Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Side 1

Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Side 1
Bæjarstjórn og forráðamenn Vélsmiðju Orms og Víglundar funda Verður flotkví sett til bráðabirgða í höfnina? Fulltrúar bæjarstjórnar og for- ráðamenn Vélsmiðju Orms og Víg- lundar funduðu í vikunni um mál flotkvíar þeirrar sem Vélsmiðjan vill setja upp í Hafnarfirði. Meðal annars var rætt um að setja flot- kvínna upp til bráðabirgða innan Hafnarfjarðarhafnar í 1-2 ár meðan unnið yrði að því að finna henni varanlegan stað. Sem kunnugt er af fréttum er flotkvínni ætlaður staður annaðhvort utan við Suðurgarð eða í Straumsvíkurhöfn í framtíðinni. Forráðmenn Vélsmiðjunnar hafa gagnrýnt bæjarstjóm fyrir seinagang í málinu og þeir gerðu kröfu um að fá endanleg svör fyrir 2. júní s.l. við því hvort bæjarstjóm myndi grípa tii við- eigandi ráðstafana til að flotkvín yrði sett upp hér. Gagnrýni Magnús Gunnarsson formaður bæjarráðs segir að gagnrýni um seinagang í málinu komi úr hörðustu átt. Erindi um flotkvínna hafi borist bæjarstjóm fyrst eftir áramótin og formaður hafnarstjórnar hafi unnið ötullega í málinu síðan. “Hér er um framkvæmdir upp á 400-500 milljón- ir króna að ræða fyrir bæjarfélagið og það er ekki hægt að taka ákvörðun um slíkar framkvæmdir fyrr en nauð- synlegar rannsóknir liggja fyrir,” segir Magnús Gunnarsson. “Bæjar- stjóm hefur samþykkt að slíkar rann- sóknir, eða forathugun, fari fram en nokkur tími mun líða áður en niður- stöður úr þeim liggja fyrir.” Forráðamenn Vélsmiðju Orms og Víglundar knýja mjög á um að fá skýr svör sem fyrst og hafa sagt að ef þeir fái þau ekki muni þeir finna flot- kvínni annan stað á landinu. Magnús Gunnarsson segir að eina lausnin sem er í sjónmáli hvað þetta varðar sé að finna flotkví stað innan hafnarinnar til bráðabirgða í 1-2 ár. Hinsvegar sé ljóst að slík ákvörðun yrði mjög umdeild og ekki víst að samþykki fengist fyrir slíkri lausn. Náðu í gegn- um nál- araugað Tveir Hafnfirðingar, þau Stefán Karl Stefánsson og Laufey Brá Jónsdóttir, voru í hópi átta leiklist- arnema sem fengu inngöngu í Leiklistarskóla íslands á þessu ári. Alls sóttu 100 manns um inngöngu í skólann. Bæði Stefán og Laufey hófu leik- listarferil sinn í Öldutúnsskóla á unglingsárunum. En upphaflega stefndi hugur þeirra annað. Stefán Karl ætlaði að verða trillukarl en Laufey Brá setti stefnuna á að verða söngkona. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 2 I Æ 1 Nemar á hönn- unarbraut -sjá bls. 7 vl' I 1 s. S6S 20% afsláttur á dekkjum + felgum 10 % af stgr. afsl. af öðru

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.