Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 8
Hjallahrauni 13 sími 565 2525 rjuriuryyiu J/ jími j*jj jyio Framkollun á 24 myndum frá kr. 690,- #S| FILMUR & FRAMK* LLUN a’Vl ■■■■■■ Miðbæ - s. 565 4120 Straumsvík álitlegur kostur fyrir flotkví Nauðsyn að koma upp brim- varnargarði við Straumsvík Töluvcrðar umræður urðu um áætlanir um uppsetningu á flotkví í Hafnarfjarðarhöfn á síðasta fundi bæjarstjórnar. Fram kom að höfnin í Straumsvík cr ekki síð- ur álitlegur kostur fyrir flot- kvínna en svæðið yfir utan Suður- garð. Til að flotkvínna sé hægt að setja upp í Straumsvík þar að byggja þar brimvarnargarð sem ver gegn vestanáttum. Lúðvík Geirsson nefndi þetta m.a. í máli sínu og sagði að slíkan varnargarð þyrfti hvort eð cr að byggja því skipin kæmust hvorki inn nc út úr Straumsvíkurhöfn í hörðum vest- anáttum. Nú þegar stækkun álversins í Straumsvík er til umræðu er ljóst að ef af slfkri stækkun verður er gott lag til þess að koma þessum brim- vamargarði upp. Það var Valgerður Sigurðardóttir formaður hafnarstjórnar sem hóf umræðuna. Flutti hún tillögu þess efnis að bæjarstjórn tæki undir með fyrirætlunum hafnarstjórnar um bergmálsmælingar við Suðurgarð og í Straumsvík og því að kannaðir yrðu möguleikar á uppsetningu flot- kvíar á þessum stöðum. Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða at- kvæðum. I umræðunni sagði Ami Hjör- leifsson m.a. að það væri ánægjulegt að menn vildu byggja upp atvinnu- rekstur hér í bæ og hann gæti tekið undir að hér væri um gott mál að ræða. Hinsvegar væri flotkvíin stórt mannvirki og sjónmengun að því ef staðsetja ætti hana við Suðurgarð. Hann væri því ánægður með að Straumsvíkurhöfn væri einnig til skoðunar. Jóhann G. Bergþórsson sagði m.a. að það væri æskilegt með tilliti Sjóli landaði í Hafnarfiröi í síð- ustu viku 350 tonnuin, eða full- ferini, af úthafskarfa. Um mettúr var að ræða hjá togaranum hvað lengd úthaldsins varðar því skip- verjar fvlltu skipið á 12 dögum. Guðmundur Kjalar Jónsson skip- stjóri Sjóla segir að magnið sem landað var samsvari 700 tonnum upp úr sjó. Skipverjum hafi verið kleyft að vinna þetta svona hratt þar sem þeir hafi bætt einu fyrstitæki við lín- una hjá sér. “Mannskapurinn um borð er búinn að ná svo góðum tökum á vinnslunni að við töldum óhætt að bæta við einu frystitæki en það er óhemjuvinna sem liggur að baki svona miklum afla á svona skömmum tírna,” segir Guðmundur Kjalar. Alls var Sjóli 15 daga í veiðiferð- inni, þar af 12 á miðunum, og háseta- hluturinn er um 380.000 kr. Togarinn fer aftur á úthafskarfamiðin um leið og sjámannaverkfallið leysist. 10ND0N - ROME - PARIS - HAFNARFJÖRÐUR HerRA HAFNARFJÖRÐUR Miibx ■ s. 565 0073 Jóhann Helgi & Co. hf. Bæjarhrauni 2 sími 565 1048. fax 565 2478 Allt frá flagi að fögrum garði LEIKTÆKI - LOÐAFRAMKVÆMDIR 500.- kr. afsláttur af garðaúðun Gegn framvísun þessa miða fæst 500,- afsláttur af garðaúðun. Ath. aðeins einn seðill mjtistfyrir hverja úðun Mettúr hjá Sjóla á úthafskarfanum Fylltu skipið á 12 dögum og lönduðu 350 tonnum til samþykkta um að kanna Suður- garð og Straumsvík að eigendur flotkvíar legðu fram greinargerð með upplýsingum um rekstur á henni. Það væri ljóst að uin kostnað- arsamt verk væri að ræða fyrir bæ- inn að skapa flotkvínni aðstöðu og því ættu þessar upplýsingar að liggja fyrir. Glatt á hjalla Það var glatt á hjalla í Suðurbæjarlaug eins og víðar urn Hafnarfjörð síðastliðinn laugardag enda þá haldinn heilsudagur fjölskyldunnar. Margir létu sig vaða niður vatnsrennibrautina í sundlauginni, eins og þessi káthýra stúlka sést gera hér á myndinni, aðrir létu mæla blóð- þrýsting og blóðfitu, surnir kepptu í minigolfi, fóru í rat- leiki, kynntu sér tennis, skokkuðu eða gengu með leið- beinanda, þáðu fræðslu um hollustu og heilbrigða lifnað- arhætti og svo mætti áfram telja. Frábært framtak sem á heilsudegi mætti endurtaka þrisvar í viku fimmtíu og tvær vikur árs- ins. Eiginlega má segja að það hafi verið eins og íþrótta- sprengju hafi verið varpað á Fjörðinn á laugardaginn því auk heilsudagsins fóru meðal annars fram tveir meistara- flokksleikir í knattspymu, keppt var í golfi á Hvaleyrar- holtsvelli og í götukörfubolta við Pizza 67 og ÍH-ingar stóðu fyrir firmakeppni í handbolta. SJÁ NÁNAR Á BLS. 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.