Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Guðríður H. Baldursdóttir Guðrún Sjöfn Axelsdóttir Guðrún H. Sveinsdóttir Gunnlaugur Grétarsson Hildur Loftsdóttir Hildur Páisdóttir Hilmar Karl Amarson Hólmfríður Yr Gunnlaugsdóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Huld Óskarsdóttir Jóna Svava Sigurðardóttir Kristján Þór Sverrisson Lárus Steindór Bjömsson Lena Karen Sveinsdóttir Lilja Dögg Gylfadóttir Magnús Þór Öskarsson Margrét Ólöf Guðmundsdóttir Margrét Sólveig Guðnadóttir Margrét Hrefna Pétursdóttir Ólafur Erling Ólafsson Sigríður Ósk Jónsdóttir Sigrún Gísladóttir Sigurbjörn J. Bjömsson Sólrún Haraldsdóttir Thelma Björk Arnadóttir Þorvaldur Steinarsson Þórunn Eva Hallsdóttir Ómar Smári Ármansson bæjarfull- trúi. ismanna. Vitund foreldra Greinilegt er að þegar vitund for- eldra hefur vaknað fyrir ábyrgð þeirra og skyldum og í framhaldi af því tekið ákvörðun um að sinna hlutverki sínu eftir því sem kostur er hefur lögreglan Iðnskólinn útskrifar 23 nemendur Nemendur af hönnunarbraut útskrifaðir í fyrsta skipti Nú stendur yfir sýning á verkum nemenda í hönnun í Iðnskólanum. Iðnskólinn útskrifaði nemendur af vorönn í síðustu viku, alls 23 tals- ins. Nú voru í fvrsta sinn útskrifað- ir nemendur af hönnunarbraut skól- ans en fjórir luku þar prófum. Sett hefur verið upp sýning á verkum nemenda á hönnunarbraut í skólan- um og er hún opin almenningi. Á út- skriftinni var jafnframt tilkynnt um sigurvegara í hönnunarkeppni skól- ans. Þeir nemendur sem hlutu viðurkenn- ingar og verðlaun á vorönn voru: Lilja Magnúsdóttir (ísienska, enska og dans- ka), Grettir Ingvason (danska), Jón Grétar Sigurjónsson (enska) og Helgi Elíasson (enska). Úr einstökum deildum hlaut Magn- ús Einarsson viðurkenningu fyrir ágæt- iseinkunn úr grunndeild rafiðna, Bjami Ágústsson fyrir námsárangur í raf- eindavirkjun, Hermann Gunnlaugsson fyrir fagteikningu og faggreinar, Unnur Haiia Arnarsdóttir fyrir háriðn og Grettir Yngvason fyrir vélsmíðanám. Hópurinn Þeir sem útskrifuðust úr Iðnskólan- um í vor voru: Alvar Alvarsson (málariðn), Ari Guðmundsson (múrsmíði), Bergþór Jóhannsson (húsasmíði), Einar Einars- son (húsasmíði), Elfa Dís Amórsdóttir (hönnun), Grétar Már Þorvaldsson (mótasmíði), Hafdís N. Hafsteinsdóttir (hárgreiðsla), Hrönn Garðarsdóttir (tækniteiknun), Ingólfur H. Ámunda- son (húsasmíði), Ingvar Baldursson (vélsmíði), Pálmi Einarsson (hönnun), Rögnvaldur Elís Sverrisson (málar- iðn), Simon Patrick Park (tækniteikn- un), Snorri Hreiðarsson (múrsmíði), Steinunn Thorlacius (hárgreiðsla), Svanþór Eyþórsson (vélsmíði), Sæ- mundur Árnason (húsasmíði), Valgarð- ur Sæmundsson (vélsmíði), Vigdís Hlín Friðþjófsdóttir (hárgreiðsla), Vil- hjálmur Davíð Sveinbjömsson (hönn- un), Þorsteinn Ingi Kristjánsson (húsa- smíði), Þórhaliur Matthíasson (hönn- un) og Þórunn Sigurðardóttir (hár- greiðsla). Hönnunarsamkeppni Þau sem hlutu verðlaun í hönnunar- samkeppni Iðnskólans í ár voru: Jóhanncs Einarsson skólastjóri Iðnskólans. 1. Pálmi Einarsson fyrir Hattahengi og Pipar og salt úr steini. 2. Jóhanna Lind Elíasdóttir fyrir fatahengi á vegg. 3. Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir fyrir sporöskjulaga skáp. 4. Elfa Dís Amórsdóttir fyrir tafl- menn úr stáli. 5. Kristinn Jón Einarsson fyrir gólf- lampa. Arsreikningur bæjarsjóðs fyrir 1994 Ráðstöfun fjár umfram tekjur tæplega 1,4 milljarðar króna Við athugun á ársreikningum bæjarsjóðs fyrir árið 1994 er Ijóst að fjármálastjórn bæjarins hefur farið verulega úr böndunum. Ráðstöfun Ómar Smári Ármans- son bæjarfulltrúi skrifar hér um jákvæð áhrif foreldravaktar Götuvitans. verið að skynja breytingu til batnaðar á einstökum svæðum hvað varðar mál- efni bama og unglinga. Þar eiga sam- tök foreldrafélaga, þátttakendur í for- eldraröltinu og aðrir þeir foreldrar, sem tekið hafa á þessum málum á undan- fömum misserum, mikið hrós skilið. Ekki má gleyma unglingunum, því án skilnings og samstarfs þeirra, hefði lítils árangurs verið að vænta. Jákvæð þróun Þrátt fyrir aimenna jákvæða þróun geta eftir sem áður komið upp einstök mál, sem fá ómælda athygli og taka þarf á. Reynslan hefur sýnt að þar sem foreldrar og fulltrúar stofnana em með- vitaðir um hlutverk sitt, bera hag sinna svæða fyrir brjósti og em virkir