Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf.Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heilsa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Verkfall hjá Almenn- ingsvögnum Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur liggja nú niðri í kjölfar verkfalls hjá Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis. Þetta hefur í för með sér að svæði sem telur um 45.000 íbúa er án almenn- ingssamgangna og því ljóst að töluverður fjöldi fólks verður þessa verkfalls áþreifanlega var. Miðað við frétt- ir af þessu verkfalli er ljóst að kröfur bílstjóranna eru langt umfram samninga þá sem ASÍ/VSÍ gerðu í vetur og er það miður. Eflaust eru bílstjórarnir síður en svo ofhaldnir af laun- um sínum og full þörf á að hækka þau. Það hlýtur hins- vegar að vera krafa almennings að þær launahækkanir sem um semst séu innan þess samkomulags sem gert var í vetur. Nokkur stéttarfélög hafa náð fram launa- hækkunum sem eru umfram samkomulag ASÍ/VSÍ og hafa getað gert slíkt í skjóli stöðu sinnar á markaðinum. Bílstjórar telja sig hafa stöðu til að knýja fram meiri hækkanir en hinn almenni launþegi hefur fengið í sinn hlut og þess vegna er verkfallið skollið á. Fjarðarpósturinn sá ástæðu til að fagna samkomulagi ASI/VSÍ í vetur og sagði þá í leiðara blaðsins að með því væri stöðugleikinn í efnahagslífinu tryggður. Nú þegar hvert stéttarfélagið á fætur öðru kemur fram og semur um, eða hyggst semja um, meiri launahækkanir til sinna félagsmanna er spurningin orðin sú hvert lang- lundargerð stóru launþegasamtakana nær. Það er full ástæða til þess að hafa alvarlegar áhyggjur af því að þol- inmæði stóru launþegasamtakanna sé á þrotum og að þau muni gera kröfu um að kjarasamningar sínar verði endurskoðaðir með hliðsjón af því sem hefur verið að gerast hjá öðrum minni stéttarfélögum á undanförnum mánuðum. Þetta gæti þýtt að átök yrðu á vinnumarkað- inum strax í haust eða snemma vetrar. Og þar með væri stöðugleikinn fokinn út í veður og vind. Fleiri stéttarfélög en bílstjórar blása nú í verk- fallslúðra sína því sjómenn hafa einnig boðað til verk- falls. Það verkfall er um margt undarlegt því ekki virð- ist rrkja mikil samstaða með forystu sjómanna og sjó- mönnum sjálfum í málinu. Alla vega berast nú fréttir af því að hvert fiskiskipið á fætur öðru er skráð á Vest- fjörðum, í fullkomnu samkomulagi við áhafnir viðkom- andi skips, en verkfall sjómanna mun ekki ná til Vest- fjarða. Þetta bendir til að sjómenn séu síður en svo áfjáðir í að efna til verkfalls hvað svo sem forysta þeir- ra segir. Það yrði hönnuleg niðurstaða af þessum deilum nú ef þær yrðu þess valdandi að stóru launþegasamtökin teldu sig knúin til að taka upp kjarasamninga sína að nýju. Það verður með öllum ráðum að koma í veg fyrir slíkt og láta aðra launþega sitja við sama borð og þau sátu fyrr í vetur. Friðrik Indriðason. Víkingahá- tíðin kynnt f Hollandi Víkingahátíðin vekur athygli víða um heim og er nóg að gera þessa dag- ana hjá þeim Vilborgu og Rögnvaldi á Upplýsingaskrifstofu ferðamála við að sinna erlendum fvrirspurnum og blaðamönnum.. Nú fyrir síðust helgi voru hér blaða- menn frá Hollandi til að safna efni um Víkingahátíðina. Það sést best á því hversu mikilfenglegt þeim finnst þetta efni að þeir sendu hingað flokk manna sem kom á fimmtudagskvöld voru hér upp við myndatökur og efnissöfnun á föstudag og flugu síðan út á laugardag. Þetta voru blaðamenn frá Hollenska blaðinu Telegraf sem gefið er út í yfir milljón eintaka í Amsterdam, en er dreift um allt Holland. Þar sem ekki er búið að setja upp neitt af Víkingabúð- unum, þá var tjaldað einu tjaldi upp við Kaldársel og þangað fóru “Víkingar” á öllum aldri, ásamt hestum og settu upp smá sýningu af því sem koma skal á Víkingahátíðinni. Við