Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN STJÖRNIISBÁJ Gildir frá fimmtudegi 8. júní til mið- vikudags 14. júní Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Helgin verður fremur óvenjuleg vegna þess að þú gerir óvenjulega hluti. Þér hættir til að leggja eigin ábyrgð yfir á herðar annarra vegna þess að þú þráir hvíld og einhverja breytingu á lífstefnunni. Vertu nú samt viss um að breytingin sé til batnaðar en ekki bara breytinganna vegna. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Kjörinn tími framundan til að innheimta skuldir og greiða eigin reikninga. Mögu- leikar eru góðir til fjárfestinga, kaup eða sölu eigna eða bara hverju sem er. Allt er falt. Launahækkun, ágóði, arður eða lottó vinningur er í stjömunum þínum. Lukkutal- an þín er talan 6, að sjálfsögðu. Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) Þú veist, undir niðri, að það sem þú ert að þráast við er vita vonlaust. Stundum verður maður að sætta sig við það sem ekki er hægt að breyta. En þú getur breytt sjálfum þér og haldið þig við sigurvegarana. Þá sem vita hvað gefur lífinu gildi og hvað ekki. Hvað gefur von og hvað ekki. Nautið (20. apríl - 20. maí) Það eru góðir straumar í lífi þínu um þessar mundir og mikið ljúft að ske í einkamálun- um. Ast, kærleikur og mikilvægast af öllu, að þfnu mati, þessi órjúfanlegu, traustu vin- áttubönd. Slepptu orðum eins og “ég ætl- aði” og “ég hefði viljað”. Þau eru fortíð! Stattu með þér í dag. Tvíburinn (21. maí - 20. júnQ Þú kannt vel að meta þessa frelsistilfinn- ingu sem þú finnur fyrir í dags daglegum störfum þínum. Þetta er ný og yndisleg til- finning, nokkuð, annað en sem áður var. Lífið hefur jákvæðan tilgang, glens og gam- an. Þú ert lúmskt glettin(n) og gefur púkan- um lausan tauminn á stundum. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Ast í sínu fullkomna veldi er stórkostleg, en ást í meinum er mikill harmleikur fyrir þann sem upplifir hana í fyrsta sinn og vonandi bara einu sinni. Er hægt að finna réttu ástina ef maður hefur ekki upplifað þessa öfug- snúnu. Vertu raunsæ(r) og trúðu ekki öllu sem þú heyrir. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Einhver stór og mikilvægur dagur er í vændum, eða stór áform í bígerð. Sköpun- argáfan er opin í báða enda, hömlulaus, þannig að búast má við að margt óvænt ger- ist næstu daga. Gleymdu samt ekki þessum litlu venjulegum föstum liðum. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Gefðu þér tíma til að hlusta á það sem sagt er, þú gætir lært óhemju mikið. Leitaðu ekki langt yfir skammt, þú finnur það sem þú leitar að heima hjá þér. Það sem þú átt og hefur eignast er allt í kringum þig. Ljós- geislinn skín á þig, færðu þig bara úr skugg- anum. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Kynntu þér fjármála- og viðskiptasíður blaðanna, þar gætu leynst punktar sem þú ættir að geta nýtt þér í hag. Fjölskyldan, bræður og systur sakna þín og vilja meira samband. Gefðu þeim af tíma þínum, þótt hann sé naumur. Þú færð það margfalt borg- að í kærleik og hlýhug. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Þér finnst að gengið sé framhjá þér í ákveðnu máli. Hvaða minnimáttarkennd er í gangi? Ólíkt þér að hugsa svona. Segðu að þú viljir vera með, það er að segja ef þú vilt það. Getur verið að þú getir heldur ekki sagt nei, og sért bara að réttlæta aðgerðir þínar. Hogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Bjóddu gömlum vini á kaffihús í notalegt rabb um gömlu góðu dagana. Hafðu trú á skoðunum þínum og stattu með þér. Það er nokkuð augljóst hvað þú vilt gera í lífinu og hvað þú ættir að gera, hvaða leið þú vilt fara og hvaða leið þú ættir að fara. Gangi þér vel. