Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Síða 1

Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Síða 1
Arsreikningar Hafnarfjarðar fyrir 1994 lagðir fram Rekstur málaflokka 95% af skatttekjum „Gjörsamlega óviðunandi staða” segir Magnús Jón Árnason bæjarstjóri Ársreikningar Hafnarfjarðar fyrir árið 1994 voru lagðir fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu á þriðjudag. Fram kemur að rekstur málaflokka nemur 95% af skatt- tekjum og segir Magnús Jón Árna- son bæjarstjóri að slíkt sé gjörsam- lega óviðunandi staða. Talið er eðlilegt að hlutfallið sé 70-75% en við endurskoðun fjárhagsáætlunar s.l. haust var hlutfallið talið verða um 88%. Við umræðuna á þriðjudag kom m.a. fram hjá bæjarstjóra að helstu breytingar frá því í haust væru að til viðbótar innlausna ábyrgða sem bæj- arsjóður hefði veitt kæmi Skerseyri upp á 30,6 milljónir kr., Byggðaverk upp á 50 milljónir kr. og aðrar tapað- ar afskriftir upp á 37,8 milljónir kr. “Það er ljóst að vandi bæjarsjóðs er feikimikill og bæjarstjóm þarf að vinna sig út úr þeim vanda,” segir Magnús Jón. “Ég hvet því til að bæj- arstjóm temji sér ný vinnubrögð og siði.” Auk ársreikninga bæjarsjóðs voru lagðir fram ársreikningar hafnar- sjóðs, rafveitu, og leiguíbúðasjóðs. Rekstur hafnarinnar og rafveitunnar gekk vel á síðasta ári og má þannig nefna að hagnaður rafveitunnar nam 31,5 milljón kr, á síðasta ári. Nánar verður greint frá þessum ársreikning- um í næsta blaði. Brotist inn í 11 bíla Brotist var inn í 11 bíla í Hafnarfirði og Garðabæ uni síðustu helgi. Lögreglan telur líkur á að um sömu aðila hafi verið að ræða í öllum inn- brotunum en í flestum tilvik- um voru þjófarnir á höttun- um eftir útvarps- og hljóm- flutningstækjum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu áttu innbrotin sér stað víða um bæinn. Tvær aðferðir voru notaðar við innbrotin, annaðhvort var hliðarrúða brot- in eða framhurð opnuð með stálvír. Auk þessara innbrota var þremur bflum stolið en tveir þeirra hafa fundist aftur. Málin eru í rannsókn. Setbergsbrúin vígð Ný brú sem tengir Setbergshverfið við nýja hverfið í Á myndinni sjást tvíburarnir Valdís Ösp og Gísli Rún- Mosahlíð var vígð í síðustu viku. Það voru böm frá leik- ar Gíslaböm klippa á borðann yfir brúnna. skólanum í Hlíðarbergi sem vígðu brúnna formlega og gengu fylktu liði yfir hana. SJÁ NÁNAR Á MIÐOPNU Hjólbarðaviðgerðir SANDTAK Sandblástur Dalshrauni 1 s. 565 5636 ~ 565 5632 20% afsláttur á dekkjum + felgum 10 % af stgr. afsl. af öðru

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.