Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN Kári Freyr Björnsson Norðurlandameistari í skylmingum Valið stendur um ballett og skylmingar „Ég er að bíða eftir svari frá ballettskóla í Englandi um það hvort ég fái að koma þangað í inn- tökupróf,” sagði Norðurlanda- meistari unglinga í skylmingum, Kári Freyr Björnsson, þegar hann var inntur eftir framtíðaráform- um. Þannig stendur val hans milli þess hvort hann eigi að leggja fyrir sig skylmingarnar eða ballettinn. Kári býr við Austurgötuna gegnt afa sínum og ömmu sem margir þekkja en Kári er dóttursonur Gests Þorgrímssonar myndhöggvara og Rúnu, Sigrúnar Guðjónsdóttur myndlistarkonu. Kári Freyr virðist svona við fyrstu kynni afar rólyndur maður og hann talar yfirvegað. Hann þakkar hæversklega hamingjuóskir vegna titilsins sem hann vann á Norður- landamóti í Kaupmannahöfn á dög- unum eftir nokkrar snarpar skylm- ingarimmur við danska og íslenska bardagamenn. Atti hann von á að ná svo langt? „Já, ég gerði mér vonir um sigur eftir að ég sá andstæðinga mína þama úti. Mér þótti þeir nokkru slak- ari en ég átti von á þannig að ég sá að ég átti raunverulega möguleika á sigri.” Kári Freyr byrjaði að æfa skylm- ingar fyrir fjórum árum og þá í Reykjavík því skylmingadeild FH hafði ekki verið stofnuð, það gerðist ekki fyrr en á síðastliðnum vetri og átti Kári þar einmitt hlut að máli. Hann segist hafa heillast af skylm- ingalistinni af kvikmyndum og hann hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum þegar hann hélt sjálfur um „sprot- ann”. Friðsamur bardagamaður Hverja telur hann helstu eiginleika góðra skylmingamanna? „Menn þurfa að vera útsjónarsam- ir, snöggir, liprir og hafa gott úthald,” svarar Kári Freyr og bætir við að ein keppni geti verið mikil þrekraun þar sem bardagar séu til dæmis 19 talsins og stutt milli þeirra. Hvað með árásargimi? „ I hófi,” svarar Kári Freyr að bragði, „ef árásargimin keyrir um þverbak er hætt við að kappið verði meira en forsjáin og þá getur farið illa. Og þótt þetta sé bardagaíþrótt þá eykur hún að mínu mati ekki árásar- gimi manna.” En Kári Freyr ver tíma sínum í fleira en skylmingar. Hann er á eðlis- fræðibraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefur stundað ballett í ein átta eða níu ár. Eins og fram kemur í upphafi við- talsins þá gæti Kári Freyr hugsað sér að helga framtíð sína ballettinum. En þó að hann sé einungis sextán ára að aldri þá er hann um það bil að verða of gamall til að hefja slíkan feril! Hann segist þó ekki munu hágráta Bjöm bónda þótt hann komst ekki inn í ballettskólann. „Skylmingamar koma til með að bæta mér það upp að verulegu leyti,” segir þessi bjartsýni og friðgjarni bardagamaður. &i%g. Menn þurfa að vera útsjónarsamir, snöggir og liprir, segir Norðurlandameistarinn. Fótboltinn rúllar brátt í 1. deild Töluverðar breytingar á FH-liðinu Vandi er unt slíkt að spá, sagði Þórir Jónsson formaður knatt- spyrnudeildar FH þegar hann var spurður í hvaða hluta fyrstu deildar liðið hafni í haust. Fyrsti leikur liðsins í deildinni verður gegn Grindavík laugardag- inn 27. maí, en þessi tvö lið leiddu einnig saman hesta sína í Litiu bik- arkeppninni á dögunum. Þá sigr- uðu FH-ingar eftir vítaspyrnu- keppni. Lið FH lék síðan til úrslita gegn Skagamönnum og tapaði naumlega, 2:3. Má af þessu sjá að FH-ingar verða engum liðum auð- veld bráð í sumar, ekki frentur en endranær. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði FH síðan í fyrra en sjö leik- menn hafa yfirgefið það. Báðir er- lendu leikmennimir em famir og sömuleiðis þeir Andri Marteins- son, Atli Einarsson, Þórhallur Vík- ingsson, Þorsteinn Jónsson og Davíð Lámsson. Komnir til liðs við FH eru þeir Stefan Toth frá Tékklandi og Lár- us Huldarsson. Annars byggir FH að mestu leyti á bomum og bam- fæddum Krikaköppum. Albert Már Steingrímsson afhendir Hönnu Kristinsdóttur formanni Fjarðar styrkinn. Fjörður fékk jóla- kortahagnaðinn Aðalfundur íþróttafélagsins Fjarðar var haldinn nýverið þar sem meðal annars var kjörin ný stjórn fé- lagsins. Fundurinn var fjölmennur enda gróandi mik- ill í starfi Fjarðar. A fundinum afhenti Albert Már Steingrímsson félaginu veglega fjárhæð til styrktar starfseminni. Var þar um að ræða hagnað af sölu jólakorta í verslun hans, Filmur & framköllun, og að þessu sinni naut Fjörður góðs af söl- unni. Séð yfir fjölsóttann aðalfund íþróttafélagsins. Nýkjörin stjórn íþróttafélagsins Fjörður.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.