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Neikvæðni laðar neikvætt. Þér finnst ein- hver fyrirstaða vera og að þú standir í stað. Finndu leiðina yfir, undir, eða í gegnum vandann eða þurrkaðu þetta einfaldlega út úr huga þínum. Hugarfarsbreyting eða ný hugmynd, virkar stundum betur en nokkur sprengja. Þroski sést í brosi Tveir Hafnfirðingar, þau Stefán Karl Stefáns- son og Laufey Brá Jóns- dóttir, voru í hópi átta leiklistarnemenda sem fengu inngöngu í Leik- listarskóla Islands á þessu ári. Alls sóttu 100 manns um að komast í skólann en átta voru val- in úr þeim hóp. Það hef- ur áður gerst að tveir Hafnfirðingar hafi náð í átta manna hópinn en 1989 voru þær Vigdís Gunnarsdóttir og Björk Jakobdsdóttir meðal þeirra sem náðu í gegn- um þetta nálarauga. Bæði Stefán Karl og Laufey Brá koma úr Oldutúnsskóla og hófu leiklistarferil sinn þar á unglingsárunum. En upp- haflega ætluðu þau sér að verða annað en leikarar. Þau Stefán Karl og Laufey Brá bregða á leik. Stefán Karl Stefánsson og Laufey Brá Jónsdóttir Náðu f gegn- um nálaraugað Tveir Hafnfirðingar fengu inngöngu í Leiklistarskól- ann en 100 sóttu upphaf- lega um og átta voru valdir Stefán Karl segir að hann hafi lengi ætlað sér að verða trillukarl og Laufey Brá segir að upphaflega hafi hún sett stefnuna á að verða söngkona. Litríkur ferill Eftir að Stefán Karl lauk námi í Öldutúnsskóla hefur hann komið vtða við. Hann hóf tvisvar nám í Iðnskólanum í Reykjavík og einu sinni í Iðnskólan- unt hér og um tíma var hann í Flensborg. Hann var einn af stofnendum unglingadeildarinnar hjá Leikfé- lagi Hafnarfjarðar árið 1988 og hefur tekið þátt í uppfærslu á sex leikritum á vegum hennar. Þar að auki hefur hann verið í Tónlistarskólanum og komið fram á skemmtunum ásamt Magnúsi Ólafssyni frænda sínum. Laufey Brá fór hinsvegar í Flensborg eftir grunn- skólann og lauk þaðan stúdentsprófi. I Flensborg tók hún þátt í skólaleikritum, dvaldi um tíma í Frakk- landi og innritaðist síðan í Söngskólann í Reykjavík. Bæði segja þau að inntökuferilinn í Leiklistarskól- ann hafi verið ótrúlega erfiður. Stefán Karl var að reyna fyrir sér í fyrsta sinn en Laufey Brá í annað sinn. Hún komst í 16 manna hópinn í fyrra. Valið fer þannig fram að úr hinum upphaflegu 100 sem vilja komast inn eru 60 valdir. Síðan er hópurinn skorinn niður í 32, þá 16 og af þeim fá síðan 8 inngöngu. Skilyrðin til að komast inn eru m.a. að vera orðinn 19 ára, hafa gott vald á íslenskri tungu og geta leik- iÖ- Alfur og flokksstjóri Hvað sumarið varðar kemur fram hjá þeim að Stefán Karl mun leika söguálf í verkefni sem Erla Stefánsdóttir er að setja upp fyrir A. Hansen um álfa- byggðina í Hafnarftrði. “Ég ætla að reyna að leika eins mikið og ég get í sumar því eftir að námið í Leiklistarskólanum hefst í haust megum við ekki leika í neinu utan skólans næstu fjögur árin,” segir Stefán Karl. Laufey Brá segir hinsvegar að hún muni vinna sem flokksstjóri í unglingavinnunni í sumar. “Þetta er mjög spennandi verkefni því ég mun vinna með hópi tólf krakka sem hafa það hlutverk að skemmta ferðamönnum í sumar með söng og dansi á þjóðlegu nótunum,” segir Laufey Brá. “Þetta eru nemendur úr 9. og 