Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 4
4 FJARDARPOSTURINN Utgefandi:FJARÐARPOSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjórn 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heilsa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifíng: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Brimvörn í Straumsvík Málefni flotkvíar hafa verið til umræðu innan hafnar- stjórnar og bæjarstjórnar á undanförnum vikum og hef- ur Fjarðarpósturinn greint frá þeim umræðum. Tvær hugsanlegar staðsetningar eru til umræðu, utan við Suð- urgarð og í höfninni í Straumsvík. Síðari kosturinn er um margt álitlegri einkum þar sem umrædd flotkví er stórt mannvirki og því töluverð sjónmengun af henni rétt utan við Suðurgarð. Auk þess væri flotkví góð bú- bót við fyrirhugað iðnaðarhverfi sem áformað er að rísi við Straumsvíkursvæðið í náinni framtíð. En til að hægt sé að setja flotkví upp í Straumsvfkur- höfn -þarf að byggja þar brimvarnargarð sem ver höfn- ina fyrir vestan- og norðanáttum. Hugmyndir um slíkan garð komu fyrst fram fyrir um 10 árum en ekkert hefur verið gert í málinu síðan. Upplýsingar skortir um margt en í sumar hefur verið ákveðið að ráðast í bæði berg- málsmælingar og öldumælingar í Straumsvík og fyrir utan Suðurgarð. Áður en niðurstöður úr þeim mæling- um liggja fyrir skortir allar forsendur til að gera kostn- aðaráætlun um þetta verk en lauslega áætlað er talið að bygging brimvarnargarðsins muni kosta á bilinu hálfur til einn milljarður króna. Eins og staðan er í dag komast tómu súrálskipin ekki út úr höfninni í Straumsvík ef vindhraðinn er meir en 5 stig í fyrrgreindum áttum né inn í hana fullhlaðin. Og ef af áformum um stækkun álversins verður er ljóst að um- ferð um höfnina mun aukast til muna. Það hlýtur því að vera lag fyrir bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að koma þess- um brimvarnargarði á dagskrá fari svo að ráðist verði í stækkun álversins. Stækkun álversins hefur það í för með sér að byggður verður nýr hundrað metra langur viðlegukantur í Straumsvík til að mæta hinni auknu um- ferð og kanna ber hagkvæmni þess að byggja brimvarn- argarðinn samhliða þeim framkvæmdum. Ljóst er að Hafnarfjörður hefur ekki bolmagn einn og sér til að fjármagna byggingu brimvarnargarðsins. Þar þurfa ríkissjóður og/eða eigendur álversins einnig að koma til sögunnar. Þessu máli þarf því að koma til skila á þeim vettvangi hið fyrsta. Flotkví sú sem hér um ræðir myndi verða töluverð lyftistöng fyrir bæjarfélagið því hún skapar vinnu og tekjur fyrir höfnina. Þar að auki eru þessi mannvirki tal- in um margt hagkvæmari en þurrkvíar. Að öllu saman- lögðu er um þarft mál að ræða og ástæða til að reyna af öllu afli að veita því brautargengi. Friðrik Indriðason Börn frá leikskóianum Hlíðarbergi ganga fylktu liði yfír brúnna. Setbergsbrííin tekin í notkun Auknir möguleikar á útivist í síðustu viku var formlega tek- in í notkun ný brú yfír lækinn í Hafnarfirði. Brúin tengir Set- bergshverfið við nýja hverfið í Mosahlíð og með henni aukast möguleikar á notkun útivistar- svæðisins á Stekkjahrauni sem liggur milli hverfanna. Aður hafði verið ráðgert að veita læknum um ræsi undir veginn sem tengir þessi tvö hverfi en á fundi bæjaráðs þann 29. spetember s.l. var samþykkt að ráðast í brúarsmíðina. Markmiðið með brúarsmíðinni var að hrófla eins lítið við landi og kost- urer. Það voru börn frá leikskólanum Hlíðarbergi sem vígðu brúnna form- lega og gengu svo fylktu liði yfir hana. Gamaldags bogabrú Brúin er samsett úr fjórum stálbit- um