Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 2
2 FJARDARPOSTURINN Gildir frá fimmtudegi 1. júní til miö- vikudags 7. júní Vatnsberinn (20. jan. -18. feb.) Lagaleg mál leysast á farsælan hátt. Þar með er jafnvægi að komast á ný í einkamálunum. Hugmyndir þínar gera mikla lukku á opinberum vettvangi og verða mörgum að leíðarljósi. Vertu opin(n) fyrir ástinni. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Það er eirðarleysi að hellast yfir þig sem erfitt er að ráða við. Kenndu tunglstöð- inni um. Ekkert er við þessu að gera annað en að bíða betri tíma. Gangur lífsins er bara svona. Mundu að hafa i huga að sameinuð stöndum við en sun- druð föllum við. Hrúturinn (21. mars -19. april) í upphafi júnímánaðar nærðu áttum og margir eru fegnir að fá þig til baka. Það er alltaf verið að hvetja þig til að skrifa um skoðanir þinar og koma þeim á prent. Þér finnst þetta fáranleg hug- mynd, en ef þú bara vissir hverju þú gætir áorkað! Nautið (20. apríl - 20. mal) Þú færð mikil gleðitíðindi í byrjun mán- aðarins. Sameining fjölskyldu og endur- nýjun á gömlu vináttusambandi. Þakk- lætið skín í fallega brosinu þínu fyrir það eitt að IHið sé dásamlegt og vel þess viröi að lifa því. Tvfburinn (21. maí - 20. júní) Þig langar að brjóta upp allar hefðir í umhverfinu. Því ekki pað? Framför, reynsla og ný þekking kemur með hug- arfarsbreytingum, fyrst og fremst og síðan breyttum venjum. Lífið er breyt- ingum háð. Krabbinn (21. júni - 22. júli) Varið ykkur, hér kemur krabbinn í öllu sínu veldi. Þannig gengur þú inn í sum- arið og lífið er bjart. Þú gerir heilmiklar kröfur og ætlast til að fá það allra besta. Það eru fleiri sem vilja það líka og þarf þá oft að miðla málum. Vertu samm- vinnuþýð(ur). Ljóniö (23. júlí - 22. ágúst) Leggðu drög núna að væntanlegum áformum í haust. Þú uppskerð eins og þú sáir. Ræddu við sérfræðinginn og kynntu þér málavexti. Þegar allt er betra en núverandi ástand, er ekki spurning um breytingu. Það segir sig sjálft. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Leitaðu réttar þins, losaðu þig við kvað- ir sem íþyngja þér. Gerðu eitthvað í málinu. Svo brosir þú að þessu öllu seinna. Þú getur framkvæmt nær allt sem þér sýnist, en þú verður að sigrast á keppinaut, fyrst og fremst. Þú getur það lika. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Þögnin er hinn mesti óvinur, það er mik- ið betra að hvæsa svolítið og hreinsa andrúmsloftið. Þú ert ekki einn um það að þola ekki mistök, hvorki frá sjálfum þér né öðrum. Hvar er mannlegi þáttur- inn? Vinnufélagar þínir þurfa hvatningu. Spor&drekinn (23. okt. - 21. nóv.) Umræður, samþykki og viðurkenning færir þér betri líðan varðandi verkefni sem þú hefur tekið að þér. Góður skiln- ingur á fortíðarvandamálum, hjálpa þér við að leysa málin í dag. Fólkið þitt er þögult og leyndardómsfullt. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Ætlirðu að taka mikilvæga ákvörðun í einhverju máli, er byrjun júní besti tim- inn til þess. Smá ágreiningur verður á vinnustað og þig langar að breyta stað- háttum. Hugsaðu máliö um helgina, burt frá vinnustað. Sumu er hægt að breyta en ekki sumum. Steingeitin (22. des. -19. jan.) ðryggisleysi og innri ótti geta valdið ótímabærum vandræðum, svo hristu þetta af þér sem fyrst, og brostu, því að bros er innri neisti sem kveikir velliðan. Skipuleggðu tíma þinn og fjármálin svo þú lendir ekki í óþarfa vandamálum. Þú brosir á þinn hátt Aðalfundur Bandalags kvenna í Hafnarfirði Fjölþætt starf á síðasta starfsári Aðalfundur Bandalags kven- na í Hafnarfirði var haldinn í húsi Iðnaðarmannafélagsins þann 23. maí s.l. Fjölþætt starf var unnið á vegum bandalags- ins s.l. starfsár. Landsþing Kvennfélagasambands íslands var haldið að Hótel Loftleiðum þar sem veigamiklar ályktanir voru samþykktar. Ár fjólskyld- unnar var 1994 og lögðu banda- lagskonur sitt af mörkum í þeim efnum. Eftir hefðbundin aðalfundar- störf var tekið upp léttara efni. Upplestur eftir Sigríði Valdimars- dóttur og söngur sjö banda- lagskvenna sem sungu í "anda or- lofsnefndar". I framkvæmdastjórn banda- lagsins eru: Erna S. Mathiesen formaður, Guðrún Ingólfsdóttir Nýkjörin formaður B.K.H. Erna S. Mathiesen og fráfarndi for- maður Jónína Steingrímsdóttir. ritari og Jóhanna Halldórsdóttir gjaldkeri. Formaður orlofsnefnd- ar er Engilráð Óskarsdóttir, for- maður mæðrastyrksnefndar Guð- rún Svava Jónsdóttir og ræktunar- nefndar Þórunn Jóhannsdóttir. Fulltrúi bandalagsins í Öldrunar- samtökunum Höfn er Erna S. Mathiesen. Fjölmenni var á fundinum. Hin árlega skógræktarferð bandaiagsins verður þann 12. júní kl. 19.00. Konur eru hvattar til að fjömenna í gróðurreit bandalags- ins í Sléttuhlíð. (fréttatilkynning) Víða slæm umgengni í iðnaðarhverfum Hafnarfjarðar Skorað er á fyrir- tæki að hreinsa til Heilbrigiðiseftirlit Hafnarfjarðar skorar nú á forsvarsmenn fyrirtækja í bænum að þeir geri átak í að hreinsa til og bæta umgengni í kringum fyrirtæki sín. Fjöldi aðila hefur haft samband við heilbrigðiseftirlitið nú í vor til að vekja athygli á og lýsa áhyggjum sínum yfir slæmri umgengni víða í iðnaðarhverfum Hafnarfjarðar. Er það álit þeirra að sumsstaðar sé umgengni það slæm að það skaði jafnvel fyrirtækin fjárhagslega þar sem viðskipti hafi tapast af þessum sökum. I bréfi sem heilbrigðiseftirlitið hefur sent fyrir- tækjunum er skorað á þau að ljúka lóðahreinsun fyr- ir 17. júní. Starfsmaður á vegum eftirlitsins hefur nú í sumarbyrjun heimsótt fyrirtækin og dreift þessari áskorun. I bréfinu segir m.a.: "Hvatt er til að hver hreinsi umhverfis sitt fyrirtæki. Að sjálfsögðu þurfa mörg fyrirtæki að geyma ýmiskonar byggingarefni, tæki og tól á sínum lóðum og er ekki við því að amast. Hinsvegar er ekki til of mikils mælst að hlutum sé raðað á snyrtilegan hátt og þá um leið það drasl sem er að finna hreinsað upp." ítrekaðar eru fyrri ábendingar um að spilliefni eins og rafgeymar, notaðar og ópressaðar olíusíur, efnaúrgangur o.þ.h. skuli ekki geyma utandyra. Og ílát með hættulegum efnum má ekki geyma á lóð nema í samráði við eftirlitið. Æringi -meinlegur og miskunnarlaus - skrifar án ábyrgðar 0g við bjóðum hættunni heim! Brátt munu streyma hingað víkingar í stórum stíl. Parf varla að gera ráð fyrir öðru en þeir séu í öllu trúir lifnaðarháttum forn- ra „starfsbræðra" sinna sem fóru um heim- inn ránshendi. Það var kallað að fara í vík- ing. Og svo undarlega vill til að bæjaryfir- völd í Hafnarfirði