hjá Fjarðarpóst- inum fréttum af þessu og skruppum upp eftir til að taka nokkrar myndir. Þar hittum við Hetty van der Hart sem skipulagði þessa ferð ásamt Flugleiðum og þeim hjá Landnámi hf. I stuttu spjal- li við Hetty, sem rekur fréttamiðlunar- fyrirtæki í Hollandi, kom í Ijós að fyrir nokkrum arum kynntist hún íslandi í gegnum Islandskynningu Flugleiða, þegar þeir voru að sækja Fokker 50 vél- ar sínar. Síðan hafi hún haft brennandi áhuga á íslandi og þegar hún frétti af Víkingahátíðinni, þá fékk hún blaðið Telegraf, sem er eitt stærsta blað Svipmyndir úr daglegu lífi víkinga vor Hollands, til að gera grein um hátíðina og til þess hafi þau komið hingað. Hetty er ekki alveg ókunnug Hafnar- firði, því í desember s.l. kom hún hing- að til að safna efni um Grýlu og Leppalúða. Hún var mjög ánægð með þær við- tökur og skipulagningu á þessari heim- sókn þeirra hingað á Víkingaslóðir. Á meðan við vorum að spjalla saman í góða veðrinu voru “Víkingamir “ að berjast og aðrir úr “Víkingafjölskyld- unni” sátu á fallegum íslenskum hest- um og fylgdust með. Þá voru þama líka snjallir glímumenn sem sýndu blaða- mönnum íslenska glímu. Virtist þetta ágæta fólk lifa sig vel inn í hlutverk sín, enda hafði ljósmyndari hollenska blaðsins á orði að honum findist hann vera kominn langt aftur í aldir og var mjög hrifinn af öllu saman. Þegar við yftrgáfum Kaldársel var Hetty van der Hart að setjast upp á íslenskan hest í fyrsta skipti og naut góðrara aðstoðar einnar “Víkingakonunnar”. Glíma er ómissandi þáttur í svona sviðsetningu. Greinargerð frá Skógrækt ríkisins um malarná Stórfellt gjallns sunnan Hafnarfj Hrauntaka í Kapelluhrauni hefur verið töluvert í fréttum að undan- förnu þar á meðal Fjarðarpóstinum. Blaðinu hefur borist í hendur grein- argerð frá Skógrækt ríkisins um mál- ið undirrituð af Jóni Loftssyni skóg- ræktarstjóra og birtist hún hér: “Hraungjall hefur verið eftirsótt fyll- ingarefni nú um langt skeið og þá sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að Rauðhólum við Elliðavatn hafði verið nær gjöreytt um miðja þessa öld hófst stórfellt gjallnám í hraununum sunnan Hafnarfjarðar og þegar námur þar fóru að ganga til þurrðar varð mikil ásókn í gjall í landi Straums enda hafa námur í landi Hvaleyrar milli Krísuvík- urvegar og austurmarka Kapelluhrauns verið tæmdar. Samkvæmt upplýsingum skógar- varðarins á S.V. landi er saga gjallnáms í löndum Landgræðslusjóðs og Skóg- ræktar ríkisins að Straumi þessi: Byrjað var á efnistöku í Straumi í svokölluðum Rauðamel. Náma þessi var nytjuð af og til um tíu ára skeið eða frá 1955-65 og var þá uppurin. Gunnar Guðmundsson hafði námuna á leigu all- an þann tíma. Hrauntaka 1967 Árið 1967 hófst hrauntaka á land- spildu Landgræðslusjóðs og var leigu- taki Gunnar Guðmundsson. Efinstakan var næstum samfelld til 1993 að mestu á vegum Gunnars en síðustu fjögur árin á vegum Jóhanns Bjamasonar. Spildan nær þvert yfir tungu hraunsins frá gamla Suðumesjavegi að mörkum lands Skóg- ræktari ríkisins. Inn á þessa spildu var oft farið í óleyft á vegum alls konar verktaka einkum í sambandi við fram- kvæmdir í Straumsvík. Einnig var um grjótnám að ræða í litlum mæli þó árin 1991-92. Hörmulega staðið að verki Malartekja úr námu í landi Skóg- ræktar ríkisins hófst árin 1978-79 og byrjaði með að tveir aðilar hófu töku í óleyft og stóðu hörmulega að verki. Viðskilnaður var með þeim hætti að gera þurfti lagfæringar vegna útlits og það gerði verktakinn Gunnar Guð- mundsson. I framhaldi af því fékk hann leyft til efnistöku sem reyndar var mjög stopul og hætti síðan alveg 1988. Tveir aðrir fengu tímabundið að taka þama efni 1989-91 en þótti efnistakan erfið vegna þess hve gjalllagið var

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.