þvert á lækinn sem tengdir eru við sökkla við hvorn enda brúarinn- ar. Um miðbik hennar standa tveir stálbogar úr ryðlituðu stáli. Efnisval og útlit brúarinnar er með það í huga að undirstrika ákveðnar andstæður, byggð - óhreyft land og manngert - náttúrulegt. Hönnuðir brúarinnar eru arkitekt- arnir Jakob Líndal og Kristján Ás- geirsson og verkfræðistofa Björns og Stefáns. Verktakar voru Feðgar sf og um stálsmíði sá Suðulist. Hart deilt á formann bæjarráðs og bæjarstjóra Vissi ekki af kæru og lögreglurannsókn segir Ingvar Viktorsson oddviti minnihlutans í bæjarstjórn Ingvar Viktorsson deildi hart á Magnús Gunnarsson formann bæjarráðs og Magnús Jón Árna- son bæjarstjóra á síðasta bæjar- stjórnarfundi. Ingvar gerði að um- ræðuefni kæru þá sem ríkissak- sóknari vísaði nýlega frá um sam- skipti fyrri meirihluta og Hagvirk- is/Kletts. Ingvar segir að hann hafi ekki vitað af kærunni né að hann væri í rannsókn hjá lögreglu fyrr en hann las um það í fjölmiðlum að kærunni hefði verið vísað frá. "Við sitjum við sama borð í bæjar- ráði og bæjarstjórn og því hefði ver- ið hægðarleikur fyrir þessa menn að láta okkur vita af kærunni," segir Ingvar. Hann fordæmdi þessi vinnu- brögð og málatilbúnað allan af hálfu formanns bæjarráðs og bæjarstjóra og sagði að sá aðili sem hefði mest skaðast sökum hans væri sveitarfé- lagjð. I framhaldi af máli sínu lagði Ingvar fram tillögu þar sem segir m.a. að bæjarstjórn harmi framgöngu bæjarfulltrúana Magnúsar Jóns Árnasonar og Magnúsar Gunnars- sonar í kærumálum er lúta að sam- skiptum bæjarsjóðs og Hagvirk- is/Kletts á umliðnum árum. Síðan segir í tillögunni: "Bæjar- stjórn telur að framganga bæjarfull- trúana....hafi skaðað bæjarfélagið auk þess að vera ærumeiðandi f garð hinna kærðu og bæjarfulltrúa Jó- hanns Gunnars Bergþórssonar....Því fagnar bæjarstjórn að bæjarfulltrú- arnir tveir sem að kærunum stóðu skuli hafa séð að sér og lýst því yfir að málinu sé lokið af þeirra hálfu. Þar með hafa þeir í reynd viðurkennt að málatilbúnaður þeirra hafi verið markleysa frá upphafi til enda." Áður en tillagan kom til atkvæða tók Jóhann G. Bergþórsson til máls og kvaðst ekki taka þátt í atkvæða- greiðslu um hana þar sem málið væri sér of skylt. Hinsvegar telji hann ástæðu til að taka undir með Ingvari um að harma bæri framgöngu fyrr- greindra fulltrúa og að málið hefði aldrei átt að koma til umfjöllunnar í bæjarstjórn þar sem viðskiptin hefðu verið eðlileg. Að svo búnu féll tillag- an á jöfnum atkvæðum. 14ára unglinga til umræðu Valgerður Guðmundsdóttir einn fulltrúa Alþýðuflokksins í bæjar- stjórn bar fram fyrirspurn um hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir 14 ára unglinga í atvinnumál- um í sumar. Sem kunnugt er af fréttum hafa bæjaryfirvöld ákveð- ið að spara í rekstrinum með því að l'ella þennan aldurshóp úr vinnuskólanum. Valgerður kvað nauðsynlegt að þessi aldurshópur hefði eitthvað að gera í sumar og hún taldi að kostnaðurinn við að veita honum vinnu, 12 milljónir kr, væri of hátt metinn. Magnús Jón Árnason bæjarstjóri svaraði því til að vissulega væri æskilegt að vinnuskólinn gæti sinnt nemendum í 8. bekk. Hinsvegar hefði bæjarfélagið þurft að taka á sig með vaxandi þunga atvinnuleysi meðal ungs fólks. Það mætti nefna að á meðan skorið væri niður hjá 8. bekk væri lengdur sá tími sem 10. bekkingar gætu unnið en þeir þyrftu helst á fé að halda. Þá mætti nefna að ýmislegt yrði gert fyrir unglingana í staðinn fyrir atvinnu eins og auknar tómstundir í

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.