Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPOSTURINN 7 m í Kapelluhrauni ím arðar þunnt og því mikil yfirferð. Tæki þeirra voru léleg og réðu því engan veginn við verkefnið. Borgartak hefur leigt námumar frá 1992. Land Skógræktar ríkisins að Straumi er um 2000 ha. þar af er ofan námu- svæðis Borgartaks hf. um 1280 ha. sem er friðland ósnert að öðru leyti en því að fyrir um 30 árum voru girtir 200 ha. sem einstaklingar hafa fengið að planta í barrskógi skv. 21. gr. skógræktarlaga. Tekið skal fram að skógrækt skv. 21. gr. laganna veitir ræktenda eignarrétt á þeim barrskógi sem hann kemur til þroska og annað ekki. Neðan friðlandsins á Skógræktin um 720 ha. þar af hefur Borgartak hf. námusvæði 122 ha. og er nýtanlegt af því til gjalltöku um 93 ha. Annað land Skógræktarinnar að Straumi, neðan friðlandsins, er því um 627 ha. og eftir að sauðræktin var aflögð í Hafnarfirði er það land nú að gróa upp og birki og víðir að vaxa upp aftur. Gjallanáma fyrir Eins og fram kom hér á undan var gjallnáma fyrir í því landi sem Borgar- tak hf hefur til gjalltöku. Sú var um 15 ha. og stækkaði frá febrúar 1992 til ágúst 1993 um 7 ha. Nýrri loftmynd er ekki tiltæk en ætla má að þegar teknir hafa verið þeir 900.000 rúmmetrar sem þá var eftir að vinna skv samningum við Borgartak hf verði þessi gjallnáma upp- urin og þar hægt að rækta sitkagreni með hjálp töfraplöntunnar lúpínu.” Millifyrirsagnir eru blaðsins Fulldjúpt í árina tekið í umfjöllun Fjarðarpóstsins um hinn hörmulega atburð er ekið var á Sigurgeir Sigurðsson fyrir hálfum mánuði síðan var fulldjúpt í árina tek- ið er sagt var að “talið er fullvíst að um ásetningsbrot sé að ræða”. Ekki er hægt að fullyrða slflct að svo komnu máli enda beinist rannsókn málsins að því hvort um ásetning eða slys hafi verið að ræða og er rannsókn ekki lokið. Vill Fjarðarpósturinn biðjast velvirðingar á þessum mistökum. Hafnarfjarðarrall Aðalskoðunar fyrsta rall sumarsins Flestir af bestu ökumönnum landsins kepptu Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson sigruöu eftir harða keppni Hafnarfjarðarrall Aðalskoðun- ar, fyrsta rall sumarsins, var hald- ið á laugardag og kepptu þar flest- ir bestu ökumenn landsins. Feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson unnu í flokki breyttra bifreiða eftir harða kepp- ni en einnig var keppt í Nordekk- flokki og þar urðu þeir Hjörtur P. Jónsson og ísak Guðjónsson. Keppni hófst snemma á Iaugar- dagsmorgunn og voru tíu bifreiðar ræstar af stað frá Aðalskoðun hf. í Helluhrauni. Haldið var út á Reykja- nes og leiðimar sem eknar voru fyrir hádegi lágu um Kleifarvatn, ísólfs- skála og Reykjanes fram og til baka. Eftir hádegi var síðan ekið að nýju um Kleifarvatn og Hvassahraun sem er gamli Keflavíkurvegurinn frá Kúagerði að Hafnarfirði. Tvær bifreiðar duttu úr keppni, önnur eftir fyrstu sérleið en það voru þeir Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason sem lentu í því að vélin bilaði. Hin bifreiðin, sem Jón B. Hrólfsson og Einar Lee óku, datt út á annari sérleið er vatns- lás gaf sig. Rallið þróaðist síðan þannig að Jón og Rúnar ásamt þeim Steingrími Ingasyni og Páli K. Pálssyni og Osk- ari Olafssyni og Jóhannesi Jóhann- essyni röðuðu sér í þrjú efstu sætin alla keppnina. Jón og Rúnar aka á Mazda 323 eins og Oskar og Jóhann- es en Steingrímur og Páll aka á Niss- an 510 SI. Sem fyrr segir var keppt í tveimur flokkum, breyttra bifreiða og Nor- dekk-flokki. í Nordekk-flokknum eru lítið breyttar bifreiðar sem allar verða að vera með vélar undir 1600 rúmsentimetrum að stærð og aka all- ar á dekkjum frá Nordekk. I þessum flokki var mikil spenna og skiptust menn á um forystuna. Framan af voru þeir Rúnar Tómasson og Sig- urður Gunnarsson fremstir en urðu að láta undan síga er vélarhlífin hjá þeini opnaðist. Við það sigu Hjört- ur/Isak framúr og tókst að halda for- ystunni til enda þótt oft væri mjótt á mununum. Óvænt atvik Nokkur óvænt atvik komu upp meðan á keppninni stóð. Sem fyrr segir opnaðist vélarhlífin hjá Rún- ari/Sigurði og lagðist yfir framrúð- una. Við það töpuðu þeir dýrmætum tíma. Hjá þeim Stefáni Asgeirssyni pg Birgi M. Guðnasyni sprakk hjá Is- ólfsskála á báðum leiðum. Þorkell/Þórarinn fóru einn hring á Reykjanesi og hreinsuðu afturrúðuna úr bíl sínum. Þeir höfðu á orði að það hefði heillað þá nokkuð að komast þannig í nána snertingu við náttúr- una. Eftirfararbifreiðin var af gerðinni Hummer. Lagði umboðið hana til í allar keppnir sumarsins. Þessi bifreið er sérstök blanda af lúxusjeppa og vinnuþjarki. Hlynur Þorsteinsson læknir keppninnar er ávallt staðsettur í þessari bifreið og segir keppnis- stjóm að loksins sé komin rétta bif- reiðina í þetta verk. Aðalskoðun vill þakka keppend- um fyrir drengilega keppni og starfs- fólki fyrir vel unnin störf. flgggggj] J? M ■ 1?* ■PÍVÍ t' f A *•' W - * ' I Hópurinn sem skipaði þrjú efstu sætin ásamt sigurvegurum í Nordekk-flokknum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.