Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 12
Hjallahrauni 13 sími 565 2525 rjuröairyui'y áíiui JÚJ j/'iO Hafnarfjörður gengur inn í Aflvaka Reykjavíkur hf. Kaupir hlutafé fyrir 32 milljónir króna Samstaða mun um það í bæjar- stjórn að Hafnarfjörður gerist að- ili að Aflvaka Reykjavíkur hf. með kaupum á hlutafé fyrir 32 milljón- ir kr. Hugmyndin er að Atvinnu- efling, fyrirtæki hæjarins, verði skráð sem eigandi hiutafjárins. Með þessu yrði nafn Reykjavíkur væntanlega tekið út og Aflvaki hf. ynni að atvinnuskapandi verkefn- um fyrir höfuðborgarsvæðið í heild. Hafnarfjörður myndi fá mann í stjórn Aflvaka. Samkvæmt heimildum Fjarðar- póstsins er hugmyndin sú að eftir að gengið hafi verið frá þessu máli myndi Aflvaki sinna stærri atvinnu- þróunarverkefnum fyrir bæinn en At- vinnuefling og aðrar bæjarstofnanir hinum smærri. Einkum er horft til nýtingar á jarðvarma á Krýsuvíkur- svæðinu en talið er hagkvæmara að nýta jarðvarma þar heldur en á Nesjavöllum. I tengslum við inngöngu Hafnar- fjarðar í Aflvaka yrðu ýmsar breyt- ingar gerðar á rekstri fyrirtækisins í þá átt að horfa til lengri tíma í verk- efnavali og leggja af að lappa upp á gjaldþrota fyrirtæki. Sem fyrr segir mun samstaða um málið innan bæjarstjórnar milli meiri- og minnihluta. Málið var af- greitt jákvætt í undimefnd bæjarins þar sem þeir Magnús Jón Amason, Magnús Gunnarsson, Jóhann G. Bergþórsson og Ami Hjörleifsson áttu sæti og einnig innan Atvinnuefl- ingar hf. Verkfall í Straumsvík? Tímamót hjá elsta leikskóla landsins Hörðuvellir eiga 60 ára afmæli ÖII verkalýðsfélögin tíu í Strauinsvík eru nú að afla sér verkfallsheiinildar. Þau áforma að efna til verkfalls í álverinu hafi samningar ekki tekist þann 10. júní. Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar segir að samingar hafi verið lausir frá áramótum. Það sem einkum strandi á séu kröfur verkalýðsfélagana um að fá borg- aðan hagræðingarbónus en ákvæði um hann hafa verið í samningum síðan 1989. Frá þeim tíma hefur álverð yfirleitt verið lágt og þessari kröfu því ekki haldið stíft fram. Nú er hinsvegar hátt álverð og vilja menn láta reyna á þetta ákvæði enda hefur starfsmönnum fækkað ört frá 1989. Höröuvellir, elsti leikskóli lands- ins, fagnar nú merkum tímamót- um eða 60 ára afmæli sínu. Sjálfur afmælisdagurinn var 2. maí s.l. en opið hús verður fyrir almenning á leikskólanum þann 10. júní n.k. Rebekka Arnadóttir forstöðukona Hörðuvalla segir að nú séu 43 böm á leikskólanum en þegar flest var hér á árum áður vom alls 115 böm í vist á Hörðuvöllum. Það var Verkakvennafélagið Framtíðin sem stofnaði Hörðuvelli fyrir 60 árum síðan og um langt ára- bil var hann eini leikskólinn í Hafn- arfirði. Byggt var við húsið 1957 vegna mikillar ásóknar í pláss á leik- skólanum. Sem fyrr segir verður opið hús þann 10. júní milli kl. 11 og 15. Þar verður starfsemin kynnt og foreldr- um og gestum boðið að skoða hvað bömin hafa verið að gera í vetur. SANDTAK Hjólbarðaviðgerðir - Sandblástur Opnunartilboð 20 % afsláttur á dekkjum + felgum 10 % stgr. afsl. af öðru Dalshrauni 1 s: 565 5636 - 565 5631——— Frajpikölluit á 24 myradutn frá kr. 690,- FILMU.R & FRAMK«* LLUN ■■■■■■ Mi&bæ-s. 565 4120 kJH ■ / </ % , f 1 ■ * ' ■ \ vn Björgvin sigraði Björgvin Sigurbergsson, Golf- klúbbnum Keili, sigraði í stigakepp- ninni á Vormóti Hafnarfjarðar í golfi um síðustu helgi. Hér sést hann ásamt dóttur sinni Guðrúnu Brá sem kíkir forvitin í bikarinn sem pabbi fékk. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 11 MUNIÐ SUMARDEKKIN ! 10 % staðgreiðsluafsláttur Bjóðum úrval af nýjum dekkjum, ásamt sóluðum NORDEKK DEKKIÐ Reykj avíkurvegur 56 Sími 555 1538

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.