Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heilsa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Gífurlegur fjárhagsvandi Ársreikningar bæjarsjóðs hafa nú verið lagðir fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu. Ljóst er á þeim að við gíf- urlegan fjárhagsvanda er að glíma enda kemur fram í reikningunum að rekstur málaflokka á síðasta ári nem- ur 95% af skatttekjum. Eðlilegt er talið að þetta hlutfall nemi 70-75% af skatttekjum. Fram kom í máli Magnús- ar Jóns Árnasonar við fyrri umræðu að hér sé um gjör- samlega óviðundandi stöðu að ræða og óhætt er að taka undir þau orð. Allt frá því síðast liðið haust er endurskoðuð fjárhags- áætlun var lögð fram í bæjarstjóm hafa verið miklar deilur um hverju þessi slæma staða sé að kenna. Núver- andi meirihluti bæjarstjómar varpar ábyrgðinni alfarið á fyrrverandi meirihluta Alþýðuflokks og segir að þeir hafi ausið út fjármunum til beggja handa á síðasta ári enda um kosningaár að ræða. Fyrri meirihluti hefur aft- ur á móti meðal annars bent á að nauðsynlegt hafi verið að veita töluverðu fé í atvinnuskapandi verkefni á árinu sökum hins mikla atvinnuleysis sem við var að glíma. Það liggur fyrir að fjármálastjórn bæjarins á síðasta ári hefur farið verulega úr böndunum og af þeim sökum er núverandi meirihluta mjög þröngt sniðinn stakkur hvað framkvæmdir varðar á þessu ári og næsta ef takast á að koma þessari fjárhagsstöðu í viðunandi horf. Stað- reyndin er sú að nú er Hafnarfjörður kominn í hóp skuldsettustu sveitarfélaga landsins þar sem skuldirnar nema nú að meðaltali 222 þúsund krónum á hvem ein- stakling í bæjarfélaginu. Af þeim sökum munu afborg- anir lána taka mjög stóran skerf af skatttekjum á næstu árum og fé til framkvæmda minnka að sama skapi. Að fjármagna framkvæmdir með meira lánsfé í þessari stöðu er óðs manns æði. Það er erfitt verkefni sem bíður bæjarstjórnar nú að koma rekstri málaflokka niður í eðlilegt hlutfall en slíkt er bráðnauðsynlegt því annars er hætt á að skuldastaðan fari ennfrekar úr böndunum en orðið er. Ljósir punktar Þótt staða bæjarsjóðs sé erfið er staðan hjá öðrum sjóðum í eigu bæjarins yfirleitt góð um þessar mundir. Þannig má nefna að hagnaður af rekstri rafveitunnar minnkaði ekki að ráði á síðasta ári þrátt fyrir að gjald- skrá rafveitunnar hafi lækkað nokkuð. Og rekstur Hafnarsjóðs hefur einnig verið með mikl- um ágætum á síðasta ári. Skilaði sjóðurinn töluverðum hagnaði sem m.a. var notaður til að greiða niður lán. Er nú svo komið að Hafnarsjóður hefur greitt upp öll sín lán utan eitt sem ekki kemur til greiðslu fyrr en árið 1997. Þetta eru ljósir punktar í fjármálum bæjarins sem ástæða er til að fagna. Friðrik Indriðason Flensborgarskólinn útskrifaði 44 stúdenta af vorönn og athygli vekur að stúlkur eru í miklum meirihluta í þessum hóp. Alls urðu 28 stúlkur stúdentar en 16 piltar. Flestir út- skrifuðust af félagsfræðibraut eða 18 talsins. Flensborg á 20 ára afmæli sem framhaldsskóli í ár og því var töluverð- ur fjöldi gesta á útskriftarhátíðinni að þessu sinni. A þessum 20 árum sem liðin eru hefur skólinn útskrifað rúm- lega 1500 stúdenta eða 75 á ári að jafn- aði. Það var Guðríður H. Baldvinsdóttir sem náði besta námsárangri að þessu sinni. Þeir stúdentar sem unnu til bókaverðlauna voru: Anna Maria Langer, Ashildur Linnet, Elín Osk Sigurðardóttir, Benedikt Oðinsson, Geir Gunnar Markússon, Guðríður H. Baldursdóttir og Hólmfríður Yr Gunnlaugsdóttir. Auk þess fengu