10. bekk sem hafa verið valin í þetta verkefni.” Æringg - meinlegur og misk- unnarlaus - skrifar án ábyrgðar Pey oss först! Nú er búið að vígja þessa líka fínu brú í Setbergshverfmu. Undir hana rennur læk- urinn lindartær og er Æringi illa svikinn ef þar á ekki allt eftir að fyllast af útlending- um með veiðistangir sem ekki fá pláss við aðrar ár hér á höfuðborgarsvæðinu. Eins og við vitum þá er hægt að selja útlendingum veiðileyfi á uppsprengdu verði og eins gott að temja ungum drengjum viðeigandi svör með passlega blandinni útlensku. Þá geta þeir grætt „múltí monnf’ á útlendingum sem kalla til þeirra í veiðivon af nýju brún- ni sem er miklu tignarlegri en ef grafið hefði verið ræsi. Það eitt gefur til kynna að þama renni mikilvæg spræna: Bogum prýdda brúartetur, breitt en ekki er hún löng. Gefist hefði ei getað betur, þótt graftn hefðu verið göng. Fyrir iækinn straumasterka, er storkar veiðimannabjánum. Ætli þeir telj’ekki ána merka, því allt er fullt í Elliðaánum. „Kan æ fish hér, hey jú sonní, æ am verrí ritsj and fæn?” Jessör plís böt först pey monní, því padda er engin in ðis spræn! í síðasta blaði sagði Ingvar Viktors að það hefði verið hægðarleikur fyrir „þessa menn” (þ.e. Magnúsana) að láta þá vita um kæru og lögreglurannsókn sem ættu í hlut og sætu við sama borð. En það er hins veg- ar ekki að heyra af málflutningi fyrrum bæjarstjóra að hann hafi verið hræddur við að sitja af sér sakimar - bara ef: Við rimla og rusta ei er smeikur, „Rambó-Ingvar" hörkutól. En það væri lágmark og hægðarleikur að létu mann vita þessi fól. OAFIARIVIKUNNAB Magnús besti brandarinn Fullt nafn? Gestur G. Gestsson. Fæðingardagur? 20.7.1968. Fjölskylduhagir? í sambúð með Kristínu Þórarinsdóttur og eigum Rebekku Huldu (2). Bifreið? Brak á verkstæði af gerð- inni Daihatsu Charade ‘86. Starf? Nemi í stjómmálafræði við HÍ. Fyrri störf? Flokksstjóri, hjá ísal, í bátasmiðju o.fl. Helsti veikleiki? Góður við sjálfan mig. Helsti kostur? Það er mjög gott að vera svona góður við sjálfan sig. Eftirlætismatur? Sænskir vatna- krabbar. Versti matur? Allt með karrý. Eftirlætistónlist? Allt. Eftirlætisafreksmaður? Guðlaug- ur, sá sem synti í land eftir skips- skaða við Vestmannaeyjar fyrir nokkrum. A hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Gorbatsjov. Eftirlætissjónvarpsefni? Fræðslu- efni og góðar kvikmyndir. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Flóra Islands. Besta bók sem þú hefur lesið? Lög- legt en siðlaust (um Vilmund Gylfa- son eftir Jón Orm Halldórsson). Hvaða bók ertu að lesa núna? Námsbókina „Democracy, burocra- cy and public choice”. Uppáhaldsleikari? Jeremy Irons. Besta kvikmynd sem þú befur séð? Promise land. Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Reyni að hreyfa mig og vera með fjölskyldunni. Fallegasti staður sem þú hef- ur komið til? Þórsmörk. Hvað meturðu mest í fari annarra? Að koma hreint fram. Hvað meturðu síst í fari ann- arra? Sleikjuhátt. Hvern vildirðu helst hitta? Gorbatsjov. Hvað vildirðu helst í afmælis- gjöf? Hedd í bílinn. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happdrætti? Borga skuldir, gera við bílinn og kaupa íbúð. Hvað mvndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Margt öðruvísi en gert er í dag. Ef þú værir ekki manneskja, hvað værirðu þá? Köttur. Uppáhalds Hafnarfjarðarbrand- arinn þinn? Magnús, þessi sem stjómarbænum!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.