hópnum, Matthilde Hansen, kom alla leið frá Ástralíu til að hitta hópinn. Skemmtunin var haldin í Skút- unni s.l. laugardagskvöld og fjöl- menntu gagnfræðinamir á staðinn. Auk þeirra voru þama skólasystkin sem fóru aðrar námsbrautir og ein- nig jafnaldrar úr landsprófsbekk út- skrifaðir 1969 frá Flensborg. Veglegur matseðill var í boði sem samanstóð af innbökuðum laxa- kodda í forrétt, heilsteiktum lamba- lærisvöðva í aðalrétt og appel- sínutertu í eftirrétt. Auk happadrætt- is og heimatilbúinna skemmtiatriða sá diskótekið Dísa um danstónlistina fram eftir nóttu. Allir viðstaddir voru sammála um að kvöldið hefði verið eftirminni- legt. Þau Elín Benediktsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir, Laufey Eyjólfsdóttir, Kristbjörg Gunnarsdóttir og Jón Þorleifsson skemmtu sér vel. Alþjóðlegar sumarbúðir barna Börn frá átta löndum á Álftanesi Alþjóðlegu friðarsamtökin Children's International Summer Villages (CISV) munu verða með alþjóðlegar sumarbúðir barna á Álftanesi í sumar. Alls munu böm frá átta löndum dvelja þar auk Is- lendinga. Guðrún Frederiksen for- maður CISV á íslandi segir að um 60 slíkar sumarbúðir verði víðs- vegar um heiminn í ár en mark- miðið með þeim er að börn kynnist menningu og trúarbrögðum í landi hvers annars. íslendingar tóku fyrst þátt í þessu samstarfi árið 1953 en á seinni árum. eða frá 1981, hafa sumarbúðir verið hérlendis reglulega þriðja hvert ár. Alls munu 36 böm koma erlendis frá í sumar og á móti fara héðan um 40 börn og unglingar í sumarbúðir ytra. Guðrún segir að sum- arbúðimar verði starf- ræktar í mánuð frá 18. júní en á þessu tímabili verði einn opinn dagur þar sem almenningi gefst kostur á að heim- sækja búðirnar og kynna sér starfið. CISV var stofnað af barnasálfræðingnum Doris Allen en allt starf innan þeirra er unnið í sjálfboðavinnu og telja samtökin nú yfir 100.000 félaga í yfir 100 þjóðlöndum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.