þrír nemendur á fyrsta ári viðurkenningu en það voru þau Finnbogi Oskarsson, Rebekka Guðleifsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Ennfremur var Hannes Helgason heiðraður en hann hefur verið valinn til þátttöku í olym- píuleikum í stærðfræði nú í sumar, fyrstur nemenda úr Flensborg- arskólanum. Meðal þeirra sem ávörp fluttu við athöfnina voru auk skólameistara, þau Guðríður Sigurðardóttir frá mennta- málaráðuneytinu og Steinunn Guðnadóttir fulltrúi 20 ára stúdenta. Hópurinn sem útskrifaðist ásamt Kristjáni Bersa Ólafssyni skólameistara. Flensborg útskrifar 44 stúdenta af vorönn Stúlkur f mikl- um meirihluta Hópurinn Þau sem útskrifuðust sem stúdentar í vor frá Flensborg voru: Aníta Pedersen Anna Maria Langer Agúst Arsælsson Ágúst Valdís Sverrisdóttir Ásbjöm I. Jóhannesson Áshildur Linnet Benedikt Óðinsson Bryndís Guðlaugsdóttir Darri Gunnarsson Elín Ósk Sigurðardóttir Ester Erlingsdóttir Esther Ruth Guðmundsdóttir Eyjólfur Karl Níelsson Friðrik Hansson Geir Gunnar Markússon Guðlaug Kristín Jónsdóttir Guðmundur Helgason Áhrif foreldra Nýlega veitti Foreldraráð Hafnar- fjarðar Götuvitanum og þar með foreldravaktinni svonefndu sérstaka viðurkenningu fyrir jákvæð störf að málefnum barna og unglinga. Þeir sem til þekkja geta staðfest að vakt- in hefur skilað tilætluðum árangari og hún eigi viðurkenninguna fylli- lega skilið. Fyrir nokkrum árum veitti ráðið Vímuvamamefnd Hafnarfjarðar hliða- stæða viðurkenningu. Þegar Vímu- vamamefndin var stofnuð fyrir 5 árum af meirihluta Alþýðuflokks setti hún sér það markmið nefndarinnar að fræða foreldra og eldri grunnskóla- nemendur um skaðsemi vímuefna. 1 góðu samstarfi við foreldrafélög skól- anna, lögreglu, skólastjórnendur og aðra er hagsmuna höfðu að gæta var efnt til reglulegra fræðslu- og samráðs- funda með hlutaðeigandi aðilum. Vitað var að slík fræðsla þyrfti að vera við- varandi um nokkurn tíma ætti 'hún að skila tilætluðum árangri. Nú er ljóst að svo hefur orðið. I nýlegri skýrslu sem skilað var til borgarstjóra um ástand bama- og unglingamála á höfuðborgar- svæðinu er þess sérstaklega getið að umrædd fræðsla hafi skilað þeim ár- angri að samkv. athugunum sé nú mun minna um vímuefnaneyslu á meðal unglinga í Hafnarfirði en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Hvatning er nauðsyn Foreldrar hafi nýtt sér upplýsingar og orðið við hvatningu um nauðsyn þess að standa saman um þau mál er varða böm þeirra, s.s. varðandi vímu- efnaneyslu, góðar fyrirmyndir, útivist- artíma, partý, annað samkomuhald o.fl. og það virðist hafa skilað sér í betra ástandi. I viðtölum við unglinga kemur greinilega fram að þeir telja helst til ár- angurs í vímuvamarmálum að höfða sterklega til foreldranna. Áróður, sem beint er til þeirra sjálfra missi marks. Þar sem foreldrar, lögregla, grunn- skólar og félagsmálayfirvöld hafa tek- ið höndum saman og fylgt betur eftir ákvæðum um útivistartíma bama og unglinga hefur náðst vemlegur árangur í málefnum bama og unglinga innan 16 ára aldurs. Mun minna er um afskipti lögreglu af ungu fólki utan dyra að kvöld- og næturlagi um helgar á svæð- um þar sem hlutaðeigandi aðilar hafa verið samtaka í að taka á því er aflaga hafði farið, dregið hefur úr ölvun og meiðingum á meðal þess, afbrotum og slysum hefur fækkað á meðal ungs fólks, minna er um skemmdarverk og að sama skapi hefur dregið úr líkum á að ungt fólk verði fómarlömb misynd-

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.