Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 9
FJARÐARPÓSTURINN 9 Skemmd arverk unnin í Heið- mörk Töluverð skemmdarverk voru unnin í Heiðmörk um síðustu helgi. Fyrir utan gróð- urskcmmdir voru unnar skemmdir á útivistarsvæði, vinnuskúrum og hreinlætisað- stöðu. Að sögn lögreglunnar er mál þetta í rannsókn. Atburðurinn átti sér stað snemma á sunnu- dagsmorguninn er þeir sem skemmdunum ollu óku um svæðið á stolnum bíl. Meðal þess sem ekið var á voru nokk- ur hávaxin barrtré á áberandi stað og er tjónið tilfinnanlegt af þeim sökum. Útiskemmtun Víðistaöaskóla í síðustu viku gekkst foreldrafélag Víðistaðaskóla fyr- ir útiskemmtun á Víðistaðatúni. Gengið var fylgtu liði frá skólanum, undir forystu skáta og lúðrabláturs, að Víðistaðatúni þar sem farið var ýmsis konar leiki og þrautir. Kepptu nemendur og foreldrar í alls konar íþrótt- um og keppnum eins og pokahlaupi, hjólböruakstri og reiptogi. Góð þáttaka var og virtust allir skemmta sér hið besta. Símanúmerabreytingin <2> K fl T fl HANAEMORI METZLER Marc O'Polo ROXY ncwdvjí marcolin JIL SANDER NEOSTYLE 011 almenn númer eru orðin sjö stafa augnsýn Á laugardaginn gekk í gildi símanúmerabreytingin hjá Pósti og síma og nú eru öll almenn síma- númer orðin sjö stafa. Markmiðið með breytingunni er m.a. að ein- falda alla notkun símans og má nefna að nú eru svæðisnúmer úr sögunni. I frétt frá Pósti og síma um málið segir m.a.: “Núverandi símanúmer breytast á mjög einfaldan hátt í sjö stafa númer. A svæði 91 bætist 55 framan við fimm stafa númer og stafurinn 5 framan við sex stafa númer. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sjö stafa símanúmerin verið í gildi frá 1. desember 1994 samhliða eldri númerum og því má segja að á svæði 91 falli gömlu númerin niður. Á svæðinu 92-98, að frátöldu svæði 94, felst breytingin í að stafurinn 4 og síðari stafur í svæðisnúmeri bæt- ast framan við númerið. Á svæði 94 bætist 456 framan við númerið. Nýju sjö stafa númerin sýna skýrt hvaða landshluta þau tilheyrá. Þannig byrja öll númer á höfuðborg- arsvæðinu á 55,56 eða 58, Suður- nesjum á 42, Vestfjörðum á 456, Austfjörðum á 47 o.sv.fr. Engin breyting verður á gjaldskrá. Onnur símanúmer breytast einnig á einfaldan hátt. Númer fyrir far- síma, talhólf og boðtæki, þ.e. númer sem byrja á 984, 985 og 989 breyt- ast þannig að 9 sem fyrsti stafur fell- ur brptt. Græn númer eru nú á svið- inu 99-6000 og 99-9999. Þau breyt- ast þannig að í stað 99 kemur 800. Símatorgsnúmer eru núna á sviðinu 99-1000 - 99-5999. Þau breytast þannig að í stað 99 kemur 90 og þriðji stafur sem segir til um gjald- flokk. Rétt er að benda á að eftir 3. júní verður hringingum í eldri númer vísað í gjaldfrjálsan símsvara.” Miðbæ 555 4789 Fyrstu tjald- gestirnir Þegar ljósmyndari Fjarðar- póstins var á ferð hjá Víði- staðatúninu fyrir nokkrum dögum sá hann tjald komið á tjaldsvæði Hraunbúa. Ekki var formlega búið að opna tjald- svæðið, en þau Sabine, Peter og Jakobine Wolf, frá Berlín, virtust una hag sínum vel. Þau voru að hefja sex vikna ferð sína um Island og var þetta önnur nótt þeirra hér á landi, fyrstu nóttina voru þau við Bláa lónið. Þeim leist vel á sig hér í Hafnarfirði og Jakobine var þegar farin að leika sér við börnin í Víðistaðaskóla sem voru þetta kvöld að halda upp á skólaslit með foreldrafélagi skólans á Víðistaðatúninu Sendum sjómönnum hátíðarkveðjur á Sjómannadaginn Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar Lækjargötu 34 s. 565 1150 Verkakvennafélagið Framtíðin Strandgötu 11 s. 555 0307 Verkamannafélagið Hlíf Reykavíkurvegi 64 sími 555 0987

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.