og nokkrir einkavina- væddir forsprakkar aðrir hafa boðið útlend- ingum að koma hingað í víking! Hljómar vissulega undarlega að bjóða þannig hætt- unni heim en vonandi láta þeir vopn sín dynja hver á öðrum. Og þá verða kannski engar ræður fluttar: Víkingahátíð í vændum er, víst er að látið mun sverfa til stáls. Það væri verst ef hófuðlaus her, hygðist svo taka til máls! Og það þarf varla að vara bráðgáfaða Hafnfirðinga við gylliboðum ókunnugra: í Víðistaðanna vopnabraki, varastu boð með freisting og rausnum. Annars snýrðu aftur á baki, með axarskaft upp úr hausnum! Nú yfir í aðra sálma. Vagnstjórar al- menningsvagna hafa verið i verkfalli um nokkurt skeið. Mörgum verður fótaskortur á minninu þegar þeir þurfa að taka strætó undir þeim kringumstæðum. Æringi sá fyr- ir nokkrum dögum síðan bústinn pilt sitja í strætóskýli í verkfallinu, maulandi súkkulaðikex og kartöfluflógur og þá varð þetta til í meinlegu hugskoti mínu: Pattarlegursat piltur í skýli, prins og snakk þar át með lagni. En nú er hann hringlandi holdlaust kríli, því hann var að bíða eftir strætisvagni! Fullt nafn? Hanna Guðrún Kristins- dóttir. Fæðingardagur? 24.8.1966. Fjölskylduhagir? Einstæð með Höskuld Þór (10) og Veru Dögg (7). Bifreið? Nissan Sunny árg. '93. Starf? Flokksstjóri. Fyrri störf? Starfsmaður á leikskóla og ritari á Félagsmálastofnun. Helsti veikleiki? Kann ekki að segja nei. Helsti kostur? Samviskusemi og óhrædd við að takast á við ný verk- efni. Eftirlætismatur? Hvítlauksristaður humar. Versti matur? Hafragrautur - ef má kalla það mat. Eftirlætistónlist? Melódíur í eldri kantinum og óperur. Eftirlætisíþróttamaður? Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Jóni Baldvin Hannibalssyni. Eftirlætissjónvarpsefni? Ýmislegt fræðsluefni. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Stjórnmálaumræður. Besta bók sem þú hefur lesið? Salka Valka (H. Laxness). Hvaða bók ertu að lesa núna? Árs- skýrslu aðildarfélaga IBH og Frá einveldi til lýðveldis. Uppáhaldsleikari? Anthony Hopk- ins / Ingvar Sigurðsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Skuggalendur (Shadowlands). Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Er í hestamennsku, er formaður Fjarðar, íþróttafélags fatlaðra í Hafn- arfirði og starfa fyrir Heimili og skóla auk fleiri félagsstarfa. Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Deildardalur í Skagafirði. Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Heiðarleika og að fólk komi til dyranna eins og það er klætt. Hvað meturðu síst í fari annarra? Sýndarmennsku. Hvern vildirðu helst hitta? Vigdísi Finnbogadóttur. Hvað vildirðu helst í afmælisgjöf? Loforð fyrir góðri heilsu. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happdrætti? Sýna börnun- um mínum heiminn. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Setja AL- VORU ferlinefnd fatlaðra í Hafnar- firði á laggirnar. Hún er varla til á öðru en pappírum í dag. Ef þú værir ekki manneskja, hvað værirðu þá? Fugl, engin sérstök tegund. Uppáhalds Hafnarfjarðarbrand- arinn þinn? Hef skammtímaminni á brandara og byrja alltaf á öfugum enda þannig að brandarinn er ónýtur strax frá upphafi!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.