Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.06.1995, Síða 1

Fjarðarpósturinn - 15.06.1995, Síða 1
Meirihluti bæjarstjórnar er fallinn Alþýðuflokkurinn opinn fyrir öllum möguleikum Kristinn Ó. Magnússon kjörinn bæjarverkfræðingur Meirihluti bæjarstjórnar féll á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðjudag þegar Ijóst lá fvrir að Júhann G. Bergþórsson náði ekki kjöri sem bæjarverkfræðingur. Ljóst er að í stöðunni er ekki hægt að mynda starfhæfan meirihluta á ný án þátttöku Alþýðuflokksins. Ingvar Viktorsson oddviti Alþýðuflokks- ins segir að þeir séu opnir fyrir öll- um möguleikum og hafi áhuga á að ræða við alla hugsanlega sam- starfsaðila. Samkvæmt heimildum Fjarðar- póstsins mun töluverður áhugi innan Sjálfstæðisflokksins að ganga strax til viðræðna við Alþýðuflokkinn um meirihlutasamstarf. Þórarinn Jón Magnússon formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins segir að menn bíði nú og sjái hvað Alþýðuflokkur- inn ætlar sér að gera. “Samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks er alls ekki útilokað af okkar hálfu,” segir Þórarinn Jón. Úrslitin í kjöri bæjarverkfræðings á fundinum urðu þau að Kristinn O. Magnússon aðstoðarbæjarverkfræð- ingur var kjörinn í stöðuna með 5 at- kvæðum. Bjöm Ingi Sveinsson sem meirihlutinn gerði tillögu um hlaut 4 atkvæði og Jóhann G. Bergþórsson hlaut 2 atkvæði. Eftir að fundinum lauk sagði Jó- hann G. Bergþórsson að hann liti á úrslitin í kjörinu sem trúnaðarbrest af hálfu samstarfsaðila sinna í meiri- hlutanum þar sem honum hefði verið lofuð þessi staða við meirihlutavið- ræðumar á síðasta ári. Þrír möguleikar eru á því að hægt sé að mynda starfhæfann meirihluta á ný- -SJA NANAR A MIÐOPNU Er ekki vopna- brak -sjá bls.1 b Stórtjón í eldsvoða Milljónatjón varð í eldsvoði í Hafnarfirði á mánudagskvöld er kviknaði í húsnæði Fiskflutninga að Kaplahrauni 19. Húsið var al- elda þegar slökkviliðið kom að því en allt slökkvilið Hafnarfjarðar var kallað út og auk þess einn bíll frá Reykjavík til öryggis og aðstoðar. Að sögn slökkviliðsins kom útkall- ið rúmlega kl. 22.30 um kvöldið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var því lokið skömmu eftir mið- nættið. Ekki voru önnur hús í hættu en það sem brann en húsið er mjög illa farið og raunar aðeins útveggir þess sem standa uppi. Þá urðu miklar skemmdir á tækjum og innbúi hússins. Eldsupptökin eru talin vera að neisti frá rafsuðutækjum hafi hrokkið í lím en tveir rafsuðumenn voru við vinnu í húsinu er eldurinn kom upp. Ibúð er í öðmm enda hússins en íbú- amir voru ekki heima er eldurinn kom upp. I vík- ing til Evrópu -sjá bls. 1c Sjó- I manna- I dagur sjá bls. 4 Ert þð ha?sýnn vælkori ? Ve^na ?óðra undirtekta framlen?jum við kunninvarverðið á sérverkuðu sælkerasteikunum okkar 6 S 3 e 3 e Næst þegar þér alvöru þá að þú Kjorís,, með Verödæmi: 1 líter ís +sósa = 310,-

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.