Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Síða 7

Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Síða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 ÍÞRÓTTIR OG HEILSA Hörður Magnússon skoraði annað af tveimur mörkum FH í leiknum og var nálægt því að skora annað en boltinn small í stönginni. FH-ingar sigruðu „handboltaliðið” úr Grindavíkinni! FH-ingar fara vel af stað í Sjó- vár-Almennra deildinni, hafa nú sigrað bæði KR og Grindvíkinga. Virðist sem ungir leikmenn FH standi undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar eftir að sjö leikmenn liðsins frá síðasta tíma- bili hafa yfirgefið það. Leikurinn gegn Grindavík var lit- skrúðugur í meira lagi því tveir leik- menn Grindvíkinga höfðu enn ekki náð sér eftir HM í handbolta og tóku feil á líkamshlutum tvisvar í leiknum með því að handleika knöttinn. Báð- ir litu rauða spjaldið og voru sendir í sturtu. Gott gengi á Faxaflóamóti ----- ---------— ----------—Tj—; ___________________Jéhann G. Reynisson Heilsudagur fjölskyldunnar í Hafnarfirði Fjölþætt dagskrá Fjölþætt dagskrá var í boði við Suðurbæjarlaug og á Víðistaða- túni s.l. laugardag. Dagurinn bar heitið „heilsudagur fjölskyldunn- ar” og af því tilefni var frítt þann dag í Suðurbæjarlaug og fróð- leiksþyrstum boðið að bergja af brunni upplýsinganna. Við Suðurbæjarlaug hófst dag- skráin klukkan 11:00 en þá var farið í gönguferðir og skokkað undir stjórn leiðbeinanda. Klukkan 12:00 var sundkennsla og klukkan 13:00 púttkeppni. Þá var kynning á Sund- félagi Hafnarfjarðar, skráning á sundnámskeið fyrir böm og kynning á vatnsleikfimi, nuddi og ungbama- sundi. A Víðistaðatúni hófst dagskrá klukkan 14:00 með gönguferðum og skokki með leiðbeinanda, klukkan 15:00 var farið í ratleiki og klukkan 16:00 í hjólreiðatúr. Þarna var skráning á sumarnámskeið fyrir böm og tennisíþróttin kynnt. A báðum stöðum voru læknar og hjúkrunarfræðingar frá heilsugæsl- unni á Sólvangi að bjóða fólki í blóðþrýstings- og blóðfitumælingar auk þess sem þeir prófuðu þol gesta og gangandi og fræddu um mataræði og lífsstíl. Það voru íþróttaráð Hafnarfjarðar og Heilsugæslan Sólvangi sem stóðu fyrir þessari skemmtilegu nýbreytni. Þessi ungi maður er einn af efni- legri tennisleikurum Hafnar- fjarðar um þessar mundir en liann tók meðal annarra þátt í kynningu á tennis á völlunum við Víðistaðakirkju. Hópur krakka tók þátt í ratleiknum frá Víðistaðatúni og hlustuðu allir gaumgæfilega á leiðbeiningar Jóns Arnar starfsmanns heilsudags. Við Suðurbæjarlaug var keppt í inini-golfl og eins og sjá má var ekk- ert aldurstakmark í keppninni - enda á heilsudegi fjölskyldunnar. í anddyri Suðurbæjarlaugar mældi starfsfólk heilsugæslunnar gesti og gangandi í bak og fyrir, meðal annars blóðþrýsting og blóðlitu. Þá var leiðbeint um mataræði og lífsstfl og var ýmsum upplýsingum til að dreifa á þeim vettvangi. Faxaflóamót yngri flokka í knattspyrnu stendur vfir um þess- ar mundir og hafa nokkrir af yngri flokkunum lokið keppni. Samkvæmt upplýsingum frá Haukum varð fimmti flokkur karla í Haukum Faxaflóameistari A-liða, B- liðið varð í 9. sæti og C-liðið í þrið- ja. Fimmti flokkur kvenna í Haukum varð einnig Faxaflóameistari. FH-ingar urður Faxaflóameistarar B-liða í sjötta flokki eftir úrslitaleik gegn Haukum sem lauk með víta- spymukeppni og bráðabana. C-lið Hauka varð í þriðja sæti og A-lið Hauka lék um 7.-12. sæti. Þá stóð sjötti flokkur Hauka sig vel í Vík- ingsmótinu, bæði A og B-lið léku um þriðja sæti. A myndinni má sjá nokkra af leik- mönnum Hauka í sjötta flokki slá á létta strengi í sól og sumaryl á Ás- völlum síðastliðinn fimmtudag. Margir FH-ingar keppa á Ólympíu- leikum smáþjóða Ólvmpíuleikar smáþjóða standa nú vfir í Lúxemborg. Þar keppa tíu FH-ingar. Þeir eru: Bjami Þór Traustason, Finnbogi Gylfason, Steinn Jóhannsson, Jón Oddsson, Einar Kristjánsson, Sig- urður T. Sigurðsson, Eggert Boga- son, Guðmundur Karlsson, Helga Halldórssdóttir og Laufey Stefnáns- dóttir. Þá fer Trausti Sveinbjömsson með sem fararstjóri. Það að tíu keppendur af fjörutíu alls skuli koma frá einu félagsliði sýnir hversu firnasterkt frjálsí- þróttalið FH er um þessar mundir. Strandgötu 55 Sími 565 1213 - 565 1890

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.