þátt- fjár umfram tekjur er tæplega 1,4 milijarður króna en til samanburðar má nefna að árið 1993 nam þessi upphæð 891 milljón kr. og árið 1991 takendur í að byggja upp umhverfið í víðtækum skilningi þess orðs, er ástand mála hvað best. Ef eitthvað miður æskilegt gerist á slíkum svæðum bregðast foreldrar foreldrar undantekn- ingalaust vel við og em samtaka um að laga það sem aflaga hefur farið og þar lætur árangurinn ekki á sér standa. I ljósi þess sem að framan er getið skipt- ir miklu máli að foreldrar haldi vöku sinni, viðhaldi og efli með sér sam- stöðu og sjái til þess að reglum um úti- vistartíma verði fylgt. Reglumar tak- marka ekki möguleika unglinganna til að vera annars staðar innan dyra en heima hjá sér að kvöld og næturlagi, svo framarlega sem þeir eru í því ástandi og við þær aðstæður, sem regl- ur segja til um og foreldrar geta sætt sig við. Þegar upp er staðið njóta allir góðs af, eins og reynslan ber greinilega með sér. Vonandi munu sem flestir for- eldrar hafa vilja til að taka þátt í já- kvæðum framgangi mála er varðar svo mjög heill bamanna. Velferð þeirra í framtíðinni kemur ekki einungis til með að byggjast á einstökum ákvörð- unum og aðgerðum stjórnvalda og stofnana samfélagsins, heldur og ekki síður á afstöðu og ákvörðun hvers for- eldris fyrir sig. Því fleiri sem taka skynsamlega afstöðu í dag, því gæfu- legri mun morgundagurinn verða. Millifyrirsagnir eru blaðsins aðeins 192 milljónum króna. í end- urskoðunarskýrslu um ársreikning- ana segir m.a. að þegar rekstur málaflokka hefur verið dreginn frá skatttekjum eru einungis eftir 92,3 milljónir kr. til að standa undir greiðslubyrði lána sem varð um 472 milljónir kr. Þannig er ljóst að engir pcningar eru til að fjárfesta fyrir en engu að síður var fjárfest fyrir um 994 milljónir kr. í samanburði á upphaflegri fjárhags- áætlun fyrir árið 1994 og ársreikningi sem nú hefur verið lagður fram í bæj- arstjóm kemur í ljós að hið eina sem nokkurn veginn hefur staðist áætlun er upphæð skatttekna. Þær voru áætlaðar rúmlega 1.722 milljónirkr. og urðu rúmlega 1.756 milljónir kr. Hinsvegar fór greiðslubyrði lána 29% framúr áætlun, gjaldfærð fjárfesting fór 356% framúr áætlun, ráðstöfun umfram tekj- ur fór 274% framúr áætlun og lántökur ársins fóru 441% framúr áætlun. Hvað hið síðastanefnda varðar var áætlað að taka þyrfti 310 milljónir kr. að láni en í raun reyndist nauðsynlegt að taka rúm- leea 1,6 milljarð króna að láni. Skýrsla endurskoðenda I skýrslu endurskoðenda segir m.a.: “Þann 19. sept. 1994 sendu Löggiltir endurskoðendur hf. frá sér skýrslu um fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar 15. júní 1994. Þá var talið að rekstur mála- flokka ársins stefndi í að taka um 86- 88% af skatttekjum. Reyndin varð 95%. í sömu skýrslu segir m.a. að mið- að við fyrirliggjandi upplýsingar stefni í að ráðstöfun umfram skatttekjur 1994 komi til með að nema um 900 milljón- um kr. Reyndin varð um 1.383 milljón- ir kr.... Helstu frávik ársreiknings frá breyt- tri fjárhagsáætlun eru þessar: Innlausn ábyrgðar vegna Skerseyrar nam um 30,6 milljónum kr. og vegna Byggða- verks 50 milljónum kr. sem ekki var gert ráð fyrir í breyttri fjárhagsáætlun. Afskrifaðar tapaðar skuldir námu 37,8 milljónum kr. á móti 15 milljónum kr. í áætlun. Til atvinnueflingar og ný- sköpunar var áætlað um 38,7 millj. en þessi upphæð nam 56,6 millj. eftir að búið var að gjaldfæra 18 millj. vegna skuldar bæjarsjóðs vegna 26,7 millj. hlutafjárkaupa í Atvinnuefling hf.” Sem fyrr segir námu lántökur á ár- inu rúmlega 1,6 milljarði krónaogjuk- ust heiidarskuldir bæjarsjóðs á árinu því úr tæplega 2,4 milljörðum og í rúmlega 3,8 milljarða. Skuldimar hafa því aukist úr 141 þúsund kr. á hver íbúa og upp í 222 þúsund kr. I niðurlagi skýrslunnar kemur m.a. fram að breyta þurfi um starfsaðferðir við fjárhagsáætlunargerð, m.a. þannig að hafa forstöðumenn með í ráðum varðandi niðurskurð og alla aðra vinnu í þeirra deild. Nauðsynlegt markmið er að rekstur málaflokka fari ekki yfir 70-75% af skatttekjum. Náist ekki að koma rekstrinum niður í þetta hlutfall dugi t.d. sala eigna skammt. Og mun meiri árverkni þarf að koma til varðandi kröfur bæjarsjóðs til að forðast tjón.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.